Íslenski boltinn

Mörkin úr stór­leiknum á Kópa­vogs­velli og öll hin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Breiðabliks fagna.
Leikmenn Breiðabliks fagna. Vísir/HAG

Breiðablik vann Val í stórleik 6. umferðar Bestu deildar kvenna í fótbolta. Mörkin úr þeim leik og öllum hinum má sjá hér að neðan.

Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir kom Val yfir í fyrri hálfleik á Kópavogsvelli. Andrea Rut Bjarnadóttir jafnaði metin á 64. mínútu og Barbára Sól Gísladóttir tryggði sigurinn á 71. mínútu.

Þór/KA vann 5-0 sigur á Tindastól. Agnes Birta Stefánsdóttir, Karen María Sigurgeirsdóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir, Sandra María Jessen og Emelía Ósk Kruger með mörkin.

Keflavík vann 1-0 sigur á Þrótti Reykjavík. Sigurmarkið skoraði Melanie Claire Rendeiro þegar tuttugu mínútur lifðu leiks.

Stjarnan vann 2-1 sigur á Fylki. Hulda Hrund Arnarsdóttir og Hannah Sharts komu Stjörnunni í 2-0 áður en Eva Rut Ásþórsdóttir minnkaði muninn.

Þá gerðu FH og bikarmeistarar Víkings 2-2 jafntefli.Snædís María Jörundsdóttir og Breukelen Lachelle Woodard með mörk FH á meðan Hafdís Bára Höskuldsdóttir og Hulda Ösp Ágústsdóttir skoruðu mörk Víkings. Hulda Ösp skoraði jöfnunarmark Víkings þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×