Vill brottvísa hælisleitendum sem fremja alvarlega glæpi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. júní 2024 15:52 Ummælin lét hann falla á þýska þinginu í morgun. AP/Sabina Crisan Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sagði að vísa ætti úr landi hælisleitendum sem gerast sekir um hegningarlagabrot jafnvel þó þeir hafi komið frá Sýrlandi eða Afganistan. Þessi ummæli lét hann falla á þýska þinginu í morgun og þykja til marks um aukna hörku hans í hælisleitendamálum. Fyrir nokkrum dögum síðan var lögreglumaður stunginn til bana af afgönskum karlmanni á mótmælum gegn „pólitísku íslam“ í Mannheim. „Höfum eitt á hreinu. Það ærir mig að einhver sem sækir um vernd hér í okkar landi skuli fremja svo alvarlegan glæp,“ sagði Scholz. Guardian greinir frá. „Slíkum glæpamönnum á að vísa úr landi, þó svo að þeir komi frá Sýrlandi eða Afganistan,“ bætti hann við við mikil fagnaðarlæti. Lögregluþjónninn sem lést var 29 ára gamall og var að reyna að koma í veg fyrir að árásarmaðurinn réðist á mótmælendur. Árásarmaðurinn sótti um hæli í Þýskalandi árið 2013 og var synjað en honum var ekki brottvísað sökum ungs aldurs. Þýskaland hætti brottvísunum til Afganistan í kjölfar valdatöku Talíbana árið 2021. Þýsk lög kveða á um að ekki megi brottvísa hælisleitendum til landa sem ekki eru talin örugg. Þýskaland Hælisleitendur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Þessi ummæli lét hann falla á þýska þinginu í morgun og þykja til marks um aukna hörku hans í hælisleitendamálum. Fyrir nokkrum dögum síðan var lögreglumaður stunginn til bana af afgönskum karlmanni á mótmælum gegn „pólitísku íslam“ í Mannheim. „Höfum eitt á hreinu. Það ærir mig að einhver sem sækir um vernd hér í okkar landi skuli fremja svo alvarlegan glæp,“ sagði Scholz. Guardian greinir frá. „Slíkum glæpamönnum á að vísa úr landi, þó svo að þeir komi frá Sýrlandi eða Afganistan,“ bætti hann við við mikil fagnaðarlæti. Lögregluþjónninn sem lést var 29 ára gamall og var að reyna að koma í veg fyrir að árásarmaðurinn réðist á mótmælendur. Árásarmaðurinn sótti um hæli í Þýskalandi árið 2013 og var synjað en honum var ekki brottvísað sökum ungs aldurs. Þýskaland hætti brottvísunum til Afganistan í kjölfar valdatöku Talíbana árið 2021. Þýsk lög kveða á um að ekki megi brottvísa hælisleitendum til landa sem ekki eru talin örugg.
Þýskaland Hælisleitendur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira