Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir kom Val yfir í fyrri hálfleik á Kópavogsvelli. Andrea Rut Bjarnadóttir jafnaði metin á 64. mínútu og Barbára Sól Gísladóttir tryggði sigurinn á 71. mínútu.
Þór/KA vann 5-0 sigur á Tindastól. Agnes Birta Stefánsdóttir, Karen María Sigurgeirsdóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir, Sandra María Jessen og Emelía Ósk Kruger með mörkin.
Keflavík vann 1-0 sigur á Þrótti Reykjavík. Sigurmarkið skoraði Melanie Claire Rendeiro þegar tuttugu mínútur lifðu leiks.
Stjarnan vann 2-1 sigur á Fylki. Hulda Hrund Arnarsdóttir og Hannah Sharts komu Stjörnunni í 2-0 áður en Eva Rut Ásþórsdóttir minnkaði muninn.
Þá gerðu FH og bikarmeistarar Víkings 2-2 jafntefli.Snædís María Jörundsdóttir og Breukelen Lachelle Woodard með mörk FH á meðan Hafdís Bára Höskuldsdóttir og Hulda Ösp Ágústsdóttir skoruðu mörk Víkings. Hulda Ösp skoraði jöfnunarmark Víkings þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.