Innlent

For­seta­kosningar, kjara­deilur og hundrað kíló­metra ganga

Jón Þór Stefánsson skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá. Stöð 2

Íslendingar ganga að kjörborðinu um helgina og spennandi lokametrar í kosningabaráttunni eru fram undan. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 mun Heimir Már Pétursson rýna í skoðanakannanir og greina stöðuna.

Ísland og Noregur eiga að hafa frumkvæði að því að draga ísraelsk stjórnvöld til ábyrgðar fyrir framgönguna á Gasa. Rætt verður við lækninn Mads Gilbert sem ráðlagði utanríkismálanefnd í morgun að taka upp viðskiptaþvinganir gegn Ísrael í bandalagi við Norðmenn .

Efling hefur vísað kjaradeilu sinni við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara og viðræður eru sagðar árangurslausar. Við ræðum við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann félagsins, í beinni. Heitt vatn er fundið á Ísafirði; Kristján Már Unnarsson mun fara yfir þýðingu þess auk þess sem hittum drengi úr Réttarholtsskóla sem eru að klára hundrað kílómetra göngu til styrktar börnum á Gaza og tökum með þeim lokasprettinn í beinni.

Í Sportpakkanum við þjálfarann Frey Alexandersson sem vann afrek með liði sínu í belgísku úrvalsdeildinni og í Íslandi í dag fær Sindri Sindrason sér morgunkaffi með nýjum og öðruvísi biskup.

Klippa: Kvöldfréttir 27. maí 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×