Segir enn svigrúm til að taka fram úr Katrínu Lovísa Arnardóttir skrifar 30. maí 2024 11:08 Ólafur segir umræður yfirleitt kurteisar á milli frambjóðenda. Það sama megi ekki segja um stuðningsmenn þeirra. Vísir/Vilhelm Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir kosningabaráttur hafa verið harkalegri en sú sem nú stendur yfir. Baráttan sé samt sem áður sú sem mest spennandi hafi verið allt frá því að Vigdís var kjörin forseti árið 1981. Katrín sé líklegust til að vinna en Halla Hrund, Halla Tómasdóttir og Baldur eigi öll enn sjens í sigur. „Síðan hafa forsetakosningar ekki verið mjög spennandi. Það hefur verið alveg skýrt að einn kandídatinn hefur verið með góða forystu. Það var bæði 1996 og 2016 til dæmis. En núna er munurinn mjög lítill,“ segir Ólafur sem fór yfir forsetakosningarnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Könnunum hafi ekki borið saman. Prósent hafi mælt Katrínu með lægra fylgi en Maskína og Gallup. Auk þess sjáist miklar hreyfingar frá einni könnun til þeirrar næstu. Munurinn virðist kerfisbundinn en ekki sé alveg vitað nægilega vel hvers vegna. Til að greina það sé til dæmis gagnlegt að skoða kosningaspá Baldurs Héðinssonar sem birt er á vef hans og í Heimildinni. Þar eru dregnar saman nýjustu kannanir og þær vegna og niðurstaða hans segi fólki hvað þær segja í heildina á litið. Nýjasta spá hans, frá 27. maí, bendi til þess að þetta hafi verið knappt. Katrín sé þar með um 24 prósent og svo komi þrjú á eftir með 18 til 19 prósent. Halla Hrund, Halla Tómasdóttir og Baldur. Jón Gnarr komi svo með um ellefu prósent og Arnar Þór með um fimm prósent. Rest sé samanlagt með um 2,7 prósent. Stór hluti kjósenda ákveði sig seint Ólafur segir þetta samt allt geta breyst því mjög stór hluti kjósenda ákveði sig mjög seint. Þeir segi í könnun hvern sé líklegast að þau kjósi en séu ekki raunverulega búin að ákveða sig. „Í kosningum 2016 sögðust 25 prósent hafa ákveðið sig á kjördag eða rétt fyrir kjördag,“ segir Ólafur og að í síðustu Alþingiskosningum, 2021, hafi um helmingur kjósenda ákveðið sig í vikunni fyrir kjördag og fjórðungur á kjördag. Ólafur segir marga þætti hafa áhrif á það hvernig fólk velur sér flokka eða frambjóðendur. Þar skipti mestu máli samt málefnin. Sé fólk að kjósa flokka og þrír flokkar séu með svipuð málefni þá fari aðrir þættir að skipta máli. „Við vitum miklu minna um það hvað á endanum ræður vali á milli einstaklinga í forsetakosningum. En við vitum þó, og við höfum til dæmis rannsóknir á því af hverju Ólafur Ragnar var kosinn 1996. Við skoðuðum það eftir kosningarnar þá,“ segir Ólafur. En hann varð forseti þá með um 42 prósent atkvæða. Stuðningsmennirnir ekki eins kurteisir Ólafur Ragnar hafi haft fortíð í stjórnmálum og verið mikill vígamaður í þeim. Ekki ósvipað Katrínu. Niðurstaða könnunar hafi sýnt að kjósendum líkaði það illa. Þau hafi því ekki kosið hann vegna fortíðar hans í pólitík, heldur vegna persónueinkenna hans og hafi litið svo á að hann yrði einskonar „súper sendiherra“ og góður talsmaður þjóðarinnar. Þessi einkenni hafi vegið miklu meira en fortíð hans hjá þeim meirihluta sem kaus hann. „Þá vitum við að það voru hæfnisþættirnir sem skiptu miklu meira máli,“ segir Ólafur. Hann segir þessa stöðu nú aftur komna upp. Katrín Jakobsdóttir eigi sér mjög nýlega fortíð í stjórnmálum og vinstrimönnum líki það mörgum afar illa að hún hafi farið í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. „Það er hennar pólitíska farteski sem er neikvætt gagnvart þessum hóp. Ekki endilega gagnvart öllum.“ Ólafur segir í þessum samanburði það áhugavert að Katrín hefur sömu persónueinkenni og Ólafur hafði en pólitísk fortíð hennar virðist henni miklu meiri fjötur um fót en hún reyndist Ólafi á sínum tíma. „Hversu mikið þetta vegur er alveg ómögulegt að segja. Ég held að úrslitin núna séu enn þá, þó að sé kosið á laugardag, enn þá fullkomlega óráðin.“ Samkvæmt spá Baldurs Héðinssonar sé Katrín þó líklegust til að vinna. Halla T mögulega líklegust Ólafur segir Höllu Tómasdóttur, Höllu Hrund og Baldur á sama tíma enn eiga góðan möguleika á að fara upp og skera sig frá hinum og jafnvel fara upp fyrir Katrínu. Erfitt sé að segja hvert þeirra sé líklegast til að gera það. Sumt mæli með því að Halla Tómasdóttir sé sú sem líklegust er. Hún hafi alla kosningabaráttunni verið á uppleið og ef það haldi áfram gæti hún verið líklegust til að nálgast Katrínu og fara fram úr henni. Guðni Th. Jóhannesson forseti sagði í viðtali við RÚV í gær að kosningabaráttan hafi verið harkalegri áður. Ólafur tekur undir þetta. Umræðurnar séu kurteisar á milli frambjóðenda og það sé undantekning séu þeir það ekki. Ólafur Ragnar hafi til dæmis verið harkalegur við Þóru Arnórsdóttur en árásinni hafi frekar verið beint að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur en Þóru. Svo hafi Davíð Oddsson hjólað harkalega í Guðna. Baldur og Halla Hrund gætu tekið fram úr Katrínu að mati Ólafs. Hér eru þau í kappræðum þann 16. maí á Stöð 2. Aðrar slíkar kappræður fara fram í kvöld.Vísir/Vilhelm „Yfirleitt hafa umræður frambjóðendanna hafa verið kurteisislegar en það sama verður ekki sagt um stuðningsmennina,“ segir Ólafur og að í öllum hafi verið svakalegar gróusögur og mikil illmælgi meðal stuðningsmanna um aðra frambjóðendur. Slíkt megi sjá á samfélagsmiðlum í dag en hafi áður verið á kaffistofum. Á samfélagsmiðlum sé slík umræða meira áberandi. Ólafur segir Katrínu hafa lent í þessu nokkuð mikið í baráttunni. Fólk sé ekki að vanmeta hæfni hennar eða mannkosti heldur sé það reitt við hana að hafa farið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Það sé eðlilegt að sumum vinstri mönnum hafi líkað það illa. Svo séu einhverjir sem það eigi ekki við að fara beint úr forsætisráðherrastól í forsetastól. Ólafur telur þó líklegra að fyrri skýringin skipti meiru í þessari umræðu. Í þessu samhengi nefnir Ólafur þó tíðan samanburð við aðrar þjóðir þar sem forsætisráðherra hafi farið í forsetaframboð. Þar hafi sá frambjóðandi farið fram fyrir sinn flokk í pólitískum kosningum til forseta. Á Íslandi hafi stjórnmálaflokkarnir slitið sig frá forsetakosningunum árið 1952. Enn geti staðan breyst Þrjár kappræður eru eftir auk þess sem það á eftir að birta niðurstöður fjögurra kannana. Ólafur segir að þegar þær hafi verið birtar fáist betri mynd af stöðunni og hvort eitthvað hafi breyst. Hvort einhver einn hafi tekið forystu gegn Katrínu. Þetta geti allt haft áhrif á niðurstöðu kosninganna, sem og kappræðurnar. Hann segir að í fræðunum skipti kappræður ekki miklu máli en þær geti þó gert það ef einhver til dæmis brillerar alveg. „Það er mjög spennandi að sjá hvernig þeim gengur í þessum kappræðum.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Ólaf í heild sinni hér að ofan. Forsetakosningar 2024 Bítið Tengdar fréttir Fyrstu atkvæðakassarnir opnaðir í Ráðhúsinu „Þetta fer allt vel að lokum,“ segir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík sem tók við fyrstu utankjörfundaratkvæðunum til flokkunar í Ráðhúsinu í morgun. Nú þegar þrír dagar eru til kosninga er kjörsókn töluvert lakari en í síðustu forsetakosningum. 29. maí 2024 20:01 Ríkisútvarpið í klemmu vegna kröfugerðar Krafa níu af tólf forsetaframbjóðendum hafa sett Ríkisútvarpið í klemmu. Stofnunin hefur sent frambjóðendunum bréf þar sem reynt er að milda þeirra grama geð. 29. maí 2024 16:36 Menningarelítan klofin og tekst á um ... elítur Baráttan um Bessastaði hefur harðnað svo um munar á síðustu dögum. Einkum eru það andstæðingar Katrínar Jakobsdóttur sem ekki mega til þess hugsa að hún hoppi eins auðveldlega og skoðanakannanir gefa til kynna úr stóli forsætisráðherra yfir í að verða sjálfur forseti Íslands. 29. maí 2024 13:21 Fyrstu atkvæðin komin til flokkunar í Ráðhúsinu Flokkun á um tuttugu og fimm þúsund utankjörfundaratkvæðum eftir kjördeildum hófst í Ráðhúsinu í Reykjavík í morgun að viðstöddum umboðsmönnum frambjóðenda. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir um sjö hundruð manns koma að kosningunum í borginni. 29. maí 2024 12:20 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
„Síðan hafa forsetakosningar ekki verið mjög spennandi. Það hefur verið alveg skýrt að einn kandídatinn hefur verið með góða forystu. Það var bæði 1996 og 2016 til dæmis. En núna er munurinn mjög lítill,“ segir Ólafur sem fór yfir forsetakosningarnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Könnunum hafi ekki borið saman. Prósent hafi mælt Katrínu með lægra fylgi en Maskína og Gallup. Auk þess sjáist miklar hreyfingar frá einni könnun til þeirrar næstu. Munurinn virðist kerfisbundinn en ekki sé alveg vitað nægilega vel hvers vegna. Til að greina það sé til dæmis gagnlegt að skoða kosningaspá Baldurs Héðinssonar sem birt er á vef hans og í Heimildinni. Þar eru dregnar saman nýjustu kannanir og þær vegna og niðurstaða hans segi fólki hvað þær segja í heildina á litið. Nýjasta spá hans, frá 27. maí, bendi til þess að þetta hafi verið knappt. Katrín sé þar með um 24 prósent og svo komi þrjú á eftir með 18 til 19 prósent. Halla Hrund, Halla Tómasdóttir og Baldur. Jón Gnarr komi svo með um ellefu prósent og Arnar Þór með um fimm prósent. Rest sé samanlagt með um 2,7 prósent. Stór hluti kjósenda ákveði sig seint Ólafur segir þetta samt allt geta breyst því mjög stór hluti kjósenda ákveði sig mjög seint. Þeir segi í könnun hvern sé líklegast að þau kjósi en séu ekki raunverulega búin að ákveða sig. „Í kosningum 2016 sögðust 25 prósent hafa ákveðið sig á kjördag eða rétt fyrir kjördag,“ segir Ólafur og að í síðustu Alþingiskosningum, 2021, hafi um helmingur kjósenda ákveðið sig í vikunni fyrir kjördag og fjórðungur á kjördag. Ólafur segir marga þætti hafa áhrif á það hvernig fólk velur sér flokka eða frambjóðendur. Þar skipti mestu máli samt málefnin. Sé fólk að kjósa flokka og þrír flokkar séu með svipuð málefni þá fari aðrir þættir að skipta máli. „Við vitum miklu minna um það hvað á endanum ræður vali á milli einstaklinga í forsetakosningum. En við vitum þó, og við höfum til dæmis rannsóknir á því af hverju Ólafur Ragnar var kosinn 1996. Við skoðuðum það eftir kosningarnar þá,“ segir Ólafur. En hann varð forseti þá með um 42 prósent atkvæða. Stuðningsmennirnir ekki eins kurteisir Ólafur Ragnar hafi haft fortíð í stjórnmálum og verið mikill vígamaður í þeim. Ekki ósvipað Katrínu. Niðurstaða könnunar hafi sýnt að kjósendum líkaði það illa. Þau hafi því ekki kosið hann vegna fortíðar hans í pólitík, heldur vegna persónueinkenna hans og hafi litið svo á að hann yrði einskonar „súper sendiherra“ og góður talsmaður þjóðarinnar. Þessi einkenni hafi vegið miklu meira en fortíð hans hjá þeim meirihluta sem kaus hann. „Þá vitum við að það voru hæfnisþættirnir sem skiptu miklu meira máli,“ segir Ólafur. Hann segir þessa stöðu nú aftur komna upp. Katrín Jakobsdóttir eigi sér mjög nýlega fortíð í stjórnmálum og vinstrimönnum líki það mörgum afar illa að hún hafi farið í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. „Það er hennar pólitíska farteski sem er neikvætt gagnvart þessum hóp. Ekki endilega gagnvart öllum.