Fyrstu úrslit Evrópukosninga staðfesta uppgang fjarhægrisins Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2024 23:33 Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins (PVV), greiðir atkvæði í Evrópuþingskosningunum í Hollandi. Flokkur hans fékk engan þingmann fyrir fimm árum en virðist ætla að fá sjö, einum færri en bandalag vinstrimanna og græningja. AP/Peter Dejong Vinstriflokkarnir í Hollandi virðast hafa haft nauman sigur á fjarhægri flokki í Evrópuþingskosningum þar í dag. Holland er fyrsta landið sem kýs í kosningunum en hægri- og fjarhægri flokkum er almennt spáð góðu gengi í álfunni. Öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins kjósa til 720 sæta á Evrópuþinginu á næstu dögum, flest þeirra á sunnudag. Fátækt, lýðheilsa, efnahagsmál og öryggismál eru sögð brenna helst á evrópskum kjósendum að þessu sinni. Þjóðernis- og popúlískum flokkum af fjarhægri vængnum sem vilja hola út Evrópusamstarfið innan frá hefur vaxið verulega ásmegin á þinginu á undanförnum árum. Skoðanakannanir benda til þess að meirihluti Evrópusinnaðra flokka á miðjunni, græningja og frjálslyndra eigi eftir að skreppa saman í kosningunum nú. Þrátt fyrir að útgönguspár í Hollandi bendi til þess að bandalag Verkamannaflokksins og Vinstri grænna vinni flest Evrópuþingsæti landsins bætti fjarhægriflokkurinn PVV undir stjórn Geerts Wilders, sem vann sigur í þingkosningum í fyrra, langmestu við sig, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Skilaboð sem að minnsta kosti margir hollenskir kjósendur sendu í dag voru að þeir vilji öðruvísi Evrópusamband og að þeir vilji sterkari þjóðríki. Ekki meiri valdatilfærsla til Evrópu, heldur andstæðan,“ sagði sigurreifur Wilders. Endanleg úrslit frá Hollandi verða ekki birt fyrr en kosningunum er lokið alls staðar á sunnudag. Evrópska vinstrið sagt við slæma heilsu Ef marka má kannanir gætu flokkar af ysta hægri jaðrinum bætt við sig meira en tuttugu þingsætum frá síðustu kosningum árið 2019. Það gerist þrátt fyrir klofning í þingflokki þeirra þar sem Þjóðfylking Marine Le Pen í Frakklandi og Bandalagsflokkur Matteo Salvini á Ítalíu úthýstu Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) vegna ummæla oddvita flokksins um SS-sveitir nasista. Búist er við að ítölsku og frönsku flokkarnir bæti vel við sig og AfD gæti jafnvel náð næstflestum þingsætum Þýskalands, fleiri en stjórnarflokkur Olafs Scholz, kanslara, að sögn Politico. Á sama tíma eru vinstri- og vinstrimiðflokkar í Evrópu sagðir í úlfakreppu. Þeir eru aðeins við völd í fjórum aðildarríkjum sambandsins og hafa staðið sig illa í kosningum undanfarið. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Marc Lazar, frönskum prófessor í stjórnmálasögu, að evrópska vinstrið sé við „slæma heilsu“. „Í langan tíma höfum við ekki séð mikla leiðtoga af vinstri vængnum eins og Tony Blair, Gerhard Schröder eða Francois Mitterand. Þegar við hugsum um forystu í Evrópu hugsum við um Orban, Meloni, Le Pen,“ segir Lazar og vísar til leiðtoga fjarhægri og popúlískra flokka í Ungverjalandi, Ítalíu og Frakklandi. Evrópusambandið Holland Tengdar fréttir Búa sig undir holskeflu upplýsingafals í kringum Evrópukosningar Líklegt er talið að upplýsingafals á netinu varpi skugga á Evrópuþingskosningar sem hefjast á morgun. Sérfræðingar óttast að gervigreind geri áróðursmeisturum auðveldara fyrir en áður en dreifa misvísandi upplýsingum. 5. júní 2024 12:39 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins kjósa til 720 sæta á Evrópuþinginu á næstu dögum, flest þeirra á sunnudag. Fátækt, lýðheilsa, efnahagsmál og öryggismál eru sögð brenna helst á evrópskum kjósendum að þessu sinni. Þjóðernis- og popúlískum flokkum af fjarhægri vængnum sem vilja hola út Evrópusamstarfið innan frá hefur vaxið verulega ásmegin á þinginu á undanförnum árum. Skoðanakannanir benda til þess að meirihluti Evrópusinnaðra flokka á miðjunni, græningja og frjálslyndra eigi eftir að skreppa saman í kosningunum nú. Þrátt fyrir að útgönguspár í Hollandi bendi til þess að bandalag Verkamannaflokksins og Vinstri grænna vinni flest Evrópuþingsæti landsins bætti fjarhægriflokkurinn PVV undir stjórn Geerts Wilders, sem vann sigur í þingkosningum í fyrra, langmestu við sig, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Skilaboð sem að minnsta kosti margir hollenskir kjósendur sendu í dag voru að þeir vilji öðruvísi Evrópusamband og að þeir vilji sterkari þjóðríki. Ekki meiri valdatilfærsla til Evrópu, heldur andstæðan,“ sagði sigurreifur Wilders. Endanleg úrslit frá Hollandi verða ekki birt fyrr en kosningunum er lokið alls staðar á sunnudag. Evrópska vinstrið sagt við slæma heilsu Ef marka má kannanir gætu flokkar af ysta hægri jaðrinum bætt við sig meira en tuttugu þingsætum frá síðustu kosningum árið 2019. Það gerist þrátt fyrir klofning í þingflokki þeirra þar sem Þjóðfylking Marine Le Pen í Frakklandi og Bandalagsflokkur Matteo Salvini á Ítalíu úthýstu Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) vegna ummæla oddvita flokksins um SS-sveitir nasista. Búist er við að ítölsku og frönsku flokkarnir bæti vel við sig og AfD gæti jafnvel náð næstflestum þingsætum Þýskalands, fleiri en stjórnarflokkur Olafs Scholz, kanslara, að sögn Politico. Á sama tíma eru vinstri- og vinstrimiðflokkar í Evrópu sagðir í úlfakreppu. Þeir eru aðeins við völd í fjórum aðildarríkjum sambandsins og hafa staðið sig illa í kosningum undanfarið. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Marc Lazar, frönskum prófessor í stjórnmálasögu, að evrópska vinstrið sé við „slæma heilsu“. „Í langan tíma höfum við ekki séð mikla leiðtoga af vinstri vængnum eins og Tony Blair, Gerhard Schröder eða Francois Mitterand. Þegar við hugsum um forystu í Evrópu hugsum við um Orban, Meloni, Le Pen,“ segir Lazar og vísar til leiðtoga fjarhægri og popúlískra flokka í Ungverjalandi, Ítalíu og Frakklandi.
Evrópusambandið Holland Tengdar fréttir Búa sig undir holskeflu upplýsingafals í kringum Evrópukosningar Líklegt er talið að upplýsingafals á netinu varpi skugga á Evrópuþingskosningar sem hefjast á morgun. Sérfræðingar óttast að gervigreind geri áróðursmeisturum auðveldara fyrir en áður en dreifa misvísandi upplýsingum. 5. júní 2024 12:39 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Búa sig undir holskeflu upplýsingafals í kringum Evrópukosningar Líklegt er talið að upplýsingafals á netinu varpi skugga á Evrópuþingskosningar sem hefjast á morgun. Sérfræðingar óttast að gervigreind geri áróðursmeisturum auðveldara fyrir en áður en dreifa misvísandi upplýsingum. 5. júní 2024 12:39