Leikurinn fór alla leið í vítakeppni þar sem Al Hilal hafði betur 5-4. Sjálfum leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
Ronaldo féll í grasið í leikslok og virtist hreinlega vera alveg óhuggandi. Þetta tap þýðir að hann vinnur engan titil á þessu tímabili.
Þrátt fyrir að hafa unnið fjölda titla á ferlinum, þar á meðal Meistaradeildina fimm sinnum, þá var eins og Ronaldo væri að missa af stærsta titli ferilsins, slík voru vonbrigðin.
In every high and every low, we stand with you @Cristiano. pic.twitter.com/xbolcqsGIH
— TCR. (@TeamCRonaldo) June 1, 2024
Al Nassr endaði einnig í öðru sæti í deildinni en þar setti hinn 39 ára gamli Ronaldo markamet með því að skora 35 mörk.
Ronaldo náði ekki að skora í leiknum. Aleksandar Mitrovic skoraði mark Al Hilal en Aiman Yahya jafnaði fyrir Al Nassr.
Þrjú rauð spjöld fóru á loft. David Ospina hjá Al Nassr fékk rautt en þeir Ali Al-Bulayhi og Kalidou Koulibaly hjá Al Hilal voru líka sendir snemma í sturtu.
Yassine Bounou, markvörður Al Hilal, var hetjan í vítakeppninni, því hann varði tvær síðustu vítaspyrnur leikmanna Al Nassr. Ronaldo tók aðra spyrnu síns liðs og skoraði.
Al Hilal vinnur því tvöfalt á leiktíðinni þrátt fyrir að missa brasilísku stórstjörnina Neymar í krossbandsslit fyrir tímabilið. Hann missti af allri leiktíðinni. Neymar var meðal áhorfenda í gær.
Cristiano Ronaldo est INCONSOLABLE après la défaite aux tirs au but d'Al Nassr face à Al Hilal en finale de Coupe du roi des champions 🥺#AlHilalAlNassr pic.twitter.com/xLozSBYr9T
— CANAL+ Foot (@CanalplusFoot) May 31, 2024