Mjög ósáttur við rasisma meðal þýsku þjóðarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2024 13:31 Joshua Kimmich er einn af reynsluboltunum i þýska fótboltanum og fær nú tækifæri til að verða Evrópumeistari á heimavelli. Getty/Alexander Hassenstein Þýski landsliðsmaðurinn Joshua Kimmich er allt annað en sáttur við bæði spurninguna og svörin í nýrri skoðunakönnum meðal þýsku þjóðarinnar þar sem spurt var út í þýska fótboltalandsliðið. Þjóðverjar eru byrjaðir að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í sumar þar sem þeir eru á heimavelli og til alls líklegir. Kimmich slams 'racist' survey that says 1 in 5 Germans want more white players in the national team https://t.co/urXJz6WCaR— CTV News (@CTVNews) June 1, 2024 Sú spurning sem hneykslaði þennan öfluga miðjumann Bayern München var sú sem fékk það út að einn af hverjum fimm Þjóðverjum vilji frekar hvíta leikmenn í landsliðið heldur en leikmenn af öðrum kynþáttum. Skoðunarkönnunin var framkvæmd meðal 1304 manna og kvenna sem voru valin af handahófi og var gerð á vegum ARD sjónvarpsstöðvarinnar. „Samheldni, réttlæti og fjölbreytni“ ARD notar hana í tengslum við heimildarmyndina „Unity and Justice and Diversity“ eða „Samheldni, réttlæti og fjölbreytni“. „Allir sem hafa alist upp í kringum fótboltann vita að þetta er algjör þvæla. Fótbolti er einmitt gott dæmi um það hvernig þú getur sameinað mismunandi þjóðerni, ólíka húðliti og öðruvísi trúarbrögð,“ sagði Kimmich. Germany midfielder Joshua Kimmich has slammed as “absolutely racist” a survey and its findings that one in five Germans would prefer more white players on the national team.@AP #Germany #DFBTeam #Kimmich #racism #Germans 🇩🇪https://t.co/3Gbeu1VdFa— Ciarán Fahey (@ciar_nfahey) June 1, 2024 Myndi sakna fullt af leikmönnum „Okkar lið snýst um það. Ég myndi sakna fullt af leikmönnum ef þeir væru ekki hérna með okkur. Þetta er bara rasismi og á ekki heima í okkar búningsklefa,“ sagði Kimmich. Kimmich ræddi við fjölmiðla í æfingabúðum þýska landsliðsins í Herzogenaurach. Sex blökkumenn eru 27 manna æfingahópi Þjóðverja. Fáránleg spurning „Þegar þú veltir því fyrir þér að við erum að fara að halda Evrópumót heima hjá okkur og þá er fáránlegt að spyrja svona spurningar. Okkar markmið er að sameina þjóðina. Þetta snýst um að ná að gera frábæra hluti saman. Okkar lið erum að reyna að fá alla að baki okkur,“ sagði Kimmich. Þjóðverjar spila vináttulandsleiki við Úkraínu á morgun og á móti Grikklandi fjórum dögum síðar. Þeir eru í riðli á EM með Skotlandi, Ungverjalandi og Sviss. Aus einer Umfrage der ARD Sportschau geht hervor, dass sich 21 % der Befragten eine weißere Nationalmannschaft wünschen. Wann hört endlich diese rassistische Kackscheisse auf? Danke Josua, für die stabile Reaktion! #Kimmich pic.twitter.com/D7px8tmJIQ— 𝚂𝙾𝚁𝙶𝙴𝙽𝙺𝙸𝙽𝙳 (@Adlershofer1892) June 1, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Þýski boltinn Þýskaland Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Þjóðverjar eru byrjaðir að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í sumar þar sem þeir eru á heimavelli og til alls líklegir. Kimmich slams 'racist' survey that says 1 in 5 Germans want more white players in the national team https://t.co/urXJz6WCaR— CTV News (@CTVNews) June 1, 2024 Sú spurning sem hneykslaði þennan öfluga miðjumann Bayern München var sú sem fékk það út að einn af hverjum fimm Þjóðverjum vilji frekar hvíta leikmenn í landsliðið heldur en leikmenn af öðrum kynþáttum. Skoðunarkönnunin var framkvæmd meðal 1304 manna og kvenna sem voru valin af handahófi og var gerð á vegum ARD sjónvarpsstöðvarinnar. „Samheldni, réttlæti og fjölbreytni“ ARD notar hana í tengslum við heimildarmyndina „Unity and Justice and Diversity“ eða „Samheldni, réttlæti og fjölbreytni“. „Allir sem hafa alist upp í kringum fótboltann vita að þetta er algjör þvæla. Fótbolti er einmitt gott dæmi um það hvernig þú getur sameinað mismunandi þjóðerni, ólíka húðliti og öðruvísi trúarbrögð,“ sagði Kimmich. Germany midfielder Joshua Kimmich has slammed as “absolutely racist” a survey and its findings that one in five Germans would prefer more white players on the national team.@AP #Germany #DFBTeam #Kimmich #racism #Germans 🇩🇪https://t.co/3Gbeu1VdFa— Ciarán Fahey (@ciar_nfahey) June 1, 2024 Myndi sakna fullt af leikmönnum „Okkar lið snýst um það. Ég myndi sakna fullt af leikmönnum ef þeir væru ekki hérna með okkur. Þetta er bara rasismi og á ekki heima í okkar búningsklefa,“ sagði Kimmich. Kimmich ræddi við fjölmiðla í æfingabúðum þýska landsliðsins í Herzogenaurach. Sex blökkumenn eru 27 manna æfingahópi Þjóðverja. Fáránleg spurning „Þegar þú veltir því fyrir þér að við erum að fara að halda Evrópumót heima hjá okkur og þá er fáránlegt að spyrja svona spurningar. Okkar markmið er að sameina þjóðina. Þetta snýst um að ná að gera frábæra hluti saman. Okkar lið erum að reyna að fá alla að baki okkur,“ sagði Kimmich. Þjóðverjar spila vináttulandsleiki við Úkraínu á morgun og á móti Grikklandi fjórum dögum síðar. Þeir eru í riðli á EM með Skotlandi, Ungverjalandi og Sviss. Aus einer Umfrage der ARD Sportschau geht hervor, dass sich 21 % der Befragten eine weißere Nationalmannschaft wünschen. Wann hört endlich diese rassistische Kackscheisse auf? Danke Josua, für die stabile Reaktion! #Kimmich pic.twitter.com/D7px8tmJIQ— 𝚂𝙾𝚁𝙶𝙴𝙽𝙺𝙸𝙽𝙳 (@Adlershofer1892) June 1, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Þýski boltinn Þýskaland Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira