Ótrúlegur barnaskapur forsetaframbjóðenda Ole Anton Bieltvedt skrifar 3. júní 2024 14:00 Í kappræðunum, sem fóru fram á dögunum, voru forsetaframbjóðendur spurðir um afstöðu sína til stuðnings okkar, Íslendinga, við Úkraínu í stríði, varnarstríði, þeirra við Rússa, Pútín og hans yfirgangslið. Fyrir mér var með ólíkindum, hveru fáfróðir, barnalegir, margir frambjóðendur virtust vera. Í fyrsta lagi vissi fólkið greinilega ekki, hvað það þýddi, að við værum í Atlantshafsbandalaginu, NATO. Sumir virtust nánast ekki gera sér grein fyrir, að við værum í því. Í öðru lagi skildi það greinilega ekki, hvað stríð er og hverjar forsendur fyrir sigri eða ósigri í stríði eru. Annar eins barnaskapur! Stríð vinnast aðeins með öflugustum mögulegum vopnum og skotfærum, og svo, auðvitað, dugmiklum og harðskeyttum hermönnum, sem eru reiðubúnir til að fórna lífi sínu og limum fyrir þjóð sína, frelsi hennar og velferð. En, það gildir nánast einu, hversu hugdjarfir hermenn kunna að vera, í stríðsátökum okkar tíma, ef þeir hafa ekki nóg af öflugum vopnum og skotfærum, erum þeim flestar bjargir bannaðar. Bjarni Benediktsson, forsætirráðherra, greindi frá því í vikunni, að Ísland myndi leggja Úkraínumönnum til 4 milljarða króna á ári, næstu árin, til að styðja Úkraínumenn í sinni varnarbaráttu gegn innrás Pútíns. Þetta kann að virka mikið framlag, en það er það ekki. Þessi fjárhæð nemur um 0,1% af vergri landsframleiðlsu Íslendinga. Á sama tíma verja nú flestir meðlimir NATO, hvert og eitt land, um 2% af vergri landsframleiðslu síns lands til varnarmála. Tuttugu sinnum hærri fjárhæð. Fyrir Ísland væru það 80 milljarðar á ári. Það var ótrúlegt að hlusta á bollaleggingar frambjóðenda um það, að framlagi Íslands skyldi alls ekki varið til vopnakaupa og/eða skotfærakaupa. Það skyldi ekki fara beint í stríðsreksturinn. Heldur skyldi íslenzkt fé fara eingöngu í það að hlynna að og hjúkra slösuðum og limlestum úkraínskum hermönnum, sem þá hefðu mögulega lent í þeim hömungum af því að þeir höfðu ekki vopn eða verjur til að verja hendur sínar. Önnur eins fásinna. Skilur þetta blessaða fólk ekki, hvað stríð snýst um!? Akkúrat um þessar mundir eiga Úkraínumenn einmitt mjög undir högg að sækja - Rússar sækja fram af miklum þunga - vegna þess að þá skortir vopn og skotfæri til að halda sinni vígstöðu, hvað þá sækja fram. Hvar er þetta fólk statt í heiminum með sína vitneskju eða sinn skilning? Margir töldu líka, að Ísland ætti að vera friðsamt og hlutlaust ríki. Ætti ekki að blanda sér í deilur ríkja, sem stæðu í átökum og stríði. Þannig gætum við tryggt frið og sjálfstæði hér. Fæddist þetta fólk í gær, eða er það ný lent hér á jörðinni, eftir dvöl á annarri plánetu? Það eru aðeins tvö lönd í Evrópu, sem hafa getað rekið virka friðar- og hlutleysisstefnu; Sviss og Svíþjóð. Þetta tókst þeim í krafti feikiöflugra eigin varna, magnaðs eigin hers, sem bjó yfir svo miklum krafti, að yfirgangsöfl treystu sér ekki til að reyna að hertaka þau; það hefði kostað of miklar fórnir fyrir þá sjálfa, of mikið mannfall eigin hermanna og tjón eigin hergagna. Ísland hefur mikla landfræðilega og hernaðarlega þýðingu í