Kínverski risinn sem herjar á evrópska neytendur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. maí 2024 07:01 Dæmi um færslu frá Temu Europe þar sem upphengigræja er auglýst til sölu. Ein af því sem virðist vera óendanlegum fjölda vara sem hægt er að kaupa og panta fyrir lítið. Í ummælum við auglýsingar Temu vara notendur reglulega við því að varan sé ekki sérstaklega góð. Kínverskur netverslunarrisi hefur komið með slíku offorsi inn á markaðinn undanfarnar vikur að ekki þekkjast sambærilega dæmi í bransanum. Viðskipti með vörur frá Kína tvöfölduðust í apríl frá því sem var í fyrra hér á landi. Sérfræðingur í verslun varar við ódýrum vörum netrisans enda sé ekki allt sem sýnist. Samfélagsmiðlanotendur á Íslandi hafa margir hverjir orðið varir við auglýsingar Temu. Nýr netverslunarrisi frá Kína sem býður upp á alls konar vörur að því er virðist á hlægilega ódýru verði miðað við það sem gengur og gerist hér á landi. Framkvæmdastjóri Verslunar og þjónustu segist fylgjandi frjálsri samkeppni en mikilvægt sé að allir spili eftir sömu leikreglum. „Ég hafði ekki heyrt um þetta fyrr en um helgina,“ segir Andrés Magnússon sem fór um leið að kynna sér Temu. Hann segist hafa uppgötvað að innrás Temu á markaðinn hafi verið með fordæmalausum hraða. Fjórði hver Dani þegar keypt hjá Temu „Það hefur aldrei nokkurn tímann komið fyrirtæki inn á þennan alþjóðlega smásölumarkað með eins mikið markaðskapítal og þetta fyrirtæki. Þeir eru með þrjá milljarða Bandaríkjadala í markaðsfé. Þeir eru búnir að taka yfir leitarsíðurnar,“ segir Andrés. Andrés Magnússon er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.Vísir/Vilhelm Mikil umræða sé um Temu í Danmörku þar sem systursamtök Samtaka verslunar og þjónustu séu mjög upptekin af netverslunarrisanum. „Temu byrjaði að herja á danska markaðinn fyrir sjö til átta mánuðum. Nú þegar hafa 25 prósent Dana keypt af þeim. Hlutfallið er 15 prósent í Bretlandi.“ Ali Express dvergur í samanburði Andrés rifjar upp þegar netverslunin Ali Express kom inn á markaðinn fyrir nokkrum árum. „Þeirra markaðsfé var hnetur samanborið við þetta,“ segir Andrés. Temu var áberandi í auglýsingum í kringum Super Bowl og ætlar sér greinilega stóra hluti á markaðnum. Fríverslunarsamningur er í gildi á milli Kína og Íslands sem felur í sér tollfrelsi milli landanna á vörum á borð við þær sem Temu selur. Samtök verslunar og þjónustu hafa komið að samningnum og mikilvægt að hafa í huga að samtökin tala með frjálsum viðskiptum. Falsað Legó „Það sem hræðir okkur, neikvæða hliðina á þessu, er sú sem Danir benda á. Það er mjög margt sem bendir til þess að þessar vörur sem fyrirtækið selur uppfylli ekki evrópskrar gæðareglur,“ segir Andrés. Hann vísar til merkinga og nefnir sem dæmi að tollurinn í Danmörku hafi gert stykkprufu á Legó frá viðkomandi aðila. Legó eru leikföng frá Danmörku. „Þeir tóku þrjátíu til fjörutíu sendingar og þær voru allar með fölsuðum merkingum,“ segir Andrés. Falsaðar svokallaðar CM merkingar, samevrópskar merkingar, varðandi efnainnihald og annað á Evrópumarkaði. Rannsóknarsetur verslunarinnar gerði samantekt á viðskiptum íslenskra neytenda við Kína fyrstu mánuði ársins. Engin breyting hafði orðið á milli ára fyrstu þrjá mánuði ársins. Svo dró til tíðinda í apríl. „Viðskipti tvöfaldast í apríl frá apríl 2023. Það er athyglisvert að það er fyrst í þessum mánuði (maí) sem þeir eru að herja á íslenska markaðinn,“ segir Andrés. Temu hefur lagt áherslu á auglýsingar á samfélagsmiðlum. Svo ódýrt að eftirlitið er ekkert Andrés talar enn fyrir frjálsum viðskiptum en minnir um leið á að allir eigi að spila eftir sömu reglum. Hann hefur áhyggjur af því að tollaeftirlit hér á landi sé ekki nægjanlega öflugt og erfitt fyrir Neytendastofu að hafa eftirlit með því að vörurnar sem fluttar eru hingað til lands frá Temu séu löglegar. Hann nefnir dæmi úr fortíðinni þar sem sending af fölsuðum Levis gallabuxum voru gerðar upptækar í Tollinum. Sömuleiðis dýr fölsuð húsgagnavörumerki. Vörurnar sem eru til sölu á Temu séu hins vegar ódýrari og fljóti því að líkindum að mestu eftirlitslaust inn í landið. „Þetta er svo ofsalegt magn sem flæðir inn og við höfum ástæðu til að ætla að Tollurinn hafi ekki afl í að fylgjast nægjanlega með þessu.“ Aldrei sést svo há tala Í apríl fóru 153 þúsund vörusendingar til íslenskra neytenda frá Kína. „Það hefur aldrei sést svona há tala,“ segir Andrés. Þetta sé um fjörutíu prósent af öllum vörum sem voru fluttar inn frá vefvöruverslunum. Þar er Boozt annar risi og í mikilli samkeppni við íslenska fataverslun. Andrés segir áhugavert að sjá hvernig þróunin verði næstu mánuði. Sérstaklega miðað við fjölda fólks í Danmörku og Bretlandi sem þegar hafi verslað við Temu. Ástæða sé til að staldra við og velta fyrir sér hvaða áhrif þessi risi muni hafa á viðskipti og verslun á þessum agnarsmáa markaði sem Ísland er. „Ef við yfirfærum á markaðinn sem Skandinavía er er gott að staldra við hvar við erum stödd í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Við hvetjum til aukinna alþjóðlegra viðskipta en á sama tíma er krafan sú að eftirlitsaðili tryggi að allir spili eftir sömu leikreglum.“ Þá sé mikilvægt að neytendur geti treyst því að þeir séu öruggir með að um sé að ræða vörur sem séu framleiddar við mannúðlegar aðstæður, sem Andrés segir vísbendingar um að sé ekki tilfellið hjá Temu, og hins vegar að varan uppfylli allar gæðakröfur. Kína Verslun Neytendur Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Samfélagsmiðlanotendur á Íslandi hafa margir hverjir orðið varir við auglýsingar Temu. Nýr netverslunarrisi frá Kína sem býður upp á alls konar vörur að því er virðist á hlægilega ódýru verði miðað við það sem gengur og gerist hér á landi. Framkvæmdastjóri Verslunar og þjónustu segist fylgjandi frjálsri samkeppni en mikilvægt sé að allir spili eftir sömu leikreglum. „Ég hafði ekki heyrt um þetta fyrr en um helgina,“ segir Andrés Magnússon sem fór um leið að kynna sér Temu. Hann segist hafa uppgötvað að innrás Temu á markaðinn hafi verið með fordæmalausum hraða. Fjórði hver Dani þegar keypt hjá Temu „Það hefur aldrei nokkurn tímann komið fyrirtæki inn á þennan alþjóðlega smásölumarkað með eins mikið markaðskapítal og þetta fyrirtæki. Þeir eru með þrjá milljarða Bandaríkjadala í markaðsfé. Þeir eru búnir að taka yfir leitarsíðurnar,“ segir Andrés. Andrés Magnússon er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.Vísir/Vilhelm Mikil umræða sé um Temu í Danmörku þar sem systursamtök Samtaka verslunar og þjónustu séu mjög upptekin af netverslunarrisanum. „Temu byrjaði að herja á danska markaðinn fyrir sjö til átta mánuðum. Nú þegar hafa 25 prósent Dana keypt af þeim. Hlutfallið er 15 prósent í Bretlandi.