Innlent

Ung­menni kveiktu í skóla­bókum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Börnin kveiktu í bókunum í Hlíðarhverfi.
Börnin kveiktu í bókunum í Hlíðarhverfi. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um ungmenni að kveikja eld í Hlíðahverfi í Reykjavík í dag. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að krakkarnir hefðu verið að kveikja í skólabókunum sínum.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, en þar segir að Barnaverndarnefnd hafi verið upplýst um málið og þá segir að forráðamenn barnanna hafi verið upplýstir um málið.

Í dagbókinni segir einnig frá því lögreglunni hafi verið tilkynnt um innbrot á ótilgreinda heilbrigðisstofnun í Breiðholti. Það mál er rannsókn.

Einnig var tilkynnt um innbrot í skóla í Hafnarfirði. Það mál er líka í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×