Rashford varð bikarmeistari með Manchester United um helgina en þetta hefur verið stormasamt tímabil hjá framherjanum.
Nú síðast kom það í ljós að hann verður ekki með enska landsliðinu á Evrópumótinu í sumar.
Rashford færi því nægan tíma í sumar til að slappa af og hlaða batteríin næstu mánuði. Það er líka einmitt það sem hann ætlar að gera.
„Það er kominn tími á það að yfirgefa samfélagsmiðlana í nokkrar vikur. Ég ætla að hvílast og endurstilla mig andlega eftir mjög krefjandi tímabil, bæði persónulega og fyrir liðið,“ skrifaði Rashford og leyfði sér líka að senda smá pillu á gagnrýnendur sína.
„Ég vil þakka stuðningsfólkinu sem stóð með mér í gegnum þessa erfiðu tíma. Til þeirra sem voru búnir að gleyma því þá stöndum við alltaf saman hjá United,“ skrifaði Rashford.
Hinn 26 ára gamli Marcus Rashford skoraði 8 mörk og gaf 5 stoðsendingar í 43 leikjum í öllum keppnum þar af var hann með 7 mörk og 2 stoðsendingar í 33 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
It's time to come off Socials for a few weeks. I plan to rest and reset mentally after a challenging season individually and collectively. Thanks to the fans that stood by me through a difficult period. To the ones that didn’t just remember at United, we always stick together. 🙏🏾
— Marcus Rashford (@MarcusRashford) May 27, 2024