“ Ali Express dvergur í samanburði Andrés rifjar upp þegar netverslunin Ali Express kom inn á markaðinn fyrir nokkrum árum. „Þeirra markaðsfé var hnetur samanborið við þetta,“ segir Andrés. Temu var áberandi í auglýsingum í kringum Super Bowl og ætlar sér greinilega stóra hluti á markaðnum. Fríverslunarsamningur er í gildi á milli Kína og Íslands sem felur í sér tollfrelsi milli landanna á vörum á borð við þær sem Temu selur. Samtök verslunar og þjónustu hafa komið að samningnum og mikilvægt að hafa í huga að samtökin tala með frjálsum viðskiptum. Falsað Legó „Það sem hræðir okkur, neikvæða hliðina á þessu, er sú sem Danir benda á. Það er mjög margt sem bendir til þess að þessar vörur sem fyrirtækið selur uppfylli ekki evrópskrar gæðareglur,“ segir Andrés. Hann vísar til merkinga og nefnir sem dæmi að tollurinn í Danmörku hafi gert stykkprufu á Legó frá viðkomandi aðila. Legó eru leikföng frá Danmörku. „Þeir tóku þrjátíu til fjörutíu sendingar og þær voru allar með fölsuðum merkingum,“ segir Andrés. Falsaðar svokallaðar CM merkingar, samevrópskar merkingar, varðandi efnainnihald og annað á Evrópumarkaði. Rannsóknarsetur verslunarinnar gerði samantekt á viðskiptum íslenskra neytenda við Kína fyrstu mánuði ársins. Engin breyting hafði orðið á milli ára fyrstu þrjá mánuði ársins. Svo dró til tíðinda í apríl. „Viðskipti tvöfaldast í apríl frá apríl 2023. Það er athyglisvert að það er fyrst í þessum mánuði (maí) sem þeir eru að herja á íslenska markaðinn,“ segir Andrés. Temu hefur lagt áherslu á auglýsingar á samfélagsmiðlum. Svo ódýrt að eftirlitið er ekkert Andrés talar enn fyrir frjálsum viðskiptum en minnir um leið á að allir eigi að spila eftir sömu reglum. Hann hefur áhyggjur af því að tollaeftirlit hér á landi sé ekki nægjanlega öflugt og erfitt fyrir Neytendastofu að hafa eftirlit með því að vörurnar sem fluttar eru hingað til lands frá Temu séu löglegar. Hann nefnir dæmi úr fortíðinni þar sem sending af fölsuðum Levis gallabuxum voru gerðar upptækar í Tollinum. Sömuleiðis dýr fölsuð húsgagnavörumerki. Vörurnar sem eru til sölu á Temu séu hins vegar ódýrari og fljóti því að líkindum að mestu eftirlitslaust inn í landið. „Þetta er svo ofsalegt magn sem flæðir inn og við höfum ástæðu til að ætla að Tollurinn hafi ekki afl í að fylgjast nægjanlega með þessu.“ Aldrei sést svo há tala Í apríl fóru 153 þúsund vörusendingar til íslenskra neytenda frá Kína. „Það hefur aldrei sést svona há tala,“ segir Andrés. Þetta sé um fjörutíu prósent af öllum vörum sem voru fluttar inn frá vefvöruverslunum. Þar er Boozt annar risi og í mikilli samkeppni við íslenska fataverslun. Andrés segir áhugavert að sjá hvernig þróunin verði næstu mánuði. Sérstaklega miðað við fjölda fólks í Danmörku og Bretlandi sem þegar hafi verslað við Temu. Ástæða sé til að staldra við og velta fyrir sér hvaða áhrif þessi risi muni hafa á viðskipti og verslun á þessum agnarsmáa markaði sem Ísland er. „Ef við yfirfærum á markaðinn sem Skandinavía er er gott að staldra við hvar við erum stödd í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Við hvetjum til aukinna alþjóðlegra viðskipta en á sama tíma er krafan sú að eftirlitsaðili tryggi að allir spili eftir sömu leikreglum.“ Þá sé mikilvægt að neytendur geti treyst því að þeir séu öruggir með að um sé að ræða vörur sem séu framleiddar við mannúðlegar aðstæður, sem Andrés segir vísbendingar um að sé ekki tilfellið hjá Temu, og hins vegar að varan uppfylli allar gæðakröfur.
Kína Verslun Neytendur Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira