Innlent

Ó­líkar sviðs­myndir í skoðana­könnunum og eld­gos á Reykja­nesi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Dregið hefur verulega úr virkni eldgossins við Sundhnúksgígaröðina í dag. Formaður bæjarráðs Grindavíkur segir mun betur hafa farið en útlit var fyrir í gær. Kristján Már Unnarsson verður í beinni útsendingu frá gosstöðvunum í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá hafa þrjár fylgiskannanir verið birtar í dag. Katrín Jakobsdóttir leiðir með miklu öryggi samkvæmt könnun Félagsvísindastofnun en Halla Tómasdóttir er hins vegar rétt yfir Katrínu í könnun Prósents. Í könnun Maskínu eru þær hnífjafnar. Við fáum sérfræðing í settið til að rýna stöðuna.

Fasteignamat hækkar mun minna á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni því íbúðir hafa hækkað hlutfallslega meira út á landi. Mest er hækkun á Vestfjörðum eða ellefu prósent.

Svo koma efstu sex forsetaframbjóðendurnir í kappræður strax að loknum fréttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×