Segir of snemmt að kalla sig drottningu leirsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. maí 2024 20:02 Vill ekki vera kölluð drottning leirsins strax. EPA-EFE/TERESA SUAREZ Hin pólska Iga Świątek byrjaði Opna franska meistaramótið í tennis af miklum krafti þegar hún gekk frá Leolia Jeanjean í fyrstu umferð. Świątek trónir á toppi heimslistans um þessar mundir og stefnir á að vera fyrsta konan síðan 2007 til að vinna Opna franska þrjú ár í röð. Świątek er aðeins 22 ára gömul en virðist hreinlega vera komin til að vera. Hún hefur nú þegar unnið Opna franska þrívegis og Opna bandaríska einu sinni. Takist henni að sigra Opna franska í ár þá verður það þriðji sigurinn í röð en hún vann mótið fyrst árið 2020. The defending champion returns 😎Catch up on the best moments from @iga_swiatek's emphatic 6-1, 6-2 win against Jeanjean on Day 2. #RolandGarros pic.twitter.com/38sl4yyFhr— Roland-Garros (@rolandgarros) May 27, 2024 Justine Henin vann Opna franska í þriðja sinn í röð árið 2007 og stefnir Świątek á að feta í fótspor hennar. Henni virðist líða ofboðslega vel á völlum úr leir og var grínast með það í viðtali að hún gæti verið drottning leirsins. Er þar verið að vitna í gælunafn hins 37 ára gamla Rafael Nadal en sá hefur unnið Opna franska 14 sinnum. „Mér líður eins og heima hjá mér. Vonandi verð ég hérna eins lengi og hægt er. Ég er mjög stolt af afrekum mínum og þetta hefur alltaf verið mitt uppáhalds yfirborð til að keppa á,“ sagði Świątek eftir sigurinn í fyrstu umferð. „Mér finnst það of snemmt,“ sagði Świątek svo er hún var aðspurð hvort hún væri orðin drottning leirsins líkt og Nadal er kóngur leirsins. From on court to in the stands at Philippe-Chatrier 😎@iga_swiatek capturing her own Rafa memories 🤳#RolandGarros pic.twitter.com/88K8o7OG9l— wta (@WTA) May 27, 2024 Hinn 37 ára gamli Nadal mun hins vegar ekki vinna Opna franska í 15. sinn í ár þar sem hann féll úr leik gegn Alexander Zverev í 1. umferð fyrr í dag. Świątek getur hins vegar unnið mótið í fjórða sinn og ljóst er að hún ætlar að gera allt sem hún getur til að feta í fótspor Nadal. Tennis Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira
Świątek er aðeins 22 ára gömul en virðist hreinlega vera komin til að vera. Hún hefur nú þegar unnið Opna franska þrívegis og Opna bandaríska einu sinni. Takist henni að sigra Opna franska í ár þá verður það þriðji sigurinn í röð en hún vann mótið fyrst árið 2020. The defending champion returns 😎Catch up on the best moments from @iga_swiatek's emphatic 6-1, 6-2 win against Jeanjean on Day 2. #RolandGarros pic.twitter.com/38sl4yyFhr— Roland-Garros (@rolandgarros) May 27, 2024 Justine Henin vann Opna franska í þriðja sinn í röð árið 2007 og stefnir Świątek á að feta í fótspor hennar. Henni virðist líða ofboðslega vel á völlum úr leir og var grínast með það í viðtali að hún gæti verið drottning leirsins. Er þar verið að vitna í gælunafn hins 37 ára gamla Rafael Nadal en sá hefur unnið Opna franska 14 sinnum. „Mér líður eins og heima hjá mér. Vonandi verð ég hérna eins lengi og hægt er. Ég er mjög stolt af afrekum mínum og þetta hefur alltaf verið mitt uppáhalds yfirborð til að keppa á,“ sagði Świątek eftir sigurinn í fyrstu umferð. „Mér finnst það of snemmt,“ sagði Świątek svo er hún var aðspurð hvort hún væri orðin drottning leirsins líkt og Nadal er kóngur leirsins. From on court to in the stands at Philippe-Chatrier 😎@iga_swiatek capturing her own Rafa memories 🤳#RolandGarros pic.twitter.com/88K8o7OG9l— wta (@WTA) May 27, 2024 Hinn 37 ára gamli Nadal mun hins vegar ekki vinna Opna franska í 15. sinn í ár þar sem hann féll úr leik gegn Alexander Zverev í 1. umferð fyrr í dag. Świątek getur hins vegar unnið mótið í fjórða sinn og ljóst er að hún ætlar að gera allt sem hún getur til að feta í fótspor Nadal.
Tennis Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira