Sala á Landsvirkjun líkleg þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ekki áhuga Jón Þór Stefánsson skrifar 30. maí 2024 20:00 Ummæli Höllu Hrundar Logadóttur um mögulega sölu á Landsvirkjun hafa vakið athygli. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi telur líklegt að möguleg sala ríkisins á Landsvirkjun muni koma á borð næsta forseta jafnvel þó núverandi ríkisstjórn kannist ekki við að það standi til. Þetta kom fram í forsetakappræðum Stöðvar 2 rétt í þessu, en þar var Halla Hrund spurð út í ummæli sem hún lét falla í viðtali hjá Vísi á dögunum. „Það er mikil krafa á sölu á Landsvirkjun sem ég tel að muni koma inn á borð næsta forseta,“ sagði Halla í umræddu viðtali, en síðan hefur komið fram að ríkisstjórnin hafi þetta ekki í hyggju. Aðspurð út í það í kappræðunum sagði Halla að þó þetta mál sé ekki á borði núverandi ríkisstjórnar þá telji hún líklegt að það muni koma á næstu árum. Hún sagði að sér þætti mjög líklegt að einhver þeirra sem væru í kappræðunum yrði á Bessastöðum næstu tíu árin og að hennar mati myndi sala á Landsvirkjun koma á borð forseta á þeim tíma. „Málið er það að þetta mál hefur komið ítrekað upp í umræðunni,“ sagði Halla og minntist á þetta hafi meðal annars verið lagt til í kjölfar efnahagshrunsins. „Þetta er akkúrat dæmi um mál þar sem regluverkið okkar er að setja meiri pressu á sölu á Landsvirkjun. Ég skal segja þér af hverju: Þetta er stórt fyrirtæki á markaði, og vegna samkeppnishæfni er verið að setja pressu á að minnka slík fyrirtæki. Þannig það er alveg ljóst að þó að þessi ríkisstjórn sé ekki að fjalla um málið þá hefur það ítrekað komið upp síðasta áratug, og það er líklegt til að koma upp í samhengi við Evrópulöggjöf næsta áratug,“ sagði Halla Hrund. „Við skulum alveg hafa það á hreinu að við sem erum hér við munum líklega, eitthvert okkar, sitja sem forseti á næstu tíu árum. Það er þess vegna sem að þetta mál er líklegt til að koma upp á þeim tíma.“ Halla Hrund segir að um sé að ræða mál sem skipti „framtíðarkynslóðir öllu máli.“ Kappræðurnar má sjá hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2024 Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Þetta kom fram í forsetakappræðum Stöðvar 2 rétt í þessu, en þar var Halla Hrund spurð út í ummæli sem hún lét falla í viðtali hjá Vísi á dögunum. „Það er mikil krafa á sölu á Landsvirkjun sem ég tel að muni koma inn á borð næsta forseta,“ sagði Halla í umræddu viðtali, en síðan hefur komið fram að ríkisstjórnin hafi þetta ekki í hyggju. Aðspurð út í það í kappræðunum sagði Halla að þó þetta mál sé ekki á borði núverandi ríkisstjórnar þá telji hún líklegt að það muni koma á næstu árum. Hún sagði að sér þætti mjög líklegt að einhver þeirra sem væru í kappræðunum yrði á Bessastöðum næstu tíu árin og að hennar mati myndi sala á Landsvirkjun koma á borð forseta á þeim tíma. „Málið er það að þetta mál hefur komið ítrekað upp í umræðunni,“ sagði Halla og minntist á þetta hafi meðal annars verið lagt til í kjölfar efnahagshrunsins. „Þetta er akkúrat dæmi um mál þar sem regluverkið okkar er að setja meiri pressu á sölu á Landsvirkjun. Ég skal segja þér af hverju: Þetta er stórt fyrirtæki á markaði, og vegna samkeppnishæfni er verið að setja pressu á að minnka slík fyrirtæki. Þannig það er alveg ljóst að þó að þessi ríkisstjórn sé ekki að fjalla um málið þá hefur það ítrekað komið upp síðasta áratug, og það er líklegt til að koma upp í samhengi við Evrópulöggjöf næsta áratug,“ sagði Halla Hrund. „Við skulum alveg hafa það á hreinu að við sem erum hér við munum líklega, eitthvert okkar, sitja sem forseti á næstu tíu árum. Það er þess vegna sem að þetta mál er líklegt til að koma upp á þeim tíma.“ Halla Hrund segir að um sé að ræða mál sem skipti „framtíðarkynslóðir öllu máli.“ Kappræðurnar má sjá hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2024 Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira