Í þessum seinni hluta viðtalsins fengu frambjóðendur það verkefni að segja nýkjörnum forsætisráðherra Bretlands frá kvótakerfinu og ólíkum sjónarmiðum í þeim efnum á ensku. Frambjóðendum gekk mis vel og ákvað einn að tala við forsætisráðherrann á íslensku.
Þá voru umsækjendur um forsetaembættið settir í hraðaspurningar um vinnustaðinn Ísland.
Hvaða biskup var hálshöggvinn í Skálholti 1550? Hvað heitir aðalpersónan í Englum alheimsins? Eru egg í Gunnars majónesi?