Freyr þakklátari fyrir ótrúlegustu hluti: „Búið að vera erfitt“ Aron Guðmundsson skrifar 1. júní 2024 08:45 Freyr Alexandersson, þjálfari knattspyrnuliðs Kortrijk með fjölskyldu sinni. Eiginkonu sinni Erlu Súsönnu Þórisdóttur og þremur börnum. Freyr tók við krefjandi starfi í Belgíu er hann var keyptur til Kortrijk frá danska liðinu Lyngby í upphafi árs. Fjölskyldan varð eftir í Danmörku og söknuðurinn hefur verið ríkjandi hjá þeim góða þjálfara og fjölskyldumanni sem Freyr er. Aðsend mynd Fjarri fjölskyldu sinni vann knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson mikið afrek í Belgíu með liði KV Kortrijk. Það var reynsla sem kenndi honum mikið um sjálfan sig en Freyr segir þó að hefði honum ekki tekist ætlunarverk sitt, þá hefði það orðið honum mjög erfitt að horfast í augu við það sökum þess hversu mikið hann hefur verið í burtu frá fjölskyldu sinni. Freyr vann mikið þrekvirki með Kortrijk á nýafstöðnu tímabili. Hann tók við þjálfun liðsins þar sem það var í nær ómögulegri stöðu á botni deildarinnar og fall úr belgísku úrvalsdeildinni tókst við. Á ótrlúlegan hátt náði Freyr þó að blása lífi í daufa blöðru Kortrijk sem bjargaði sér frá falli með sigri í framlengdum leik gegn Lommel á dögunum. Freyr Alexandersson hefur náð frábærum árangri í starfi og unnið mikið þrekvirki með bæði danska liðinu Lyngby sem og belgíska liðinu KV KortrijkIsosport/Getty Images Starfið vann hann fjarri fjölskyldu sinni sem varð eftir í Danmörku þegar að Freyr hélt yfir til Belgíu. Frá Danaveldi var hann sóttur til þess að vinna kraftaverk. „Það er búið að vera erfitt,“ segir Freyr aðspurður hvernig það hafi verið fyrir hann að vera svona mikið fjarri fjölskyldu sinni. „Ég veit ekki hvort að allir séu svona en ég á allavegana mjög erfitt með að vera svona lengi frá fjölskyldunni minni. Ég vil bara geta verið til staðar fyrir hana. Hjálpað og þarf bara á þeim að halda líkt og þau þurfa á mér að halda. Ef mér hefði ekki tekist ætlunarverkið með Kortrijk, þá hefði ég átt mjög erfitt að höndla það sökum þess hversu mikið ég hef verið í burtu frá fjölskyldunni minni. Það er þó búið að vera mjög gaman hjá okkur þegar að þau koma í heimsókn. Við höfum átt góðar stundir. En það sé líka annað sem gerist þegar að maður er svona mikið fjarri fjölskyldunni sinni. Freyr og fjölskylda á góðri stundu í DanmörkuAðsend mynd „Maður fer allt í einu að vera þakklátari fyrir ótrúlegustu hluti. Ég hlakka til að fara aftur til Danmerkur, þar sem að fjölskyldan mín er, og fara aftur í það að elda mat á kvöldin fyrir þau. Ég hlakka til að fara í göngutúr í skóginum með börnunum mínum og konunni minni. Drekka kaffibolla á ný með konunni minni á morgnanna. Hlutir sem maður er ekkert að pæla í fyrr en að maður áttar sig á ótrúlegum smáatriðum sem við, manneskjurnar, gleymum í hversdagsleikanum að vera þakklát fyrir. Ég er búinn að læra ótrúlega mikið um sjálfan mig þessa undanfarna mánuði hér í Belgíu. Ég tek marga góða hluti út úr söknuðinum og ætla að nýta mér þá góðu hluti sem felast í því að þroskast sem manneskja.“ Belgíski boltinn Danski boltinn Tengdar fréttir „Ég er ekki kraftaverkamaður“ „Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson sem vann mikið afrek með liði Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Afrek sem gerir Frey að afar eftirsóttum þjálfara og á hann mikilvægan fund í dag með stjórn félagsins. Freyr segist ekki vera kraftaverkamaður eins og margir halda fram. 28. maí 2024 08:00 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
Freyr vann mikið þrekvirki með Kortrijk á nýafstöðnu tímabili. Hann tók við þjálfun liðsins þar sem það var í nær ómögulegri stöðu á botni deildarinnar og fall úr belgísku úrvalsdeildinni tókst við. Á ótrlúlegan hátt náði Freyr þó að blása lífi í daufa blöðru Kortrijk sem bjargaði sér frá falli með sigri í framlengdum leik gegn Lommel á dögunum. Freyr Alexandersson hefur náð frábærum árangri í starfi og unnið mikið þrekvirki með bæði danska liðinu Lyngby sem og belgíska liðinu KV KortrijkIsosport/Getty Images Starfið vann hann fjarri fjölskyldu sinni sem varð eftir í Danmörku þegar að Freyr hélt yfir til Belgíu. Frá Danaveldi var hann sóttur til þess að vinna kraftaverk. „Það er búið að vera erfitt,“ segir Freyr aðspurður hvernig það hafi verið fyrir hann að vera svona mikið fjarri fjölskyldu sinni. „Ég veit ekki hvort að allir séu svona en ég á allavegana mjög erfitt með að vera svona lengi frá fjölskyldunni minni. Ég vil bara geta verið til staðar fyrir hana. Hjálpað og þarf bara á þeim að halda líkt og þau þurfa á mér að halda. Ef mér hefði ekki tekist ætlunarverkið með Kortrijk, þá hefði ég átt mjög erfitt að höndla það sökum þess hversu mikið ég hef verið í burtu frá fjölskyldunni minni. Það er þó búið að vera mjög gaman hjá okkur þegar að þau koma í heimsókn. Við höfum átt góðar stundir. En það sé líka annað sem gerist þegar að maður er svona mikið fjarri fjölskyldunni sinni. Freyr og fjölskylda á góðri stundu í DanmörkuAðsend mynd „Maður fer allt í einu að vera þakklátari fyrir ótrúlegustu hluti. Ég hlakka til að fara aftur til Danmerkur, þar sem að fjölskyldan mín er, og fara aftur í það að elda mat á kvöldin fyrir þau. Ég hlakka til að fara í göngutúr í skóginum með börnunum mínum og konunni minni. Drekka kaffibolla á ný með konunni minni á morgnanna. Hlutir sem maður er ekkert að pæla í fyrr en að maður áttar sig á ótrúlegum smáatriðum sem við, manneskjurnar, gleymum í hversdagsleikanum að vera þakklát fyrir. Ég er búinn að læra ótrúlega mikið um sjálfan mig þessa undanfarna mánuði hér í Belgíu. Ég tek marga góða hluti út úr söknuðinum og ætla að nýta mér þá góðu hluti sem felast í því að þroskast sem manneskja.“
Belgíski boltinn Danski boltinn Tengdar fréttir „Ég er ekki kraftaverkamaður“ „Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson sem vann mikið afrek með liði Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Afrek sem gerir Frey að afar eftirsóttum þjálfara og á hann mikilvægan fund í dag með stjórn félagsins. Freyr segist ekki vera kraftaverkamaður eins og margir halda fram. 28. maí 2024 08:00 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
„Ég er ekki kraftaverkamaður“ „Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson sem vann mikið afrek með liði Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Afrek sem gerir Frey að afar eftirsóttum þjálfara og á hann mikilvægan fund í dag með stjórn félagsins. Freyr segist ekki vera kraftaverkamaður eins og margir halda fram. 28. maí 2024 08:00