Innlent

Fyrsti karl­makinn á Bessa­stöðum: „Drauma­út­koman varð að veru­leika”

Lovísa Arnardóttir skrifar
Björn Skúlason og Halla Tómasdóttir hafa verið saman í 25 ára en gift í tuttugu.
Björn Skúlason og Halla Tómasdóttir hafa verið saman í 25 ára en gift í tuttugu. Vísir/Vilhelm

Björn Skúlason er eiginmaður Höllu Tómasdóttur til tuttugu ára. Björn er uppalin í Grindavík og starfar sem kokkur. Björn spilaði lengi fótbolta og æfir í dag Crossfit. Björn og Halla eiga saman tvö börn, Tómas Björn og Auði Ínu.

„Ég er held ég enn að jafna mig. Þetta var ótrúlegur dagur í gær,“ segir Björn Skúlason, eiginmaður Höllu, sem er fyrsti karlmaki íslensks forseta, forsetaherra.

Hann segist eins og Halla hafa fundið mikinn meðbyr og undiröldu. Hann sé að springa úr stolti og sé spenntur að takast á við þetta nýja hlutverk með Höllu. Yfir það heila hafi þetta verið stórkostleg upplifun og markmiðið hafi alltaf verið að heyja gleðilega baráttu og að vera sátt við það sem þau myndu fá.

„Yfir það heila var þetta alveg stórkostleg upplifun,“ segir Björn og að markmiðið hafi

„Draumaútkoman varð að veruleika. Við endum á Bessastöðum en ef það hefði ekki gerst þá hefðum við stigið sátt frá borði.“

Öll fjölskyldan saman. Björn, Auður Ína, Tómas Björn og Halla.Vísir/Vilhelm

Björn tekur undir það sem kom fram í viðtali við Höllu fyrr í dag að kosningabaráttan nú hafi verið ólik þeirri sem fór fram árið 2016, fyrir þau persónulega.

„Ég var miklu tilbúnari,“ segir Björn og að hann hafi ekki náð að taka mikið þátt síðast. Hann og börnin hafi lagt allt sitt í baráttuna núna. Börnin hafi verið á mótunarárum árið 2016 og eftir á að hyggja hefði það ekki endilega verið það besta fyrir þau, á þeim aldri, að eiga móður sem forseta.

Hann segist spenntur að fara á Bessastaði en hann sé einnig afar spenntur fyrir því að ná að hvíla sig núna.

„Þetta er búið að svakalegt ferðalag og við erum dálítið búin að vera á adrenalíninu í tvo mánuði,“ segir hann og að nú taki þau skref til baka til að átta sig almennilega á næstu skrefum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×