Cristiano Ronaldo grét eftir tap í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2024 11:30 Cristiano Ronaldo átti mjög erfitt með sætta sig við tap Al-Nassr í bikarúrslitaleiknum. Getty/Elie Hokayem Cristiano Ronaldo sat grátandi á varamannbekknum eftir að Al Nassr tapaði sádi-arabíska bikarúrslitaleiknum í gær. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni þar sem Al Hilal hafði betur 5-4. Sjálfum leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Ronaldo féll í grasið í leikslok og virtist hreinlega vera alveg óhuggandi. Þetta tap þýðir að hann vinnur engan titil á þessu tímabili. Þrátt fyrir að hafa unnið fjölda titla á ferlinum, þar á meðal Meistaradeildina fimm sinnum, þá var eins og Ronaldo væri að missa af stærsta titli ferilsins, slík voru vonbrigðin. In every high and every low, we stand with you @Cristiano. pic.twitter.com/xbolcqsGIH— TCR. (@TeamCRonaldo) June 1, 2024 Al Nassr endaði einnig í öðru sæti í deildinni en þar setti hinn 39 ára gamli Ronaldo markamet með því að skora 35 mörk. Ronaldo náði ekki að skora í leiknum. Aleksandar Mitrovic skoraði mark Al Hilal en Aiman Yahya jafnaði fyrir Al Nassr. Þrjú rauð spjöld fóru á loft. David Ospina hjá Al Nassr fékk rautt en þeir Ali Al-Bulayhi og Kalidou Koulibaly hjá Al Hilal voru líka sendir snemma í sturtu. Yassine Bounou, markvörður Al Hilal, var hetjan í vítakeppninni, því hann varði tvær síðustu vítaspyrnur leikmanna Al Nassr. Ronaldo tók aðra spyrnu síns liðs og skoraði. Al Hilal vinnur því tvöfalt á leiktíðinni þrátt fyrir að missa brasilísku stórstjörnina Neymar í krossbandsslit fyrir tímabilið. Hann missti af allri leiktíðinni. Neymar var meðal áhorfenda í gær. Cristiano Ronaldo est INCONSOLABLE après la défaite aux tirs au but d'Al Nassr face à Al Hilal en finale de Coupe du roi des champions 🥺#AlHilalAlNassr pic.twitter.com/xLozSBYr9T— CANAL+ Foot (@CanalplusFoot) May 31, 2024 Sádiarabíski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Sjá meira
Leikurinn fór alla leið í vítakeppni þar sem Al Hilal hafði betur 5-4. Sjálfum leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Ronaldo féll í grasið í leikslok og virtist hreinlega vera alveg óhuggandi. Þetta tap þýðir að hann vinnur engan titil á þessu tímabili. Þrátt fyrir að hafa unnið fjölda titla á ferlinum, þar á meðal Meistaradeildina fimm sinnum, þá var eins og Ronaldo væri að missa af stærsta titli ferilsins, slík voru vonbrigðin. In every high and every low, we stand with you @Cristiano. pic.twitter.com/xbolcqsGIH— TCR. (@TeamCRonaldo) June 1, 2024 Al Nassr endaði einnig í öðru sæti í deildinni en þar setti hinn 39 ára gamli Ronaldo markamet með því að skora 35 mörk. Ronaldo náði ekki að skora í leiknum. Aleksandar Mitrovic skoraði mark Al Hilal en Aiman Yahya jafnaði fyrir Al Nassr. Þrjú rauð spjöld fóru á loft. David Ospina hjá Al Nassr fékk rautt en þeir Ali Al-Bulayhi og Kalidou Koulibaly hjá Al Hilal voru líka sendir snemma í sturtu. Yassine Bounou, markvörður Al Hilal, var hetjan í vítakeppninni, því hann varði tvær síðustu vítaspyrnur leikmanna Al Nassr. Ronaldo tók aðra spyrnu síns liðs og skoraði. Al Hilal vinnur því tvöfalt á leiktíðinni þrátt fyrir að missa brasilísku stórstjörnina Neymar í krossbandsslit fyrir tímabilið. Hann missti af allri leiktíðinni. Neymar var meðal áhorfenda í gær. Cristiano Ronaldo est INCONSOLABLE après la défaite aux tirs au but d'Al Nassr face à Al Hilal en finale de Coupe du roi des champions 🥺#AlHilalAlNassr pic.twitter.com/xLozSBYr9T— CANAL+ Foot (@CanalplusFoot) May 31, 2024
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Sjá meira