Vélin hvarf af ratsjám í slæmu veðri í gær eftir að hún tók á loft frá flugvelli í Lilongwe, höfuðborgar Malaví.
Um borð voru tíu manns, en þar á meðal var hinn 51 árs gamli Chilima og eiginkona hans og nokkrir hermenn.
Chilima var á sínu öðru kjörtímabili sem varaforseti Malaví og þótti líklegur frambjóðandi fyrir síðustu forsetakosningar sem fóru fram 2022.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór í opinbera heimsókn til Malaví. Þar tók Chilima á móti Bjarna á flugvellinum.
Ferð Bjarna vakti athygli í afrískum fjölmiðlum vegna ferðamáta hans. Hann kom með farþegaflugi og var sagður lítillátur í samanburði við forseta Kenía sem hafði nýlega farið í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna í rándýrri einkaflugvél.