Kyrrstöðuverðbólga Jón Ingi Hákonarson skrifar 10. júní 2024 11:30 Að kæla hagkerfið, að ná niður verðbólgu og vöxtum hefur verið verkefni Seðlabankans undanfarin ár. Leiðin til þess hefur verið að hækka stýrivexti til að þrengja að ráðstöfunarfé þeirra Íslendinga sem skulda. Stærsti hluti þessa hóps er ungt fólk og millistéttin. Ungt fólk sem nýkomið er út á fasteignamarkaðinn og skuldar stóran hluta í fasteign sinni. Hátt vaxtastig kemur líka niður á skuldugum fyrirtækjum. Veitingastaðir eru t.d. margir hverjir skuldugir og þurfa að greiða töluverðan hluta tekna sinna í vexti. Einu leiðir þeirra eru að hækka verð og/eða segja upp fólki þar sem þau hafa takmarkaða getu til að auka veltu og sölu. Allan þennan tíma hefur verið lögð áhersla á fjölgun ferðamanna sem halda uppi neyslu í samfélaginu. Áhrif peningastefnunnar nær einungis til fólks með fasteignaláns. Það á að greiða lausnargjaldið til að ná okkur út úr klandrinu. Á sama tíma flytjum við inn ferðafólk til að halda uppi neyslunni. Nú er svo komið að fleiri veitingastaðir fara í gjaldþrot en í Covid, verðbólgan virðist ætla að verða þrálát með háu vaxtastigi, hagvöxtur minnkar, eftirspurn eftir húsnæði þrýstir húsnæðisverði upp, ferðamönnum fækkar vegna dýrtíðar. Það lítur út fyrir það að við séum að sigla inn í ástand verðbólgu og stöðnunar, sem á ensku kallast stagflation. Við höfum á undanförnum árum búið við þenslu og holan hagvöxt. Það þarf lítið til að setja allt á hliðina. Bankahrunið kenndi okkur það að hraður vöxtur án nægilegrar fjárfestingar í innviðum sem styður við vöxtinn skapar viðkvæmt ástand. Það eru vonbrigði að Seðlabankastjóri skuli telja að heilbrigð fjárfesting í íbúðarhúsnæði muni ógna stöðugleikanum. Það ber öll merki þess að þar tali ráðþrota embættismaður. Aukið framboð nýrra íbúða mun flýta fyrir jafnvægi á fasteignamarkaði. Það að vilja halda framkvæmdum niðri er skammsýni þar sem of mikil hækkun á fasteignamarkaði keyrir verðbólguna áfram. Höfuðvandinn er krónan. Í dag er hún of hátt verðlögð og dregur úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og veldur hér dýrtíð og samdrætti. Eftir einhvern tíma þarf að leiðrétta það með handafli og skapar það enn eina sveifluna. Peningastefnan og efnahagsstefnan hafa ekki talast við í langan tíma. Auðvitað hefur það afleiðingar. Reikningurinn hefur verið sendur til ungs fólks og millistéttarinnar. Sú gjaldtaka er bæði ósanngjörn og óskynsamleg. Hún er ósanngjörn því verið er að refsa því fólki sem minnst hefur áhrif á þensluna og minnstu getuna til að standa undir þessum byrðum. Hún er óskynsamleg þar sem hún hefur í raun miklu minni áhrif en margir telja. Þeir sem skulda lítið sem ekkert í íslenskum krónum bera engar byrðar og geta áfram aukið neyslu sína. Það sama má segja um erlenda gesti sem hingað koma og halda uppi neyslustiginu. Það að þrengja að getu millistéttarinnar og barnafjölskyldna til að hafa í sig á en hvetja síðan aðra hópa til að halda uppi neyslunni er í mínum huga klikkun. Niðurstaðan er líka að stefna í kyrrstöðuverðbólgu (e. stagflation) sem er heimatilbúin klikkun. Sjö ára kyrrstöðupólitík endar í kyrrstöðuverðbólgu. Eða áttum við von á einhverju öðru? Eina leiðin út úr þessu er lækkun vaxta til að hleypa súrefni í byggingageirann. Það mun valda tímabundinni þenslu en jafnvægi mun nást. Það er ljóst að yfirmenn peningamála þora ekki að taka af skarið. Það er slæmt. Framtíðarlausnin er að taka hér upp evru og tryggja varanlega samkeppnisfærni, raunverulegan stöðugleika og minnka þá gríðarlegur sóun sem krónukerfið veldur. