„Halifax í Nova Scotia er falleg hafnarborg og um þrjár milljónir búa á markaðssvæði Halifax flugvallar. Íslendingar þekkja vel til borgarinnar og hefur hún verið vinsæll viðkomustaður íslenskra ferðamanna. Jafnframt eru fáar tengingar frá flugvellinum til Evrópu, svo flugleið Icelandair mun ekki einungis opna á góðar tengingar við Ísland heldur líka til fleiri en 30 áfangastaði félagsins í Evrópu,“ segir í tilkynningu Icelandair.
Flugtími til Halifax er um fjórir klukkutímar og flogið er á 160 sæta Boeing 737 MAX flugvélum.
„Við erum mjög ánægð með að hefja aftur flug til Halifax og erum þess fullviss að margir Íslendingar fagni þeirri ákvörðun. Við höfum strax tekið eftir miklum áhuga á fluginu og til marks um það hefur flug verið bókað á milli yfir 20 áfangastaða okkar í Evrópu og Halifax, með millilendingu á Íslandi. Sumaráætlun okkar í ár er sú umfangsmesta til þessa og bjóðum við flug til 52 áfangastaða með allt upp í fjögur flug á dag til sumra þeirra. Þeir áfangastaðir sem við bætum við í ár eru Pittsburgh, Færeyjar og Halifax og hafa viðtökur við þeim verið mjög góðar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.