Sport

Alcaraz kom, sá og sigraði Opna franska

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
2024 French Open - Day 15 PARIS, FRANCE - JUNE 09: Carlos Alcaraz of Spain celebrates with the winners trophy after victory against Alexander Zverev of Germany in the Men's Singles Final match on Day Fifteen of the 2024 French Open at Roland Garros on June 09, 2024 in Paris, France. (Photo by Franco Arland/Getty Images)
2024 French Open - Day 15 PARIS, FRANCE - JUNE 09: Carlos Alcaraz of Spain celebrates with the winners trophy after victory against Alexander Zverev of Germany in the Men's Singles Final match on Day Fifteen of the 2024 French Open at Roland Garros on June 09, 2024 in Paris, France. (Photo by Franco Arland/Getty Images)

Spánverjinn Carlos Alcaraz tryggði sér í dag sigur á Opna franska risamótinu í tennis er hann sigraði Þjóðverjann Alexander Zverev í úrslitum.

Alcaraz, sem situr í þriðja sæti heimslistans í tennis, þurfti heldur betur að hafa fyrir hlutunum í dag. Hann sigraði fyrsta settið 6-3 áður en hann tapaði næstu tveimur 6-2 og 7-5.

Spánverjinn sneri taflinu þó við að lokum og vann 6-1 sigur í fjórða setti og kláraði oddasettið 6-2.

Með sigrinum varð Alcaraz sá yngsti í sögunni til að vinna risamót á öllum þremur keppnisyfirborðunum, en leikið er á leir á Opna franska. Alcaraz, sem er aðeins 21 árs gamall, lék öll sín yngri ár á leir og er nú loks búinn að bæta honum í safnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×