Ræddi ekki við aðra flokka og segir skilið við Sjálfstæðisflokk Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. október 2024 20:34 Einar Bárðarson Vísir/Vilhelm „Ég hef verið flokksbundinn Sjálfstæðismaður frá því að ég var sextán ára og síðustu ár hefur hjartað mitt ekki alveg slegið í takt sem almennur flokksmaður. Á fimmtudaginn var haft samband við mig og mér var boðið þessa stöðu. Ég hef aðstoðað Ásmund Einar Daðason og Lilju Dögg í góðum málum og eftir snarpa ígrundun gaf ég kost á mér gagnvart þessari bón og mér var boðið þetta formlega í gærkvöldi.“ Þetta segir Einar Þór Bárðarson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi sem skipar annað sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, spurður hvort að hann hafi sóst eftir sæti á lista hjá öðrum flokki en Framsókn eða hvort að aðrir flokkar hafi komið að tali við hann áður en hann ákvað að láta slag standa með Framsókn. „Ég ræddi þetta við mína konu og börnin mín við kvöldmat í gær og fékk samþykki þeirra og þá hugsaði ég með mér að ef fólk vill nýta mig til góðra verka þá er ég klár.“ Einar hefur verið skráður í Sjálfstæðisflokkinn í fjölmörg ár og gegnt ýmsum störfum fyrir flokkinn. Hann segir nú skilið við flokkinn og lítur fram á veg með Framsókn. Hann tekur fram að hann hafi ekki átt í neinum viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn um sæti á lista fyrir komandi alþingiskosningar sem verða þann 30. nóvember. Ekki jafn róttækur til hægri og margir Sjálfstæðismenn „Ég hef lengi starfað með Sjálfstæðisflokknum og var á tímabili í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Ég var síðast í umhverfis- og samgöngunefnd hjá flokknum. Mér bauðst að taka sæti með Lilju og ég hef verið að vinna með henni í skapandi greinum og hafði áhuga á að leggja henni lið í þeirri vinnu og í öðrum góðum málum,“ segir Einar. Hann bætir við að undanfarið hafi leiðir hans og Sjálfstæðisflokksins farið í ólíkar áttir. „Ég hef kannski ekki verið jafn róttækur til hægri eins og margir Sjálfstæðismenn. Þannig hef ég kannski eins og margir aðrir ekki náð að staðsetja mig almennilega í Sjálfstæðisflokknum. Ég finn mig mjög vel í því sem að Lilja hefur verið að gera, að finna skapandi greinum rými. Ég hef mjög mikinn áhuga á að taka þátt í þeirri vinnu og öðrum störfum og öðrum ákvörðunum sem þarf að taka inn á þingi.“ Lilja hafði samband á fimmtudaginn Hann segir framboð sitt hafa komið til með þeim hætti að hann hafði samband við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, þegar að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti að þing yrði rofið og boðaði til kosninga 13. október. „Ég hef mikinn áhuga á því að ryðja Lilju brautargengi, því hún er hálfnuð með þessa vinnu í kringum skapandi greinar og ég bauð henni aðstoð í þeirri vinnu. Hún hafði síðan samband við mig á fimmtudaginn og spurði hvort hún mætti setja nafnið mitt inn. Síðan var það kjördæmisráðið sem fór yfir það. Þegar maður fær svona tækifæri og er boðið að taka sæti sem trúnaðarmaður við flokkinn ofarlega og leggja sitt að mörkum til þess að gera samfélagið betra þá er ég er tilbúinn til þess.“ Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira
Þetta segir Einar Þór Bárðarson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi sem skipar annað sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, spurður hvort að hann hafi sóst eftir sæti á lista hjá öðrum flokki en Framsókn eða hvort að aðrir flokkar hafi komið að tali við hann áður en hann ákvað að láta slag standa með Framsókn. „Ég ræddi þetta við mína konu og börnin mín við kvöldmat í gær og fékk samþykki þeirra og þá hugsaði ég með mér að ef fólk vill nýta mig til góðra verka þá er ég klár.“ Einar hefur verið skráður í Sjálfstæðisflokkinn í fjölmörg ár og gegnt ýmsum störfum fyrir flokkinn. Hann segir nú skilið við flokkinn og lítur fram á veg með Framsókn. Hann tekur fram að hann hafi ekki átt í neinum viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn um sæti á lista fyrir komandi alþingiskosningar sem verða þann 30. nóvember. Ekki jafn róttækur til hægri og margir Sjálfstæðismenn „Ég hef lengi starfað með Sjálfstæðisflokknum og var á tímabili í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Ég var síðast í umhverfis- og samgöngunefnd hjá flokknum. Mér bauðst að taka sæti með Lilju og ég hef verið að vinna með henni í skapandi greinum og hafði áhuga á að leggja henni lið í þeirri vinnu og í öðrum góðum málum,“ segir Einar. Hann bætir við að undanfarið hafi leiðir hans og Sjálfstæðisflokksins farið í ólíkar áttir. „Ég hef kannski ekki verið jafn róttækur til hægri eins og margir Sjálfstæðismenn. Þannig hef ég kannski eins og margir aðrir ekki náð að staðsetja mig almennilega í Sjálfstæðisflokknum. Ég finn mig mjög vel í því sem að Lilja hefur verið að gera, að finna skapandi greinum rými. Ég hef mjög mikinn áhuga á að taka þátt í þeirri vinnu og öðrum störfum og öðrum ákvörðunum sem þarf að taka inn á þingi.“ Lilja hafði samband á fimmtudaginn Hann segir framboð sitt hafa komið til með þeim hætti að hann hafði samband við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, þegar að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti að þing yrði rofið og boðaði til kosninga 13. október. „Ég hef mikinn áhuga á því að ryðja Lilju brautargengi, því hún er hálfnuð með þessa vinnu í kringum skapandi greinar og ég bauð henni aðstoð í þeirri vinnu. Hún hafði síðan samband við mig á fimmtudaginn og spurði hvort hún mætti setja nafnið mitt inn. Síðan var það kjördæmisráðið sem fór yfir það. Þegar maður fær svona tækifæri og er boðið að taka sæti sem trúnaðarmaður við flokkinn ofarlega og leggja sitt að mörkum til þess að gera samfélagið betra þá er ég er tilbúinn til þess.“
Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira