„Ég er ekki kraftaverkamaður“ Aron Guðmundsson skrifar 28. maí 2024 08:00 Freyr Alexandersson tókst hið ómögulega. Aftur. Isosport/Getty Images „Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson sem vann mikið afrek með liði Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Afrek sem gerir Frey að afar eftirsóttum þjálfara og á hann mikilvægan fund í dag með stjórn félagsins. Freyr segist ekki vera kraftaverkamaður eins og margir halda fram. Kortrijk bjargaði sér á ævintýralegan hátt frá falli í belgísku úrvalsdeildinni með sigri í framlengdum leik gegn Lommel á dögunum. Um mikið afrek að ræða fyrir liðið og rós í hnappagat Freys sem tók við þjálfun Kortrijk í upphafi árs og var staðan þá mjög svört. Ertu kraftaverkamaður Freyr? „Nei. Ég er vinnusamur, heiðarlegur og duglegur,“ svarar Freyr. „Ég er ekki kraftaverkamaður. Ég er mjög stoltur af því sem ég hef náð að afreka, því sem að ég hef gert. Ég held ég kunni bara að vinna. Ég held það sé það sem ég er.“ Hefur ekki áhuga á frekari fallbaráttu Freyr er með samning hjá Kortrijk til ársins 2026 og hefur hann öll tromp á hendi sér. En er útséð með að hann verði áfram innan raða félagsins? „Ég á fund með stjórn félagsins í fyrramálið áður en ég held svo til Danmerkur,“ segir Freyr í viðtali sem tekið var í gær. Fundurinn mikilvægi því að fara eiga sér stað í dag. Freyr Alexandersson tók til hjá Kortrijk og hélt þeim uppi í úrvalsdeild, sem virtist útilokað er hann tók við starfinu.Getty/Nico Vereecken „Planið er að vera hér áfram en eðli málsins samkvæmt er nafn mitt heitt í Evrópu akkúrat núna. Ég átti fund með umboðsmanninum mínum áðan því ég hef haldið öllum þessum málum frá mér upp á síðkastið. Ég mun setjast niður með stjórn Kortrijk og er með mjög skýr skilaboð til þeirra varðandi það hvað ég vil gera hér. Þau skilaboð hafa verið skýr lengi. Ég vil að við göngum frá þeim málum svo við getum byggt ofan á þetta verkefni. Ef það er ekki gert þá verður liðið aftur í fallbaráttu. Ég hef ekki áhuga á því. Við þurfum því að spýta í lófana ef við ætlum okkur að byggja ofan á það sem við höfum verið að gera síðastliðna fimm mánuði.“ Þarf að hlusta þegar maður er bragð mánaðarins Freyr finnur fyrir áhuga á sínum kröftum. „Það er gott og gaman að fólk hafi áhuga á því sem að maður er að gera. Svo þarf maður bara að vinna vinnuna sína. Það sem á að gerast gerist bara. Ég er hins vegar mjög ánægður þar sem að ég er. Þetta er skemmtilegt verkefni hérna hjá Kortrijk. Mér þykir vænt um þetta félag og fólkið hér í kring. Það er fullt af tækifærum hérna. Í dag er ég þjálfari Kortrijk og einbeiti mér að því. En þegar að maður er bragð mánaðarins þá þarf maður allavegana að hlusta.“ Freyr tók við þjálfun Kortrijk í erfiðri stöðu í janúar.Kortrijk Getur ekki tekið annað svona ár Eftir að hafa háð fallbaráttuslagi og staðið uppi sem sigurvegari, bæði hjá Lyngby og nú Kortrijk, er Freyr kominn með nóg af þeirri baráttu. „Ég vil helst bara fá að komast úr þessum fallbaráttuslag núna. Ég get ekki tekið annað svona ár. Ég geng fram af mér. Ég hef prófað að vera í liði sem á að vinna titla. Ég gerði það á upphafsárum ferilsins sem þjálfari kvennaliðs Vals. Það var skemmtileg pressa sem að fylgdi því. Skemmtileg reynsla. Það tók líka á en á allt öðruvísi hátt. Í þeirri stöðu ertu alltaf að fá jákvæða orku inn í leikmannahópinn. Inn í þig sjálfan. Ég er alveg til í að fara takast á við eitthvað svoleiðis fljótlega aftur.“ Belgíski boltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira
Kortrijk bjargaði sér á ævintýralegan hátt frá falli í belgísku úrvalsdeildinni með sigri í framlengdum leik gegn Lommel á dögunum. Um mikið afrek að ræða fyrir liðið og rós í hnappagat Freys sem tók við þjálfun Kortrijk í upphafi árs og var staðan þá mjög svört. Ertu kraftaverkamaður Freyr? „Nei. Ég er vinnusamur, heiðarlegur og duglegur,“ svarar Freyr. „Ég er ekki kraftaverkamaður. Ég er mjög stoltur af því sem ég hef náð að afreka, því sem að ég hef gert. Ég held ég kunni bara að vinna. Ég held það sé það sem ég er.“ Hefur ekki áhuga á frekari fallbaráttu Freyr er með samning hjá Kortrijk til ársins 2026 og hefur hann öll tromp á hendi sér. En er útséð með að hann verði áfram innan raða félagsins? „Ég á fund með stjórn félagsins í fyrramálið áður en ég held svo til Danmerkur,“ segir Freyr í viðtali sem tekið var í gær. Fundurinn mikilvægi því að fara eiga sér stað í dag. Freyr Alexandersson tók til hjá Kortrijk og hélt þeim uppi í úrvalsdeild, sem virtist útilokað er hann tók við starfinu.Getty/Nico Vereecken „Planið er að vera hér áfram en eðli málsins samkvæmt er nafn mitt heitt í Evrópu akkúrat núna. Ég átti fund með umboðsmanninum mínum áðan því ég hef haldið öllum þessum málum frá mér upp á síðkastið. Ég mun setjast niður með stjórn Kortrijk og er með mjög skýr skilaboð til þeirra varðandi það hvað ég vil gera hér. Þau skilaboð hafa verið skýr lengi. Ég vil að við göngum frá þeim málum svo við getum byggt ofan á þetta verkefni. Ef það er ekki gert þá verður liðið aftur í fallbaráttu. Ég hef ekki áhuga á því. Við þurfum því að spýta í lófana ef við ætlum okkur að byggja ofan á það sem við höfum verið að gera síðastliðna fimm mánuði.“ Þarf að hlusta þegar maður er bragð mánaðarins Freyr finnur fyrir áhuga á sínum kröftum. „Það er gott og gaman að fólk hafi áhuga á því sem að maður er að gera. Svo þarf maður bara að vinna vinnuna sína. Það sem á að gerast gerist bara. Ég er hins vegar mjög ánægður þar sem að ég er. Þetta er skemmtilegt verkefni hérna hjá Kortrijk. Mér þykir vænt um þetta félag og fólkið hér í kring. Það er fullt af tækifærum hérna. Í dag er ég þjálfari Kortrijk og einbeiti mér að því. En þegar að maður er bragð mánaðarins þá þarf maður allavegana að hlusta.“ Freyr tók við þjálfun Kortrijk í erfiðri stöðu í janúar.Kortrijk Getur ekki tekið annað svona ár Eftir að hafa háð fallbaráttuslagi og staðið uppi sem sigurvegari, bæði hjá Lyngby og nú Kortrijk, er Freyr kominn með nóg af þeirri baráttu. „Ég vil helst bara fá að komast úr þessum fallbaráttuslag núna. Ég get ekki tekið annað svona ár. Ég geng fram af mér. Ég hef prófað að vera í liði sem á að vinna titla. Ég gerði það á upphafsárum ferilsins sem þjálfari kvennaliðs Vals. Það var skemmtileg pressa sem að fylgdi því. Skemmtileg reynsla. Það tók líka á en á allt öðruvísi hátt. Í þeirri stöðu ertu alltaf að fá jákvæða orku inn í leikmannahópinn. Inn í þig sjálfan. Ég er alveg til í að fara takast á við eitthvað svoleiðis fljótlega aftur.“
Belgíski boltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira