Markið kom á 12. mínútu, Ísland hélt boltanum í um 90 sekúndur og sprengdu síðan upp völlinn. Hákon fann Jón út á kantinum og Kyle Walker var ekki til staðar. Jón Dagur komst á hægri og setti gott skot á milli lappa John Stones sem Ramsdale réði ekki við.
Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.