Þórður Steinar stefnir á hvalveiðar auk Hvals hf. Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júní 2024 13:23 Þórður Steinar á hrefnuveiðum árið 2011. aðsend Tvær umsóknir um leyfi til hvalveiða bárust matvælaráðuneytinu, sem enn á eftir að taka ákvörðun um framtíð hvalveiða. Ein umsókn barst um leyfi til veiða á langreyðum frá Hval hf. og önnur um leyfi til veiða á hrefnu frá Þórði Steinari Lárussyni fyrir skipið Deili GK. „Það er gott að hafa leyfið ef maður ætlar í þetta. Maður gerir ekkert án leyfis enda kostar þetta haug af peningum. En ég uppfylli öll skilyrði,“ segir vongóður Þórður Steinar í samtali við fréttastofu. Ráðuneytið staðfestir umsóknirnar í svari við fyrirspurn fréttastofu. Á árunum 2003 til 2018 stunduðu 3-5 bátar hrefnuveiðar hér við land, en árið 2018 árið voru einungis 6 hrefnur veiddar. Síðast veiddi Þórður Steinar hrefnu árin 2009 til 2014. Hann sótti aftur um leyfi árið 2018 sem rann út 2021, en nýtti ekki leyfið þar sem hann var önnum kafinn í vinnu hjá Kristjáni Loftssyni hjá Hval hf. Síðasta hrefnan var veidd árið 2021 en það árið veiddist aðeins ein hrefna. Leyfin til veiða á hrefnu og langreyði eru hins vegar alveg aðskilin. Þórður Steinar mundar sprengiskutulinn.facebook „Það er erfiðara að veiða hrefnuna, sem gerir það að verkum að það er skemmtilegra. En það er klárlega góður markaður fyrir þetta kjöt.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra á enn eftir að taka ákvörðun um leyfisveitinguna. Umsagnarfrestur rann út á miðnætti. „Hún liggur enn undir feldi blessunin. Við gefum henni bara þann tíma sem hún þarf, en sumarið er farið. Þetta tekur þrjá fjóra mánuði í undirbúning,“ segir Þórður Steinar og nefnir útvegun báts og uppsetningu vinnslu. Þórður Steinar er uppalinn í Deildardal í Skagafirði og hefur verið í 25 ár á sjó en hvalveiðum frá 2009, með hléum. Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Sjá meira
„Það er gott að hafa leyfið ef maður ætlar í þetta. Maður gerir ekkert án leyfis enda kostar þetta haug af peningum. En ég uppfylli öll skilyrði,“ segir vongóður Þórður Steinar í samtali við fréttastofu. Ráðuneytið staðfestir umsóknirnar í svari við fyrirspurn fréttastofu. Á árunum 2003 til 2018 stunduðu 3-5 bátar hrefnuveiðar hér við land, en árið 2018 árið voru einungis 6 hrefnur veiddar. Síðast veiddi Þórður Steinar hrefnu árin 2009 til 2014. Hann sótti aftur um leyfi árið 2018 sem rann út 2021, en nýtti ekki leyfið þar sem hann var önnum kafinn í vinnu hjá Kristjáni Loftssyni hjá Hval hf. Síðasta hrefnan var veidd árið 2021 en það árið veiddist aðeins ein hrefna. Leyfin til veiða á hrefnu og langreyði eru hins vegar alveg aðskilin. Þórður Steinar mundar sprengiskutulinn.facebook „Það er erfiðara að veiða hrefnuna, sem gerir það að verkum að það er skemmtilegra. En það er klárlega góður markaður fyrir þetta kjöt.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra á enn eftir að taka ákvörðun um leyfisveitinguna. Umsagnarfrestur rann út á miðnætti. „Hún liggur enn undir feldi blessunin. Við gefum henni bara þann tíma sem hún þarf, en sumarið er farið. Þetta tekur þrjá fjóra mánuði í undirbúning,“ segir Þórður Steinar og nefnir útvegun báts og uppsetningu vinnslu. Þórður Steinar er uppalinn í Deildardal í Skagafirði og hefur verið í 25 ár á sjó en hvalveiðum frá 2009, með hléum.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Sjá meira