Líta fjölda látinna í umferðinni alvarlegum augum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. júní 2024 14:22 Samgöngustofa lítur fjölda látinna í umferðinni það sem af er ári alvarlegum augum. Vísir/Arnar Ellefu manns hafa látið lífið í umferðinni það sem af er ári og er þetta mikil aukning miðað við síðustu nokkur ár. Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri segir Samgöngustofu líta stöðuna mjög alvarlegum augum og að hún kalli á skoðun. Á síðasta ári létust átta í umferðinni og árið fyrir það níu. Fjöldinn hefur verið sambærilegur árin fyrir það en nú er önnur staða uppi á teningnum. „Við þurfum að horfa lengra aftur í tímann til þess að sjá tveggja stafa tölur yfir látna yfir heilu árin. 2018 létust átján manns í umferðarslysum á Íslandi og árið 2017 sextán. Þetta voru sextán til átján manns á þessu árabili. Eftir það höfum við verið með eins stafs tölu yfir heilu árin. Það er í fyrsta skipti núna í svolítinn tíma sem við sjáum svona bratta brekku aftur,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Breyttar áskoranir Hún segir Samgöngustofu munu greina stöðuna í samvinnu við aðra aðila sem að umferðaröryggismálum koma betur svo hægt sé að bregðast við til skemmri tíma. „Áætlanir í umferðaröryggismálum eru oft gerðar til lengri tíma en staðan núna krefst ígrundunar á því hvort að hægt sé að styrkja málaflokkinn til skemmri tíma,“ segir hún. Þórhildur segir jafnframt að þær áskoranir sem ökumenn þurfa við að etja hafi breyst gríðarlega á undanförnum árum. Vaxandi farsímanotkun undir stýri sé stór slysavaldur ásamt því að meiri umferð sé um vegi landsins með aukinni tilkomu erlendra ferðamanna. Þá séu samgöngumátar fjölbreyttari en áður var. Hjólreiðar njóta meiri vinsælda og rafhlaupahjól eru glæný viðbót við umferðarflóru Reykjavíkur og annarra þéttbýlisstaða á Íslandi. Hegðun fólks ráði mestu Samgöngustofa heldur utan um slysaskráningu og forvarnir. Þórhildur brýnir til fólks mikilvægi þess að hafa alla athygli við aksturinn. Hálka, farsímar og breyttir samgöngumátar hafi sitt að segja en það sem ræður mestu í umferðaröryggi sé hegðun fólks. „Alltaf huga að því að spenna beltin, ekki nota síma við stýri. Keyra í samræmi við aðstæður alltaf og passa hraðann. Athyglin á akstrinum. Vera allsgáður. Þetta eru bara þessi klassísku ráð,“ segir Þórhildur. Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25 Tveir létust í banaslysi í Eyjafirði Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá. 24. apríl 2024 19:29 Slysið á Suðurlandsvegi var banaslys Slys sem varð á Suðurlandsvegi, skammt vestan Péturseyjar, var banaslys. 30. janúar 2024 00:28 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Á síðasta ári létust átta í umferðinni og árið fyrir það níu. Fjöldinn hefur verið sambærilegur árin fyrir það en nú er önnur staða uppi á teningnum. „Við þurfum að horfa lengra aftur í tímann til þess að sjá tveggja stafa tölur yfir látna yfir heilu árin. 2018 létust átján manns í umferðarslysum á Íslandi og árið 2017 sextán. Þetta voru sextán til átján manns á þessu árabili. Eftir það höfum við verið með eins stafs tölu yfir heilu árin. Það er í fyrsta skipti núna í svolítinn tíma sem við sjáum svona bratta brekku aftur,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Breyttar áskoranir Hún segir Samgöngustofu munu greina stöðuna í samvinnu við aðra aðila sem að umferðaröryggismálum koma betur svo hægt sé að bregðast við til skemmri tíma. „Áætlanir í umferðaröryggismálum eru oft gerðar til lengri tíma en staðan núna krefst ígrundunar á því hvort að hægt sé að styrkja málaflokkinn til skemmri tíma,“ segir hún. Þórhildur segir jafnframt að þær áskoranir sem ökumenn þurfa við að etja hafi breyst gríðarlega á undanförnum árum. Vaxandi farsímanotkun undir stýri sé stór slysavaldur ásamt því að meiri umferð sé um vegi landsins með aukinni tilkomu erlendra ferðamanna. Þá séu samgöngumátar fjölbreyttari en áður var. Hjólreiðar njóta meiri vinsælda og rafhlaupahjól eru glæný viðbót við umferðarflóru Reykjavíkur og annarra þéttbýlisstaða á Íslandi. Hegðun fólks ráði mestu Samgöngustofa heldur utan um slysaskráningu og forvarnir. Þórhildur brýnir til fólks mikilvægi þess að hafa alla athygli við aksturinn. Hálka, farsímar og breyttir samgöngumátar hafi sitt að segja en það sem ræður mestu í umferðaröryggi sé hegðun fólks. „Alltaf huga að því að spenna beltin, ekki nota síma við stýri. Keyra í samræmi við aðstæður alltaf og passa hraðann. Athyglin á akstrinum. Vera allsgáður. Þetta eru bara þessi klassísku ráð,“ segir Þórhildur.
Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25 Tveir létust í banaslysi í Eyjafirði Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá. 24. apríl 2024 19:29 Slysið á Suðurlandsvegi var banaslys Slys sem varð á Suðurlandsvegi, skammt vestan Péturseyjar, var banaslys. 30. janúar 2024 00:28 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25
Tveir létust í banaslysi í Eyjafirði Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá. 24. apríl 2024 19:29
Slysið á Suðurlandsvegi var banaslys Slys sem varð á Suðurlandsvegi, skammt vestan Péturseyjar, var banaslys. 30. janúar 2024 00:28