mögulegu stríði. Frá Íslandi má stjórna/ráða fyrir bæði loftrými og hafsvæðum á Norður Atlantshafi. Enginn flotastyrkur, flugvélamóðurskip, kafbátar eða annar búnaður, getur komið í stað fastalandsins Íslands í þessum skilningi. Allir, sem vilja tryggja sér mest möguleg yfirráð láðs og lagar í okkar heimshluta, sjá auðvitað og skilja þessa mikilvægu stöðu Íslands. Það var einmitt af þessari ástæði, sem vitrir og framsýnir forfeður okkar, leiddir af þáverandi utanríkisráðherra landsins, Bjarna Benediktssyni, eldri, beittu sér fyrir inngöngu Íslands í NATO strax 1949. Þar erum við þátttakendur í öflugustu varnarkeðju heims, með 31 öðru ríki, þar með talin öll hin Norðurlöndin. Öll þessi ríki leggja fram feikimikla fjármuni og líf og limi sona sinna og dætra til að tryggja sjálfstæði, fullveldi og velferð aðildarríkjanna. Eins og ég nefndi fyrr, um 2% af vergri landsframleiðslu ríkjanna. Lengi vel komst Ísland upp með það eitt, að leggja til land fyrir herstöð. Nú kemur til nokkurt fjárframlag, sem er töluvert á okkar mælikvarða, en þó ekki nema brot af því sem aðrar bandalagsþjóðir leggja fram. Auðvitað á þetta framlag að fara í það, sem mestu máli skiptir fyrir afl og öryggi bandalagsríkjanna, og samherja þeirra á hverjum tíma, nú í vopn og skotfæri fyrir Úkraínuher. Ef Ísland gengi úr NATO og lýsti yfir hluleysi, þyrfti ekki að senda nema eina flugvél með vel vopnum búnum hermönnum, það gætu verið arabar, Rússar, Kínverjar, eða aðrir, til að hertaka landið, svipta okkur sjálfstæði og frelsi; innleiða hér einræði og harðstjórn. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í kappræðunum, sem fóru fram á dögunum, voru forsetaframbjóðendur spurðir um afstöðu sína til stuðnings okkar, Íslendinga, við Úkraínu í stríði, varnarstríði, þeirra við Rússa, Pútín og hans yfirgangslið. Fyrir mér var með ólíkindum, hveru fáfróðir, barnalegir, margir frambjóðendur virtust vera. Í fyrsta lagi vissi fólkið greinilega ekki, hvað það þýddi, að við værum í Atlantshafsbandalaginu, NATO. Sumir virtust nánast ekki gera sér grein fyrir, að við værum í því. Í öðru lagi skildi það greinilega ekki, hvað stríð er og hverjar forsendur fyrir sigri eða ósigri í stríði eru. Annar eins barnaskapur! Stríð vinnast aðeins með öflugustum mögulegum vopnum og skotfærum, og svo, auðvitað, dugmiklum og harðskeyttum hermönnum, sem eru reiðubúnir til að fórna lífi sínu og limum fyrir þjóð sína, frelsi hennar og velferð. En, það gildir nánast einu, hversu hugdjarfir hermenn kunna að vera, í stríðsátökum okkar tíma, ef þeir hafa ekki nóg af öflugum vopnum og skotfærum, erum þeim flestar bjargir bannaðar. Bjarni Benediktsson, forsætirráðherra, greindi frá því í vikunni, að Ísland myndi leggja Úkraínumönnum til 4 milljarða króna á ári, næstu árin, til að styðja Úkraínumenn í sinni varnarbaráttu gegn innrás Pútíns. Þetta kann að virka mikið framlag, en það er það ekki. Þessi fjárhæð nemur um 0,1% af vergri landsframleiðlsu Íslendinga. Á sama tíma verja nú flestir meðlimir NATO, hvert og eitt land, um 2% af vergri landsframleiðslu síns lands til varnarmála. Tuttugu sinnum hærri fjárhæð. Fyrir Ísland væru það 80 milljarðar á ári. Það var ótrúlegt að hlusta á bollaleggingar frambjóðenda um það, að framlagi Íslands skyldi alls ekki varið til vopnakaupa og/eða skotfærakaupa. Það skyldi ekki fara beint í stríðsreksturinn. Heldur skyldi íslenzkt fé fara eingöngu í það að hlynna að og hjúkra slösuðum og limlestum úkraínskum hermönnum, sem þá hefðu mögulega lent í þeim hömungum af því að þeir höfðu ekki vopn eða verjur til að verja hendur sínar. Önnur eins fásinna. Skilur þetta blessaða fólk ekki, hvað stríð snýst um!? Akkúrat um þessar mundir eiga Úkraínumenn einmitt mjög undir högg að sækja - Rússar sækja fram af miklum þunga - vegna þess að þá skortir vopn og skotfæri til að halda sinni vígstöðu, hvað þá sækja fram. Hvar er þetta fólk statt í heiminum með sína vitneskju eða sinn skilning? Margir töldu líka, að Ísland ætti að vera friðsamt og hlutlaust ríki. Ætti ekki að blanda sér í deilur ríkja, sem stæðu í átökum og stríði. Þannig gætum við tryggt frið og sjálfstæði hér. Fæddist þetta fólk í gær, eða er það ný lent hér á jörðinni, eftir dvöl á annarri plánetu? Það eru aðeins tvö lönd í Evrópu, sem hafa getað rekið virka friðar- og hlutleysisstefnu; Sviss og Svíþjóð. Þetta tókst þeim í krafti feikiöflugra eigin varna, magnaðs eigin hers, sem bjó yfir svo miklum krafti, að yfirgangsöfl treystu sér ekki til að reyna að hertaka þau; það hefði kostað of miklar fórnir fyrir þá sjálfa, of mikið mannfall eigin hermanna og tjón eigin hergagna. Ísland hefur mikla landfræðilega og hernaðarlega þýðingu í mögulegu stríði. Frá Íslandi má stjórna/ráða fyrir bæði loftrými og hafsvæðum á Norður Atlantshafi. Enginn flotastyrkur, flugvélamóðurskip, kafbátar eða annar búnaður, getur komið í stað fastalandsins Íslands í þessum skilningi. Allir, sem vilja tryggja sér mest möguleg yfirráð láðs og lagar í okkar heimshluta, sjá auðvitað og skilja þessa mikilvægu stöðu Íslands. Það var einmitt af þessari ástæði, sem vitrir og framsýnir forfeður okkar, leiddir af þáverandi utanríkisráðherra landsins, Bjarna Benediktssyni, eldri, beittu sér fyrir inngöngu Íslands í NATO strax 1949. Þar erum við þátttakendur í öflugustu varnarkeðju heims, með 31 öðru ríki, þar með talin öll hin Norðurlöndin. Öll þessi ríki leggja fram feikimikla fjármuni og líf og limi sona sinna og dætra til að tryggja sjálfstæði, fullveldi og velferð aðildarríkjanna. Eins og ég nefndi fyrr, um 2% af vergri landsframleiðslu ríkjanna. Lengi vel komst Ísland upp með það eitt, að leggja til land fyrir herstöð. Nú kemur til nokkurt fjárframlag, sem er töluvert á okkar mælikvarða, en þó ekki nema brot af því sem aðrar bandalagsþjóðir leggja fram. Auðvitað á þetta framlag að fara í það, sem mestu máli skiptir fyrir afl og öryggi bandalagsríkjanna, og samherja þeirra á hverjum tíma, nú í vopn og skotfæri fyrir Úkraínuher. Ef Ísland gengi úr NATO og lýsti yfir hluleysi, þyrfti ekki að senda nema eina flugvél með vel vopnum búnum hermönnum, það gætu verið arabar, Rússar, Kínverjar, eða aðrir, til að hertaka landið, svipta okkur sjálfstæði og frelsi; innleiða hér einræði og harðstjórn. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar