Vísar ásökunum um „vopnaðan frið“ um verðlag á bug Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júní 2024 12:01 Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Elko. Vísir/Arnar Verkefnastjóri hjá ASÍ segir samkeppni á raftækjamarkaði hafa verið slegið á frest og að vopnaður friður ríki mili ELKO og Heimilistækja, þar sem verðmunur sé oft lítill sem enginn. Framkvæmdastjóri ELKO vísar því á bug. Í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ kom fram að þær vörur sem fengjust bæði í verslunum ELKO og Heimilistækjasamstæðunnar, sem inniheldur Tölvulistann, Rafland og Byggt og búið, væru 337. Og það sem meira er að í 61 prósenti tilfella væri verðið á þeim það sama, upp á krónu. Verkefnastjóri verðlagseftirlitsins segir muninn, þar sem hann er til staðar, oft ekki ýkja mikinn. „Í þremur fjórðu tilfella munar bara fimmtán krónum, í tveimur þriðju tilfella bara einni krónu, eða minna. Á hinum vörunum sem eftir standa er verðlagið aðeins lægra í Heimilistækjasamstæðunni, en það borgar sig alltaf að tékka áður en maður verslar,“ segir Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ.Vísir/Arnar Færri krónur í vösum neytenda Hann segir um kerfisbundna verðlagningu að ræða. „Og þetta þýðir þá bara væntanlega að það sé kominn á einhvers konar vopnaður friður á milli aðila, sem þýðir að í raun hefur samkeppni þá verið slegið á frest.“ Hann segist ekki vita hvers vegna staðan sé þessi. „En það segir sig sjálft að á meðan fyrirtækin eru að skila hagnaði og eru með svo gott sem sömu verð, þá er pláss fyrir meiri samkeppni.“ En hver eru áhrif þessarar stöðu á neytendur? „Það verða færri krónur eftir í vasanum okkar og fleiri krónur í vasa hluthafa fyrirtækjanna.“ ELKO leggi sig fram um gagnsæi Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir Óttar Örn Sigurbergsson, framvkæmdastjóri ELKO, að samanburður ASÍ gefi ekki tilefni til þeirra ályktana sem verðlagseftirlitið dregur. Oft megi sjá mikinn mun á verði raftækja, þó annars staðað megi finna svipað verð. Könnunin sýni öðru fremur fram á töluverða samkeppni. Verðlagning ELKO miðist út frá breytum á borð við framboð, eftirspurn, gengi, samkeppni og fleiru. Félagið leggi sig þá fram um gagnsæi í verðlagningu. Hér að neðan má lesa svar Óttars í heild sinni: Samanburður ASÍ á verði á raftækjamarkaði sýnist okkur ekki gefa tilefni til þeirra ályktana sem verðlagseftirlitsins dregur. Oft má þarna sjá mjög mikinn mun á verði raftækja, þó að annars staðar séu verð svipuð. Miklu fremur sýnist okkur þetta birtingarmynd töluverðrar samkeppni þar sem keppinautar reyna víða að jafna eða slá hver öðrum við. Verðlagning ELKO miðast út frá breytum eins og framboði, eftirspurn, líftíma tækis, kostnaðarverði, gengi og samkeppni. Við leggjum okkur fram um gagnsæi í verðlagningu og hægt að skoða verðsögu allrar vöru á vef ELKO, www.elko.is. Verðlag Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ kom fram að þær vörur sem fengjust bæði í verslunum ELKO og Heimilistækjasamstæðunnar, sem inniheldur Tölvulistann, Rafland og Byggt og búið, væru 337. Og það sem meira er að í 61 prósenti tilfella væri verðið á þeim það sama, upp á krónu. Verkefnastjóri verðlagseftirlitsins segir muninn, þar sem hann er til staðar, oft ekki ýkja mikinn. „Í þremur fjórðu tilfella munar bara fimmtán krónum, í tveimur þriðju tilfella bara einni krónu, eða minna. Á hinum vörunum sem eftir standa er verðlagið aðeins lægra í Heimilistækjasamstæðunni, en það borgar sig alltaf að tékka áður en maður verslar,“ segir Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ.Vísir/Arnar Færri krónur í vösum neytenda Hann segir um kerfisbundna verðlagningu að ræða. „Og þetta þýðir þá bara væntanlega að það sé kominn á einhvers konar vopnaður friður á milli aðila, sem þýðir að í raun hefur samkeppni þá verið slegið á frest.“ Hann segist ekki vita hvers vegna staðan sé þessi. „En það segir sig sjálft að á meðan fyrirtækin eru að skila hagnaði og eru með svo gott sem sömu verð, þá er pláss fyrir meiri samkeppni.“ En hver eru áhrif þessarar stöðu á neytendur? „Það verða færri krónur eftir í vasanum okkar og fleiri krónur í vasa hluthafa fyrirtækjanna.“ ELKO leggi sig fram um gagnsæi Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir Óttar Örn Sigurbergsson, framvkæmdastjóri ELKO, að samanburður ASÍ gefi ekki tilefni til þeirra ályktana sem verðlagseftirlitið dregur. Oft megi sjá mikinn mun á verði raftækja, þó annars staðað megi finna svipað verð. Könnunin sýni öðru fremur fram á töluverða samkeppni. Verðlagning ELKO miðist út frá breytum á borð við framboð, eftirspurn, gengi, samkeppni og fleiru. Félagið leggi sig þá fram um gagnsæi í verðlagningu. Hér að neðan má lesa svar Óttars í heild sinni: Samanburður ASÍ á verði á raftækjamarkaði sýnist okkur ekki gefa tilefni til þeirra ályktana sem verðlagseftirlitsins dregur. Oft má þarna sjá mjög mikinn mun á verði raftækja, þó að annars staðar séu verð svipuð. Miklu fremur sýnist okkur þetta birtingarmynd töluverðrar samkeppni þar sem keppinautar reyna víða að jafna eða slá hver öðrum við. Verðlagning ELKO miðast út frá breytum eins og framboði, eftirspurn, líftíma tækis, kostnaðarverði, gengi og samkeppni. Við leggjum okkur fram um gagnsæi í verðlagningu og hægt að skoða verðsögu allrar vöru á vef ELKO, www.elko.is.
Samanburður ASÍ á verði á raftækjamarkaði sýnist okkur ekki gefa tilefni til þeirra ályktana sem verðlagseftirlitsins dregur. Oft má þarna sjá mjög mikinn mun á verði raftækja, þó að annars staðar séu verð svipuð. Miklu fremur sýnist okkur þetta birtingarmynd töluverðrar samkeppni þar sem keppinautar reyna víða að jafna eða slá hver öðrum við. Verðlagning ELKO miðast út frá breytum eins og framboði, eftirspurn, líftíma tækis, kostnaðarverði, gengi og samkeppni. Við leggjum okkur fram um gagnsæi í verðlagningu og hægt að skoða verðsögu allrar vöru á vef ELKO, www.elko.is.
Verðlag Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira