Innlent

Sorg í Nes­kaup­stað vegna and­láts barns

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sorg er í Neskaupstað vegna andláts barnsins.
Sorg er í Neskaupstað vegna andláts barnsins. Vísir/Vilhelm

Fullt var út úr dyrum á minningarstund sem haldin var í Norðfjarðarkirkju í gær eftir að tæplega tveggja ára gamalt barn lést í byrjun vikunnar á sjúkrahús í Svíþjóð. Austurfrétt greinir frá og segir andlátið hafa orðið eftir bráð veikindi.

„Samfélagið er brotið. Það er í þungu áfalli og sorg. Hluttekningin er alls ráðandi og hugurinn hjá foreldrum, bræðum og allri fjölskyldu barnsins “ segir séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknarprestur í Austfjarðaprestakalli, í samtali við Austurfrétt.

Fram kemur að barnið hafi veikst skyndilega í lok síðustu viku. Það hafi verið flutt með sjúkraflugi til Akureyrar, þaðan til Reykjavíkur og þaðan til Svíþjóðar. Barnið hafi látist aðfaranótt mánudags.

„Kirkjan var troðfull og þurfti að bæta við stólum til að fólk kæmist fyrir. Það sýnir sig að þegar svona áföll verða að fólki er nauðsynlegt að koma saman, leita stuðnings hvert hjá öðru og finna samkennd, samhryggð og samstöðu,“ segir Jóna Kristín við Austurfrétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×