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Efnahagsmál Viðreisn Veitingastaðir Fasteignamarkaður Seðlabankinn Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Að kæla hagkerfið, að ná niður verðbólgu og vöxtum hefur verið verkefni Seðlabankans undanfarin ár. Leiðin til þess hefur verið að hækka stýrivexti til að þrengja að ráðstöfunarfé þeirra Íslendinga sem skulda. Stærsti hluti þessa hóps er ungt fólk og millistéttin. Ungt fólk sem nýkomið er út á fasteignamarkaðinn og skuldar stóran hluta í fasteign sinni. Hátt vaxtastig kemur líka niður á skuldugum fyrirtækjum. Veitingastaðir eru t.d. margir hverjir skuldugir og þurfa að greiða töluverðan hluta tekna sinna í vexti. Einu leiðir þeirra eru að hækka verð og/eða segja upp fólki þar sem þau hafa takmarkaða getu til að auka veltu og sölu. Allan þennan tíma hefur verið lögð áhersla á fjölgun ferðamanna sem halda uppi neyslu í samfélaginu. Áhrif peningastefnunnar nær einungis til fólks með fasteignaláns. Það á að greiða lausnargjaldið til að ná okkur út úr klandrinu. Á sama tíma flytjum við inn ferðafólk til að halda uppi neyslunni. Nú er svo komið að fleiri veitingastaðir fara í gjaldþrot en í Covid, verðbólgan virðist ætla að verða þrálát með háu vaxtastigi, hagvöxtur minnkar, eftirspurn eftir húsnæði þrýstir húsnæðisverði upp, ferðamönnum fækkar vegna dýrtíðar. Það lítur út fyrir það að við séum að sigla inn í ástand verðbólgu og stöðnunar, sem á ensku kallast stagflation. Við höfum á undanförnum árum búið við þenslu og holan hagvöxt. Það þarf lítið til að setja allt á hliðina. Bankahrunið kenndi okkur það að hraður vöxtur án nægilegrar fjárfestingar í innviðum sem styður við vöxtinn skapar viðkvæmt ástand. Það eru vonbrigði að Seðlabankastjóri skuli telja að heilbrigð fjárfesting í íbúðarhúsnæði muni ógna stöðugleikanum. Það ber öll merki þess að þar tali ráðþrota embættismaður. Aukið framboð nýrra íbúða mun flýta fyrir jafnvægi á fasteignamarkaði. Það að vilja halda framkvæmdum niðri er skammsýni þar sem of mikil hækkun á fasteignamarkaði keyrir verðbólguna áfram. Höfuðvandinn er krónan. Í dag er hún of hátt verðlögð og dregur úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og veldur hér dýrtíð og samdrætti. Eftir einhvern tíma þarf að leiðrétta það með handafli og skapar það enn eina sveifluna. Peningastefnan og efnahagsstefnan hafa ekki talast við í langan tíma. Auðvitað hefur það afleiðingar. Reikningurinn hefur verið sendur til ungs fólks og millistéttarinnar. Sú gjaldtaka er bæði ósanngjörn og óskynsamleg. Hún er ósanngjörn því verið er að refsa því fólki sem minnst hefur áhrif á þensluna og minnstu getuna til að standa undir þessum byrðum. Hún er óskynsamleg þar sem hún hefur í raun miklu minni áhrif en margir telja. Þeir sem skulda lítið sem ekkert í íslenskum krónum bera engar byrðar og geta áfram aukið neyslu sína. Það sama má segja um erlenda gesti sem hingað koma og halda uppi neyslustiginu. Það að þrengja að getu millistéttarinnar og barnafjölskyldna til að hafa í sig á en hvetja síðan aðra hópa til að halda uppi neyslunni er í mínum huga klikkun. Niðurstaðan er líka að stefna í kyrrstöðuverðbólgu (e. stagflation) sem er heimatilbúin klikkun. Sjö ára kyrrstöðupólitík endar í kyrrstöðuverðbólgu. Eða áttum við von á einhverju öðru? Eina leiðin út úr þessu er lækkun vaxta til að hleypa súrefni í byggingageirann. Það mun valda tímabundinni þenslu en jafnvægi mun nást. Það er ljóst að yfirmenn peningamála þora ekki að taka af skarið. Það er slæmt. Framtíðarlausnin er að taka hér upp evru og tryggja varanlega samkeppnisfærni, raunverulegan stöðugleika og minnka þá gríðarlegur sóun sem krónukerfið veldur. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun