Þetta kemur fram í fundargerð fundar bæjarráðs Vestmannaeyja, sem haldinn var á miðvikudag. Vatnslögnin skemmdist þann 17. nóvember síðastliðinn þegar akkeri skipsins Hugins VE hafnaði á lögninni.
Í fundargerðinni segir að stjórn og eigendum Vinnslustöðvarinnar sé aftur boðið upp á að ræða bótakröfu áður en málshöfðun fer af stað, en því hafi verið hafnað á fyrri stigum málsins.
Það sé hlutverk bæjarstjórnar að reyna eftir fremsta megni að tryggja það að tjónið lendi ekki á íbúum og fyrirtækjum í Vestmannaeyjum sem notendum vatnsveitunnar.
Geta enn tekið samtalið
Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum með að Vinnslustöðin hafi ekki viljað samtal um sanngjarnar bætur fyrir það tjón sem fyrirtækið sé ábyrgt fyrir og þá stöðu sem upp sé komin.
„Því er þetta eina leið Vestmanneyjabæjar og HS Veitna til að fá tjónið bætt svo að það lendi ekki á notendum vatnsveitunnar í Eyjum, þ.e. íbúum og fyrirtækjum. Enn hefur félagið tækifæri til að taka samtalið