“ Ólafur segir í þessum samanburði það áhugavert að Katrín hefur sömu persónueinkenni og Ólafur hafði en pólitísk fortíð hennar virðist henni miklu meiri fjötur um fót en hún reyndist Ólafi á sínum tíma. „Hversu mikið þetta vegur er alveg ómögulegt að segja. Ég held að úrslitin núna séu enn þá, þó að sé kosið á laugardag, enn þá fullkomlega óráðin.“ Samkvæmt spá Baldurs Héðinssonar sé Katrín þó líklegust til að vinna. Halla T mögulega líklegust Ólafur segir Höllu Tómasdóttur, Höllu Hrund og Baldur á sama tíma enn eiga góðan möguleika á að fara upp og skera sig frá hinum og jafnvel fara upp fyrir Katrínu. Erfitt sé að segja hvert þeirra sé líklegast til að gera það. Sumt mæli með því að Halla Tómasdóttir sé sú sem líklegust er. Hún hafi alla kosningabaráttunni verið á uppleið og ef það haldi áfram gæti hún verið líklegust til að nálgast Katrínu og fara fram úr henni. Guðni Th. Jóhannesson forseti sagði í viðtali við RÚV í gær að kosningabaráttan hafi verið harkalegri áður. Ólafur tekur undir þetta. Umræðurnar séu kurteisar á milli frambjóðenda og það sé undantekning séu þeir það ekki. Ólafur Ragnar hafi til dæmis verið harkalegur við Þóru Arnórsdóttur en árásinni hafi frekar verið beint að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur en Þóru. Svo hafi Davíð Oddsson hjólað harkalega í Guðna. Baldur og Halla Hrund gætu tekið fram úr Katrínu að mati Ólafs. Hér eru þau í kappræðum þann 16. maí á Stöð 2. Aðrar slíkar kappræður fara fram í kvöld.Vísir/Vilhelm „Yfirleitt hafa umræður frambjóðendanna hafa verið kurteisislegar en það sama verður ekki sagt um stuðningsmennina,“ segir Ólafur og að í öllum hafi verið svakalegar gróusögur og mikil illmælgi meðal stuðningsmanna um aðra frambjóðendur. Slíkt megi sjá á samfélagsmiðlum í dag en hafi áður verið á kaffistofum. Á samfélagsmiðlum sé slík umræða meira áberandi. Ólafur segir Katrínu hafa lent í þessu nokkuð mikið í baráttunni. Fólk sé ekki að vanmeta hæfni hennar eða mannkosti heldur sé það reitt við hana að hafa farið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Það sé eðlilegt að sumum vinstri mönnum hafi líkað það illa. Svo séu einhverjir sem það eigi ekki við að fara beint úr forsætisráðherrastól í forsetastól. Ólafur telur þó líklegra að fyrri skýringin skipti meiru í þessari umræðu. Í þessu samhengi nefnir Ólafur þó tíðan samanburð við aðrar þjóðir þar sem forsætisráðherra hafi farið í forsetaframboð. Þar hafi sá frambjóðandi farið fram fyrir sinn flokk í pólitískum kosningum til forseta. Á Íslandi hafi stjórnmálaflokkarnir slitið sig frá forsetakosningunum árið 1952. Enn geti staðan breyst Þrjár kappræður eru eftir auk þess sem það á eftir að birta niðurstöður fjögurra kannana. Ólafur segir að þegar þær hafi verið birtar fáist betri mynd af stöðunni og hvort eitthvað hafi breyst. Hvort einhver einn hafi tekið forystu gegn Katrínu. Þetta geti allt haft áhrif á niðurstöðu kosninganna, sem og kappræðurnar. Hann segir að í fræðunum skipti kappræður ekki miklu máli en þær geti þó gert það ef einhver til dæmis brillerar alveg. „Það er mjög spennandi að sjá hvernig þeim gengur í þessum kappræðum.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Ólaf í heild sinni hér að ofan.
Forsetakosningar 2024 Bítið Tengdar fréttir Fyrstu atkvæðakassarnir opnaðir í Ráðhúsinu „Þetta fer allt vel að lokum,“ segir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík sem tók við fyrstu utankjörfundaratkvæðunum til flokkunar í Ráðhúsinu í morgun. Nú þegar þrír dagar eru til kosninga er kjörsókn töluvert lakari en í síðustu forsetakosningum. 29. maí 2024 20:01 Ríkisútvarpið í klemmu vegna kröfugerðar Krafa níu af tólf forsetaframbjóðendum hafa sett Ríkisútvarpið í klemmu. Stofnunin hefur sent frambjóðendunum bréf þar sem reynt er að milda þeirra grama geð. 29. maí 2024 16:36 Menningarelítan klofin og tekst á um ... elítur Baráttan um Bessastaði hefur harðnað svo um munar á síðustu dögum. Einkum eru það andstæðingar Katrínar Jakobsdóttur sem ekki mega til þess hugsa að hún hoppi eins auðveldlega og skoðanakannanir gefa til kynna úr stóli forsætisráðherra yfir í að verða sjálfur forseti Íslands. 29. maí 2024 13:21 Fyrstu atkvæðin komin til flokkunar í Ráðhúsinu Flokkun á um tuttugu og fimm þúsund utankjörfundaratkvæðum eftir kjördeildum hófst í Ráðhúsinu í Reykjavík í morgun að viðstöddum umboðsmönnum frambjóðenda. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir um sjö hundruð manns koma að kosningunum í borginni. 29. maí 2024 12:20 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Fyrstu atkvæðakassarnir opnaðir í Ráðhúsinu „Þetta fer allt vel að lokum,“ segir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík sem tók við fyrstu utankjörfundaratkvæðunum til flokkunar í Ráðhúsinu í morgun. Nú þegar þrír dagar eru til kosninga er kjörsókn töluvert lakari en í síðustu forsetakosningum. 29. maí 2024 20:01
Ríkisútvarpið í klemmu vegna kröfugerðar Krafa níu af tólf forsetaframbjóðendum hafa sett Ríkisútvarpið í klemmu. Stofnunin hefur sent frambjóðendunum bréf þar sem reynt er að milda þeirra grama geð. 29. maí 2024 16:36
Menningarelítan klofin og tekst á um ... elítur Baráttan um Bessastaði hefur harðnað svo um munar á síðustu dögum. Einkum eru það andstæðingar Katrínar Jakobsdóttur sem ekki mega til þess hugsa að hún hoppi eins auðveldlega og skoðanakannanir gefa til kynna úr stóli forsætisráðherra yfir í að verða sjálfur forseti Íslands. 29. maí 2024 13:21
Fyrstu atkvæðin komin til flokkunar í Ráðhúsinu Flokkun á um tuttugu og fimm þúsund utankjörfundaratkvæðum eftir kjördeildum hófst í Ráðhúsinu í Reykjavík í morgun að viðstöddum umboðsmönnum frambjóðenda. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir um sjö hundruð manns koma að kosningunum í borginni. 29. maí 2024 12:20