Innlent

Hópur ung­menna réðst á starfs­mann veitinga­staðar

Jón Þór Stefánsson skrifar
Það var mikið að gera hjá lögreglunni í gærkvöldi og nótt.
Það var mikið að gera hjá lögreglunni í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Hópur ungmenna réðust á starfsmann veitingastaðar í Mosfellsbæ í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir að málið hafi verið afgreitt með aðkomu foreldra og að barnavernd hafi verið upplýst um málið.

Í dagbókinni kemur einnig fram að einstaklingur í miðbæ Reykjavíkur hafi ekið rafmagnshlaupahjóli á barn og ekið á brott. Barnið slasaðist og fékk aðhlynningu á slysadeild.

Maður var handtekinn í miðbænum eftir að hafa ráðist á tvo einstaklinga. Sá var vistaður í fangaklefa.

Þá er greint frá því að enn einn maðurinn hafi verið til vandræða í miðbænum. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem lögreglan ætlaði að ræða við hann. Fram kemur að maðurinn hafi „tryllst“ og hann því vistaður í fangaklefa.

Þá var maður var handtekinn í Breiðholti vegna líkamsárásar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×