Innlent

Orkumál, Evrópuþingskosningar, utanríkisstefna Ís­lands og velsældarsamfélagið

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Bylgjan

Bjarni Bjarnason, fyrrverandi forstjóri Orkuveitunnar ræðir orkumál í Sprengisandi. Hann efast um stórtæk áform til orkuöflunar og telur að við eigum að fara okkur hægt í þessum málum.

Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði ræðir Evrópuþingskosningarnar sem standa yfir og ná hápunkti í dag. Kosningarnar eru taldar geta styrkt mjög stöðu popúlista og flokka yst til hægri, þjóðernissinna meðal annars.  Einnig verður aðeins rætt um forsetakosningar og áhrif þeirra á stöðu Vinstri grænna.

Þá mæta Sigmundur Davíð, Orri Páll Jóhannsson og Diljá Mist Einarsdóttir til að ræða utanríkisstefnu Íslands. Er stuðningur við vopnakaup Íslendinga til Úkraínu til marks um stefnubreytingu? Þau ræða einnig innlenda pólitík.

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Lýðheilsu hjá Landlækni, ræðir um velsældarsamfélagið og áherslur þess sem aukin áhersla er á jafnhliða hefðbundnum hagfræðilegum mælikvörðum.

Sprengisandur hefst klukkan 10 og er í beinni útsendingu á Bylgjunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×