Innlent

Allt um æsi­spennandi for­seta­kosningar og leik ársins í fót­boltanum

Atli Ísleifsson skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá. Stöð 2

Landsmenn kjósa sjöunda forseta lýðveldisins í dag og kjörsókn hefur verið góð. Forsetakosningarnar verða fyrirferðamiklar í þessum fyrsta sjónvarpsfréttatíma júnímánaðar.

Við tökum stöðuna á kjörsókn, ræðum við frambjóðendur, heyrum hljóðið í kjósendum og spáum í spilin með sérfræðingum fyrir það sem stefnir í að verða æsispennandi kosninganótt.

Hvenær er von á fyrstu tölum? Við fáum svör við þeirri spurningu og ræðum við Guðna Th. Jóhannesson sem á tvo mánuði eftir í embætti forseta Íslands. Hann rifjar upp eftirminnileg augnablik í átta ára forsetatíð.

Við hitum svo veglega upp fyrir leik ársins í fótboltanum þar sem Dortmund og Real Madrid leiða saman hesta sína í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Wembley.

Ekki missa af stútfullum og þéttpökkuðum fréttatíma okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×