Vill upplýsingar um bótasvik öryrkja Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júní 2024 14:06 Birgir Þórarinsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Birgir Þórarinsson hefur lagt fram fyrirspurn til félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem hann kallar eftir upplýsingum um umfang bótasvika og áhrif á útgjöld ríkisins. Frumvarp um heildarendurskoðun á örorkulífeyriskerfinu liggur fyrir Alþingi og viðbúið að tekist verði á um málið í þingsal. Í fyrirspurn Birgirs spyr hann sérstaklega út í þær rannsóknir og niðurstöður sem liggja fyrir um bótasvik þar sem „einstaklingar eru metnir öryrkjar án þess að gildar ástæður liggi þar að baki“. Velferðarnefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar frumvarp um heildarendurskoðun á örorkulífeyriskerfinu. Hagsmunasamtök öryrkja og fatlaðs fólks hafa fagnað sumum af þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu en gagnrýnt aðrar harðlega. Veltir fjölgun öryrkja fyrir sér Birgir beinir nú sjónum að orörkumatinu og hvernig staðið sé að eftirliti með því að matið sé reist á raunhæfum forsendum þeirra sem í hlut eiga. Birgir veltir sömuleiðis fyrir sér fjölgun öryrkja og spyr ráðherra hvaða ástæður liggi að baki eins örri fjölgun örorkulíferyrisþega undanfarin ár. Frá aldamótum hefur fjöldi öryrkja ríflega tvöfaldast. Þegar frá því var greint árið 2019 taldi formaður velferðarnefndar Alþingis streitu og kulnun á vinnumarkaði stóra ástæðu og sagði ljóst að stytta þyrfti vinnuvikuna. Birgir er ekki sá fyrsti innan Sjálfstæðisflokksins sem veltir fyrir sér hvort öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. Brynjar Níelsson sagði til að mynda í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar fyrir fjórum árum að girða þurfi fyrir misnotkun á kerfinu. Gert er ráð fyrir að fyrrgreint örorkufrumvarp verði til umræðu í þingsal í næstu viku. Nokkur umræða hefur skapast í kringum frumvarpið og hefur Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar boðið öryrkjum til samráðsfundar um breytingarnar í hátíðarsal Smiðju á þriðjudag. Í frumvarpinu er meðal annars lögð til sameining á greiðsluflokkum og einföldun á skerðingarreglum, en jafnframt er innleitt starfsgetumat sem er ætlað að taka mið af félagslegum og heilsufarslegum þáttum. Félagsmál Alþingi Heilbrigðismál Vinnumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Í fyrirspurn Birgirs spyr hann sérstaklega út í þær rannsóknir og niðurstöður sem liggja fyrir um bótasvik þar sem „einstaklingar eru metnir öryrkjar án þess að gildar ástæður liggi þar að baki“. Velferðarnefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar frumvarp um heildarendurskoðun á örorkulífeyriskerfinu. Hagsmunasamtök öryrkja og fatlaðs fólks hafa fagnað sumum af þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu en gagnrýnt aðrar harðlega. Veltir fjölgun öryrkja fyrir sér Birgir beinir nú sjónum að orörkumatinu og hvernig staðið sé að eftirliti með því að matið sé reist á raunhæfum forsendum þeirra sem í hlut eiga. Birgir veltir sömuleiðis fyrir sér fjölgun öryrkja og spyr ráðherra hvaða ástæður liggi að baki eins örri fjölgun örorkulíferyrisþega undanfarin ár. Frá aldamótum hefur fjöldi öryrkja ríflega tvöfaldast. Þegar frá því var greint árið 2019 taldi formaður velferðarnefndar Alþingis streitu og kulnun á vinnumarkaði stóra ástæðu og sagði ljóst að stytta þyrfti vinnuvikuna. Birgir er ekki sá fyrsti innan Sjálfstæðisflokksins sem veltir fyrir sér hvort öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. Brynjar Níelsson sagði til að mynda í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar fyrir fjórum árum að girða þurfi fyrir misnotkun á kerfinu. Gert er ráð fyrir að fyrrgreint örorkufrumvarp verði til umræðu í þingsal í næstu viku. Nokkur umræða hefur skapast í kringum frumvarpið og hefur Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar boðið öryrkjum til samráðsfundar um breytingarnar í hátíðarsal Smiðju á þriðjudag. Í frumvarpinu er meðal annars lögð til sameining á greiðsluflokkum og einföldun á skerðingarreglum, en jafnframt er innleitt starfsgetumat sem er ætlað að taka mið af félagslegum og heilsufarslegum þáttum.
Félagsmál Alþingi Heilbrigðismál Vinnumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira