Biden ber ekki vitni í eigin sakamáli Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2024 14:24 Hunter Biden mætir til dóms í Wilmington í Delaware á föstudag. Hann segist saklaus af því að hafa keypt byssu ólöglega fyrir sex árum. AP/Matt Slocum Verjandi Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, segir að hann beri ekki vitni við réttarhöldin yfir honum vegna skotvopnalagabrots. Nánustu aðstandendur hans hafa borið vitni um glímu hans við fíkn við réttarhöldin. Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíkniefnaneyslu sína á opinberu eyðublaði þegar hann keypti sér skammbyssu árið 2018. Alríkislög banna fólki í virkri neyslu að kaupa skotvopn. Biden segist saklaus af ákærunni. Saksóknarar lögðu mál sitt í dóm fyrir helgi en verjendurnir kölluðu meðal annars eiganda byssubúðarinnar þar sem Biden keypti byssuna og Naomi Biden, dóttur hans til vitnis. Hún, fyrrverandi eiginkona Biden, fyrrverandi kærasta og mágkona hafa lýst því fyrir dómi hvernig þær fundu oft fíkniefni og tól sem tengjast fíkniefnaneyslu heima hjá honum. Þær hafi haft áhyggjur af versnandi fíknivanda hans. Biden tjáði dómaranum að hann hefði verið alsgáður frá árinu 2019, árinu eftir meint brot hans. Verjandi hans sagði kviðdómi við upphaf réttarhaldanna að Biden hefði ekki ætlað sér að blekkja yfirvöld vegna þess að hann hefði ekki litið á sjálfan sig sem fíkil á þeim tíma sem hann keypti byssuna. Byssan var í vörslu Biden í ellefu daga, allt þar til ekkja bróður hans fann hana og henti henni. Refsiviðmið fyrir brot af því tagi sem Biden er ákærður fyrir hljóða upp á fimmtán til tuttugu og eins mánaðar fangelsi. Reuters-fréttastofan segir að sakborningar hljóti þó oft vægari dóma. Bandaríkin Erlend sakamál Joe Biden Tengdar fréttir Réttarhöld yfir syni Biden hafin Alríkissaksóknarar lýstu Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, sem dópista þegar réttarhöld yfir honum vegna skovopnalagabrota hófust í dag. Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíknivanda sinn þegar hann keypti sér skammbyssu fyrir sex árum. 4. júní 2024 15:44 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíkniefnaneyslu sína á opinberu eyðublaði þegar hann keypti sér skammbyssu árið 2018. Alríkislög banna fólki í virkri neyslu að kaupa skotvopn. Biden segist saklaus af ákærunni. Saksóknarar lögðu mál sitt í dóm fyrir helgi en verjendurnir kölluðu meðal annars eiganda byssubúðarinnar þar sem Biden keypti byssuna og Naomi Biden, dóttur hans til vitnis. Hún, fyrrverandi eiginkona Biden, fyrrverandi kærasta og mágkona hafa lýst því fyrir dómi hvernig þær fundu oft fíkniefni og tól sem tengjast fíkniefnaneyslu heima hjá honum. Þær hafi haft áhyggjur af versnandi fíknivanda hans. Biden tjáði dómaranum að hann hefði verið alsgáður frá árinu 2019, árinu eftir meint brot hans. Verjandi hans sagði kviðdómi við upphaf réttarhaldanna að Biden hefði ekki ætlað sér að blekkja yfirvöld vegna þess að hann hefði ekki litið á sjálfan sig sem fíkil á þeim tíma sem hann keypti byssuna. Byssan var í vörslu Biden í ellefu daga, allt þar til ekkja bróður hans fann hana og henti henni. Refsiviðmið fyrir brot af því tagi sem Biden er ákærður fyrir hljóða upp á fimmtán til tuttugu og eins mánaðar fangelsi. Reuters-fréttastofan segir að sakborningar hljóti þó oft vægari dóma.
Bandaríkin Erlend sakamál Joe Biden Tengdar fréttir Réttarhöld yfir syni Biden hafin Alríkissaksóknarar lýstu Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, sem dópista þegar réttarhöld yfir honum vegna skovopnalagabrota hófust í dag. Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíknivanda sinn þegar hann keypti sér skammbyssu fyrir sex árum. 4. júní 2024 15:44 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Réttarhöld yfir syni Biden hafin Alríkissaksóknarar lýstu Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, sem dópista þegar réttarhöld yfir honum vegna skovopnalagabrota hófust í dag. Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíknivanda sinn þegar hann keypti sér skammbyssu fyrir sex árum. 4. júní 2024 15:44