Innlent

Tekist á um útlendingamálin og brýnt að breyta fyrir­komu­lagi for­seta­kjörs

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum fjöllum við um breytingar á útlendingalögum sem virðast standa eitthvað í alþingismönnum. 

Fundur átti að hefjast í allsherjar- og menntamálanefnd í morgun þar sem búist var við því að málið yrði afgreitt úr nefndinni en fundinum var síðan aflýst.

Þá heyrum við í stjórnmálafræðingi sem segir mjög brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs til að tryggja víðtækari stuðning við þann sem er kjörinn.

Einnig fjöllum við um óveðrið sem er á leiðinni þar sem spáin er sérstaklega slæm fyrir Norðurland.

Í í íþróttapakkanum verður grannaslagurinn í Kópavogi frá því í gær gerður upp og hitað upp fyrir stórleik í vesturbænum í kvöld.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 3. júní 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×