Innlent

Mikil­vægt að Grind­víkingar láti vita af sér

Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir fólk geta hringt í 1717 til að láta vita af sér. 
Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir fólk geta hringt í 1717 til að láta vita af sér.  Landsbjörg

Almannavarnir vilja að Grindvíkingar sem eru búsettir í Grindavík eða voru í bænum þegar rýming átti sér stað láti vita hvar þau eru.  

„Staðan er sjálfu sér óviss en það er búið að senda út rýmingarboð á þá sem eru í Grindavík og hafa búið það,“ sagði Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar í hádegisfréttum Bylgjunnar. 

Í nýrri tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að áköf jarðskjálftavirkni standi yfir á Sundhnúksgígaröðinni, ásamt aukinni skjálftavirkni sýna gögn breytingar í borholuþrýstingi og aukin aflögun. Túlkun veðurstofunnar sé því að kvikuhlaup sé hafið og geti endað í eldgosi á næstu klukkutímunum.

Jón Þór segir náið fylgst með stöðunni. Aukin skjálftavirkni hafi hafist í morgun og send út skilaboð um rýmingu í bænum um klukkan 11.

„Það er ósk almannavarna að þeir sem gistu í Grindavík og hafa yfirgefið bæinn tilkynni sig til Rauða krossins í síma 1717 og láti vita hvar þeir eru og þeir séu komnir út.“

Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum í tengslum við mögulegt eldgos í vaktinni í fréttinni hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×