Pepsíunnandi til margra ára kveður drykkinn eftir breytinguna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2024 20:02 Óttar harmar breytingar sem gerðar hafa verið á Pepsí. Hann vill ekki sjá sætuefnin. bjarni einarsson Pepsíunnandi til margra ára segist hættur að drekka drykkinn eftir að sykurmagnið var minnkað og sætuefni settí staðinn. Næringarfræðingur segir sætuefni ekki skárri en sykur. Í gær greindum við frá því að sykurmagn í Pepsí hafi minnkað og sætuefni á borð við asesúlfam og súkralósa sett í staðinn, íslenskum neytendum til mismikillar gleði. Töluverð umræða hefur skapast um þetta hitamál á Facebook hópnum Nammitips þar sem breytingin fellur vægast sagt í grýttan jarðveg. Grunaði ekkert Enginn er þó líklega ósáttari en Óttar, pepsíunnandi til margra ára. Hann vill sitt Pepsí sykrað enda þeirrar skoðunar að sætuefnin séu skaðlegri en sykurinn. „Mér líst afleitlega á þetta vegna þess að ég tel að mér hafi verið byrlað, þetta eitur held ég að þetta sé, núna í fjórtán eða fimmtán mánuði. Mig grunaði ekki neitt.“ Hann segir að vissulega standi í innihaldslýsingunni að í drykknum séu sætuefni en hefði viljað að breytingin hefði verið betur auglýst, enda hafi margir verið grunlausir um hana. „Ég myndi vilja að það væri alvarleg, greinileg aðvörun á svona umbúðum því að maður les ekki innihaldslýsingar í hvert einasta sinn sem maður kaupir vöruna. En ég er allavegana hættur að drekka pepsí, algjörlega. Í bili. Það er búið að eitra mig að innan með þessum óþverra í tólf til fjórtán mánuði, lítri á dag. Ég veit ekki hvort ég ber þess bætur.“ Í svörum Ölgerðarinnar til Vísis kemur fram að fyrst hafi sykurmagnið í drykknum verið minnkað í febrúar í fyrra og var breytingin gerð í samræmi við stefnu PepsiCo og auknar kröfur neytenda um minna sykurmagn. Næringarfræðingurinn Geir Gunnar hvetur fólk til að drekka bara íslenska vatnið en af tvennu illu fengi hann sér sykraðan gosdrykk frekar en drykk með sætuefnum.rúnar vilberg Næringarfræðingur segir alþekkt að sykur sé óhollur en sætuefnin séu ekki skárri. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin er meira að segja búin að tala á móti sætuefnum. Segir að þetta sé ekki lausn til að halda kjörþyngd, ekki leið til að halda heilsu, getur jafnvel ýtt undir hjarta- og æðasjúkdóma. Og svo eru rannsóknir sem vísa í að þetta geti skemmt góðu þarmaflóruna okkar sem er svona varnarveggurinn okkar og ónæmiskerfið,“ segir Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur. Velur sykur fram yfir sætuefnin Hann segir íslenska vatnið best en af tveinnu illu myndi hann sjálfur frekar drekka sykraða gosdrykki en drykki sem innihalda sætuefni. „Allan daginn myndi ég frekar bara vera í sykrinum sem líkaminn þekkir.“ Neytendur Ölgerðin Gosdrykkir Drykkir Heilsa Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Í gær greindum við frá því að sykurmagn í Pepsí hafi minnkað og sætuefni á borð við asesúlfam og súkralósa sett í staðinn, íslenskum neytendum til mismikillar gleði. Töluverð umræða hefur skapast um þetta hitamál á Facebook hópnum Nammitips þar sem breytingin fellur vægast sagt í grýttan jarðveg. Grunaði ekkert Enginn er þó líklega ósáttari en Óttar, pepsíunnandi til margra ára. Hann vill sitt Pepsí sykrað enda þeirrar skoðunar að sætuefnin séu skaðlegri en sykurinn. „Mér líst afleitlega á þetta vegna þess að ég tel að mér hafi verið byrlað, þetta eitur held ég að þetta sé, núna í fjórtán eða fimmtán mánuði. Mig grunaði ekki neitt.“ Hann segir að vissulega standi í innihaldslýsingunni að í drykknum séu sætuefni en hefði viljað að breytingin hefði verið betur auglýst, enda hafi margir verið grunlausir um hana. „Ég myndi vilja að það væri alvarleg, greinileg aðvörun á svona umbúðum því að maður les ekki innihaldslýsingar í hvert einasta sinn sem maður kaupir vöruna. En ég er allavegana hættur að drekka pepsí, algjörlega. Í bili. Það er búið að eitra mig að innan með þessum óþverra í tólf til fjórtán mánuði, lítri á dag. Ég veit ekki hvort ég ber þess bætur.“ Í svörum Ölgerðarinnar til Vísis kemur fram að fyrst hafi sykurmagnið í drykknum verið minnkað í febrúar í fyrra og var breytingin gerð í samræmi við stefnu PepsiCo og auknar kröfur neytenda um minna sykurmagn. Næringarfræðingurinn Geir Gunnar hvetur fólk til að drekka bara íslenska vatnið en af tvennu illu fengi hann sér sykraðan gosdrykk frekar en drykk með sætuefnum.rúnar vilberg Næringarfræðingur segir alþekkt að sykur sé óhollur en sætuefnin séu ekki skárri. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin er meira að segja búin að tala á móti sætuefnum. Segir að þetta sé ekki lausn til að halda kjörþyngd, ekki leið til að halda heilsu, getur jafnvel ýtt undir hjarta- og æðasjúkdóma. Og svo eru rannsóknir sem vísa í að þetta geti skemmt góðu þarmaflóruna okkar sem er svona varnarveggurinn okkar og ónæmiskerfið,“ segir Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur. Velur sykur fram yfir sætuefnin Hann segir íslenska vatnið best en af tveinnu illu myndi hann sjálfur frekar drekka sykraða gosdrykki en drykki sem innihalda sætuefni. „Allan daginn myndi ég frekar bara vera í sykrinum sem líkaminn þekkir.“
Neytendur Ölgerðin Gosdrykkir Drykkir Heilsa Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira