Ekki óeðlilegt að líta til þess að byggja hverfi á öðrum stöðum Jón Þór Stefánsson skrifar 10. júní 2024 09:06 Kristrún Frostadóttir skilur að það séu skiptar skoðanir á þéttingu byggðar. Vísir/Arnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir koma vel til greina að skoða að byggja upp ný hverfi á höfuðborgarsvæðinu. Auðvelt sé að vera gagnrýnin á bæði sveitarfélög og ríkið vegna þess hvernig haldið hafi verið á spöðunum í húsnæðismálum. „Ég sýni því alveg skilning að það eru skiptar skoðanir á því hversu þétt byggð á að vera,“ sagði Kristrún í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hún spurð út í skoðun sína á verkum Samfylkingarinnar í húsnæðismálum í Reykjavík. Kristrún sagði að það væri sameiginleg stefna margra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, ekki bara hjá Reykjavíkurborg, að víkka ekki út höfuðborgarsvæðið umfram ákveðin mörk. Ef það ætti að breyta því þyrfti að taka sameiginlega ákvörðun með fleiri sveitarfélögum. „Mér finnst ekkert óeðlilegt og ég get alveg skilið það sjónarmið að í erfiðum aðstæðum, eins og núna eru að skapast, þá þurfi stundum að endurhugsa ákveðna þætti. Það þýðir ekki að þú fellur frá öllum þéttingarreitum í Reykjavík. En mér finnst ekkert óeðlilegt að það sé litið til þess að byggja hverfi á öðrum stöðum, en þá þarf að fara fram einhver heildargreining á því.“ Hefði það þá ekki að gerast fyrir löngu síðan? „Það hefur svo margt breyst á húsnæðismarkaði bara á tímabili þessarar ríkisstjórnar. Fólksfjölgun til dæmis í Reykjavík er miklu, miklu, miklu meiri en áður var spáð. Eftirspurn eftir húsnæði er miklu meiri en áður var spáð,“ segir Kristrún. „Ég get alveg verið mjög gagnrýnin á þetta, bæði gagnvart sveitarfélögum og ríkinu. En staðreyndin er samt sú að við erum í rosalegri uppbyggingu.“ Staðreyndin er sú að það hefur ekki verið haldið almennilega á þessum málum. Og stefnan hefur ekki verið góð. „Það er rétt. Það hefur ekki verið haldið almennilega á þessum málum, en partur af því að eftirspurn hefur vaxið langt umfram framboð. Síðan hefur vantað fjármagn inn í uppbyggingu á félagslegu húsnæði og þess háttar.“ Reykjavík Samfylkingin Húsnæðismál Stjórnsýsla Skipulag Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira
„Ég sýni því alveg skilning að það eru skiptar skoðanir á því hversu þétt byggð á að vera,“ sagði Kristrún í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hún spurð út í skoðun sína á verkum Samfylkingarinnar í húsnæðismálum í Reykjavík. Kristrún sagði að það væri sameiginleg stefna margra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, ekki bara hjá Reykjavíkurborg, að víkka ekki út höfuðborgarsvæðið umfram ákveðin mörk. Ef það ætti að breyta því þyrfti að taka sameiginlega ákvörðun með fleiri sveitarfélögum. „Mér finnst ekkert óeðlilegt og ég get alveg skilið það sjónarmið að í erfiðum aðstæðum, eins og núna eru að skapast, þá þurfi stundum að endurhugsa ákveðna þætti. Það þýðir ekki að þú fellur frá öllum þéttingarreitum í Reykjavík. En mér finnst ekkert óeðlilegt að það sé litið til þess að byggja hverfi á öðrum stöðum, en þá þarf að fara fram einhver heildargreining á því.“ Hefði það þá ekki að gerast fyrir löngu síðan? „Það hefur svo margt breyst á húsnæðismarkaði bara á tímabili þessarar ríkisstjórnar. Fólksfjölgun til dæmis í Reykjavík er miklu, miklu, miklu meiri en áður var spáð. Eftirspurn eftir húsnæði er miklu meiri en áður var spáð,“ segir Kristrún. „Ég get alveg verið mjög gagnrýnin á þetta, bæði gagnvart sveitarfélögum og ríkinu. En staðreyndin er samt sú að við erum í rosalegri uppbyggingu.“ Staðreyndin er sú að það hefur ekki verið haldið almennilega á þessum málum. Og stefnan hefur ekki verið góð. „Það er rétt. Það hefur ekki verið haldið almennilega á þessum málum, en partur af því að eftirspurn hefur vaxið langt umfram framboð. Síðan hefur vantað fjármagn inn í uppbyggingu á félagslegu húsnæði og þess háttar.“
Reykjavík Samfylkingin Húsnæðismál Stjórnsýsla Skipulag Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira