„Að fara í slag við þessa risa er nánast ómögulegt“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. júní 2024 13:02 Bergdís Björk Bæringsdóttir, sérfræðingur í teymi efnamála hjá Umhverfisstofnun, segir erfitt að höfða mál gegn verslunarrisum á borð við Temu vegna þess að þau hafa ekki endilega aðsetur, höfuðstöðvar eða málsvara innan ESB. AP/Aðsend Umhverfisstofnun hefur lagt fram lista yfir vöruflokka sem stofnunin ráðleggur neytendum að forðast að versla á verslunarrisanum Temu. Í þeim geti leynst skaðleg efni sem ógni öryggi neytenda. Þar á meðal eru vörur fyrir börn, textílvörur og raftæki. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir stofnunina lítið geta gert. Úttektina má finna í heild sinni á vef umhverfisstofnunar, en þar segir að vörur í eftirfarandi vöruflokkum eigi það sameiginlegt að líklegt er að þær innihaldi skaðleg efni og ógni öryggi neytenda. Því gildi um þær sérstök lög innan evrópska efnahagssvæðisins (EES) sem líklegt sé að séu ekki uppfyllt í netverslunum utan álfunnar. Bergdís Björk Bæringsdóttir, sérfræðingur í teymi efnamála hjá Umhverfisstofnun, ræddi við fréttastofu um málið. Hún segir að vegna þess hve stór verslunarrisinn Temu sé geti stofnunin lítið gert til þess að stöðva hann. „Hendurnar okkar eru svo bundnar. Við erum í eftirliti og fylgjumst mikið með verslunum sem eru hér á landi og innan Evrópu. Og að fara í slag við þessa risa er nánast ómögulegt,“ segir Bergdís. Þau reyni því að fara hina leiðina með því að fræða, svo fólk geti sjálft metið og ákveðið hvort það treysti sér til að skipta við þær verslanir. Aðstæður við framleiðslu ókunnar Aðspurð hvort tilkoma Temu og annarra netverslana hér á landi sé skref til baka í loftslagsbaráttunni segir Bergdís svo vera. „Bæði því þetta hefur umhverfisáhrif, kemur langar leiðir og það er alls konar framleiðsla,“ segir Bergdís. „Og eins og fólk hefur verið að benda á vitum við ekki við hvaða aðstæður þetta [vörurnar] er búið til, við vitum ekki hvernig framleiðslan er eða hver er að vinna við þetta. Þetta er rosalega óljóst í öllu ferlinu. Maður er svolítið leiður yfir stöðunni.“ Bergdís segir óskandi að yfirvöld myndu grípa inn í en erfitt sé að eiga við verslanir af þessu tagi. „Eins og er, eru þessi fyrirtæki ekki með aðsetur, höfuðstöðvar eða málsvara innan ESB, þannig að við getum ekki höfðað mál gagnvart þeim,“ segir Bergdís. Séu þau beðin um að fjarlægja eitthvað af síðunni sinni velti á hentisemi hvort þau geri það. Fjöldi vara innihaldi skaðleg efni Vörur fyrir börn er einn nokkurra vöruflokka sem stofnunin ráðleggur fólki frá að versla á umræddum verslunarrisum. Fram kemur að mesta efnaáhættan sé í mjúkum plastleikföngum og rafmagnsleikföngum en í þeim sé algengt að finnist hormónaraskandi efni og þungmálmar í of miklu magni. Vísað er í rannsókn sem samtök leikfangaframleiðenda í Evrópu lét framkvæma á leikföngum keyptum á Temu. „Ekkert þeirra uppfyllti að fullu kröfur Evrópusambandsins um öryggi og efnainnihald slíkra vara. 18 af 19 leikföngum sem prófuð voru sýndu fram á verulega hættu fyrir börn sem leika með þau, m.a. hættu á skurði, kyrkingu og stungu, köfnunarhættu og efnahættu,“ segir í úttektinni. Þá segir að eitt slímsett hafi innihaldið ellefu sinnum meira bór en leyfilegt sé í leikföngum samkvæmt Evrópuregluverki. Hátt magn bórs geti framkallað ælu, niðurgang, útbrot og mikinn höfuðverk auk þess sem það geti valdið skaða á fóstri í móðurkviði. Samkvæmt þessu ættu þessi leikföng að vera bönnuð á evrópska efnahagssvæðinu. Neytendur forðist alfarið snyrtivörur Í úttektinni segir að neytendur ættu alfarið að forðast kaup á snyrti og hreinlætisvörum frá Temu, þar sem þær komast í beina snertingu við húðina og eru í einhverjum tilfellum innbyrtar, til að mynda þær sem bornar eru á varirnar. Samkvæmt rannsókn sem ítölsku neytendasamtökin framkvæmdu á þrettán snyrtivörum á Temu voru níu með ófullnægjandi eða engan lista yfir innihaldefni. Innan EES svæðisins er skylda að hafa innihaldslista efna á umbúðum snyrtivara í lækkandi styrk eins og þekkist hjá matvælum. „Þetta þýðir að vörurnar geta innihaldið skaðleg eða jafnvel ólögleg efni án þess að neytendur hafir nokkurn möguleika á að vita það.“ Sama sagan með föt og á Shein Eldhúsáhöld og raftæki eru að auki vöruflokkar sem neytendum er mælt gegn því að versla. „Við vitum ekki með vissu hvort eldhúsáhöld og aðrar vörur sem ætlaðar eru til matargerðar frá Temu standist fyrrnefndar kröfur um efnainnihald og því er öruggast að sleppa kaupum á þeim.“ Á heimasíðu Temu sé ekki hægt að ganga úr skugga um hvort raf- og rafeindatæki uppfylli evrópskar öryggiskröfur sem lágmarka hættu á bruna og raflosti eða hvort þau innihaldi ólögleg skaðleg efni á borð við blý, króm eða kvikasilfur. Niðurstöður samnorræns eftirlitsverkefni á vörum sem seldar eru á hinum ýmsu netverslunum og var framkvæmt árið 2020 leiddu í ljós að flestu frávikin frá efnalöggjöfinni voru vegna raftækja eða 57% frávika og í öðru sæti voru leikföng með 23% frávika. Textíll er enn einn vöruflokkurinn sem neytendum er ráðlagt að versla ekki á Temu og sambærilegum síðum. „Yfirleitt eru ódýr og léleg hráefni notuð í textíl eins og fatnað og rúmföt frá netverslunum utan EES, einkum þeirra sem eru með gyllitilboð. Fundist hafa skaðleg efni í miklu magni í fötum frá Shein, til að mynda blý og þalöt. Þessi efni eru takmörkuð eða bönnuð í textíl innan EES og myndu því ekki vera lögleg í sölu hér á landi,“ segir í úttektinni. Þá eru neytendur hvattir til að vera gagnrýnir á textíl frá netverslunum þar sem lágt verð sé oft tengt við léleg hráefni,“ segir í úttektinni. Loks hvetur stofnunin til meðvitaðra innkaupa, þar sem kaup á óþarfa er sleppt verndum við náttúruna. „Stuðlum að betri heilsu og vellíðan okkar og annarra og búum betur í haginn fyrir komandi kynslóðir.“ Verslun Umhverfismál Tengdar fréttir Vara við hættulegum og hræódýrum vörum hjá netverslunum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vill hvetja neytendur til að gæta varúðar við kaup á vörum frá netverslunum utan Evrópu sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum sem eru töluvert undir markaðsverði. 3. júní 2024 11:38 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Úttektina má finna í heild sinni á vef umhverfisstofnunar, en þar segir að vörur í eftirfarandi vöruflokkum eigi það sameiginlegt að líklegt er að þær innihaldi skaðleg efni og ógni öryggi neytenda. Því gildi um þær sérstök lög innan evrópska efnahagssvæðisins (EES) sem líklegt sé að séu ekki uppfyllt í netverslunum utan álfunnar. Bergdís Björk Bæringsdóttir, sérfræðingur í teymi efnamála hjá Umhverfisstofnun, ræddi við fréttastofu um málið. Hún segir að vegna þess hve stór verslunarrisinn Temu sé geti stofnunin lítið gert til þess að stöðva hann. „Hendurnar okkar eru svo bundnar. Við erum í eftirliti og fylgjumst mikið með verslunum sem eru hér á landi og innan Evrópu. Og að fara í slag við þessa risa er nánast ómögulegt,“ segir Bergdís. Þau reyni því að fara hina leiðina með því að fræða, svo fólk geti sjálft metið og ákveðið hvort það treysti sér til að skipta við þær verslanir. Aðstæður við framleiðslu ókunnar Aðspurð hvort tilkoma Temu og annarra netverslana hér á landi sé skref til baka í loftslagsbaráttunni segir Bergdís svo vera. „Bæði því þetta hefur umhverfisáhrif, kemur langar leiðir og það er alls konar framleiðsla,“ segir Bergdís. „Og eins og fólk hefur verið að benda á vitum við ekki við hvaða aðstæður þetta [vörurnar] er búið til, við vitum ekki hvernig framleiðslan er eða hver er að vinna við þetta. Þetta er rosalega óljóst í öllu ferlinu. Maður er svolítið leiður yfir stöðunni.“ Bergdís segir óskandi að yfirvöld myndu grípa inn í en erfitt sé að eiga við verslanir af þessu tagi. „Eins og er, eru þessi fyrirtæki ekki með aðsetur, höfuðstöðvar eða málsvara innan ESB, þannig að við getum ekki höfðað mál gagnvart þeim,“ segir Bergdís. Séu þau beðin um að fjarlægja eitthvað af síðunni sinni velti á hentisemi hvort þau geri það. Fjöldi vara innihaldi skaðleg efni Vörur fyrir börn er einn nokkurra vöruflokka sem stofnunin ráðleggur fólki frá að versla á umræddum verslunarrisum. Fram kemur að mesta efnaáhættan sé í mjúkum plastleikföngum og rafmagnsleikföngum en í þeim sé algengt að finnist hormónaraskandi efni og þungmálmar í of miklu magni. Vísað er í rannsókn sem samtök leikfangaframleiðenda í Evrópu lét framkvæma á leikföngum keyptum á Temu. „Ekkert þeirra uppfyllti að fullu kröfur Evrópusambandsins um öryggi og efnainnihald slíkra vara. 18 af 19 leikföngum sem prófuð voru sýndu fram á verulega hættu fyrir börn sem leika með þau, m.a. hættu á skurði, kyrkingu og stungu, köfnunarhættu og efnahættu,“ segir í úttektinni. Þá segir að eitt slímsett hafi innihaldið ellefu sinnum meira bór en leyfilegt sé í leikföngum samkvæmt Evrópuregluverki. Hátt magn bórs geti framkallað ælu, niðurgang, útbrot og mikinn höfuðverk auk þess sem það geti valdið skaða á fóstri í móðurkviði. Samkvæmt þessu ættu þessi leikföng að vera bönnuð á evrópska efnahagssvæðinu. Neytendur forðist alfarið snyrtivörur Í úttektinni segir að neytendur ættu alfarið að forðast kaup á snyrti og hreinlætisvörum frá Temu, þar sem þær komast í beina snertingu við húðina og eru í einhverjum tilfellum innbyrtar, til að mynda þær sem bornar eru á varirnar. Samkvæmt rannsókn sem ítölsku neytendasamtökin framkvæmdu á þrettán snyrtivörum á Temu voru níu með ófullnægjandi eða engan lista yfir innihaldefni. Innan EES svæðisins er skylda að hafa innihaldslista efna á umbúðum snyrtivara í lækkandi styrk eins og þekkist hjá matvælum. „Þetta þýðir að vörurnar geta innihaldið skaðleg eða jafnvel ólögleg efni án þess að neytendur hafir nokkurn möguleika á að vita það.“ Sama sagan með föt og á Shein Eldhúsáhöld og raftæki eru að auki vöruflokkar sem neytendum er mælt gegn því að versla. „Við vitum ekki með vissu hvort eldhúsáhöld og aðrar vörur sem ætlaðar eru til matargerðar frá Temu standist fyrrnefndar kröfur um efnainnihald og því er öruggast að sleppa kaupum á þeim.“ Á heimasíðu Temu sé ekki hægt að ganga úr skugga um hvort raf- og rafeindatæki uppfylli evrópskar öryggiskröfur sem lágmarka hættu á bruna og raflosti eða hvort þau innihaldi ólögleg skaðleg efni á borð við blý, króm eða kvikasilfur. Niðurstöður samnorræns eftirlitsverkefni á vörum sem seldar eru á hinum ýmsu netverslunum og var framkvæmt árið 2020 leiddu í ljós að flestu frávikin frá efnalöggjöfinni voru vegna raftækja eða 57% frávika og í öðru sæti voru leikföng með 23% frávika. Textíll er enn einn vöruflokkurinn sem neytendum er ráðlagt að versla ekki á Temu og sambærilegum síðum. „Yfirleitt eru ódýr og léleg hráefni notuð í textíl eins og fatnað og rúmföt frá netverslunum utan EES, einkum þeirra sem eru með gyllitilboð. Fundist hafa skaðleg efni í miklu magni í fötum frá Shein, til að mynda blý og þalöt. Þessi efni eru takmörkuð eða bönnuð í textíl innan EES og myndu því ekki vera lögleg í sölu hér á landi,“ segir í úttektinni. Þá eru neytendur hvattir til að vera gagnrýnir á textíl frá netverslunum þar sem lágt verð sé oft tengt við léleg hráefni,“ segir í úttektinni. Loks hvetur stofnunin til meðvitaðra innkaupa, þar sem kaup á óþarfa er sleppt verndum við náttúruna. „Stuðlum að betri heilsu og vellíðan okkar og annarra og búum betur í haginn fyrir komandi kynslóðir.“
Verslun Umhverfismál Tengdar fréttir Vara við hættulegum og hræódýrum vörum hjá netverslunum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vill hvetja neytendur til að gæta varúðar við kaup á vörum frá netverslunum utan Evrópu sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum sem eru töluvert undir markaðsverði. 3. júní 2024 11:38 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Vara við hættulegum og hræódýrum vörum hjá netverslunum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vill hvetja neytendur til að gæta varúðar við kaup á vörum frá netverslunum utan Evrópu sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum sem eru töluvert undir markaðsverði. 3. júní 2024 11:38