„Þegar maður mætir stóru liðunum falla allir vafadómar með þeim“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. júní 2024 21:48 Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Keflavík er úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 5-2 tap gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli. Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, var nokkuð ánægður með liðið en afar ósáttur með vítaspyrnuna sem dæmd var á Keflavík. „Þetta var alltaf að fara vera erfiður leikur og fyrir leik þurftum við að gera breytingar vegna meiðsla og við þurftum einnig að bregðast við meiðslum í leiknum,“ sagði Jonathan Glenn í samtali við Vísi og hélt áfram. „Við spiluðum fyrir tveimur dögum og vissum að þetta yrði erfitt gegn Blikum sem eru að spila sinn besta bolta þessa stundina.“ Keflavík þurfti að gera tvær skiptingar vegna meiðsla. Í fyrri hálfleik fór Caroline Mc Cue Van Slambrouck út af vegna meiðsla og í seinni hálfleik fór Marín Rún Guðmundsdóttir út af vegna meiðsla og það leit ekki vel út. Glenn var ekki viss hvað kom fyrir við Marín en sagði að um höfuðmeiðsli væri að ræða. Glenn var ekki sáttur með byrjun Keflavíkur þar sem Breiðablik skoraði mark eftir tvær mínútur og var 3-0 yfir eftir átján mínútur. „Þetta var ekki byrjunin sem við vildum. Við sváfum á verðinum og Breiðablik refsaði okkur.“ Breiðablik fékk níu hornspyrnur í fyrri hálfleik og tvær skiluðu sér með marki. Glenn var ekki sáttur með varnarleik Keflavíkur og sagði að þetta væri ólíkt þeim. „Þetta var ólíkt okkur þar sem við höfum varist vel á þessu svæði síðustu vikur og við hefðum átt að gera betur.“ Eftir að Keflavík minnkaði muninn í 3-1 fékk Breiðablik vítaspyrnu og Glenn var ekki sáttur með vítaspyrnudóminn. „Frá mínu sjónarhorni fannst mér þetta ekki vera vítaspyrna og leikmaðurinn [Salóme Kristín Róbertsdóttir] var sammála. Mér fannst vera pressa frá stuðningsmönnum og þegar maður mætir stóru liðunum falla allir vafadómar með þeim. Okkur tókst að minnka muninn í 3-1 og það var alltof aumt að flauta víti á þessu augnabliki,“ sagði Jonathan Glenn að lokum. Keflavík ÍF Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjá meira
„Þetta var alltaf að fara vera erfiður leikur og fyrir leik þurftum við að gera breytingar vegna meiðsla og við þurftum einnig að bregðast við meiðslum í leiknum,“ sagði Jonathan Glenn í samtali við Vísi og hélt áfram. „Við spiluðum fyrir tveimur dögum og vissum að þetta yrði erfitt gegn Blikum sem eru að spila sinn besta bolta þessa stundina.“ Keflavík þurfti að gera tvær skiptingar vegna meiðsla. Í fyrri hálfleik fór Caroline Mc Cue Van Slambrouck út af vegna meiðsla og í seinni hálfleik fór Marín Rún Guðmundsdóttir út af vegna meiðsla og það leit ekki vel út. Glenn var ekki viss hvað kom fyrir við Marín en sagði að um höfuðmeiðsli væri að ræða. Glenn var ekki sáttur með byrjun Keflavíkur þar sem Breiðablik skoraði mark eftir tvær mínútur og var 3-0 yfir eftir átján mínútur. „Þetta var ekki byrjunin sem við vildum. Við sváfum á verðinum og Breiðablik refsaði okkur.“ Breiðablik fékk níu hornspyrnur í fyrri hálfleik og tvær skiluðu sér með marki. Glenn var ekki sáttur með varnarleik Keflavíkur og sagði að þetta væri ólíkt þeim. „Þetta var ólíkt okkur þar sem við höfum varist vel á þessu svæði síðustu vikur og við hefðum átt að gera betur.“ Eftir að Keflavík minnkaði muninn í 3-1 fékk Breiðablik vítaspyrnu og Glenn var ekki sáttur með vítaspyrnudóminn. „Frá mínu sjónarhorni fannst mér þetta ekki vera vítaspyrna og leikmaðurinn [Salóme Kristín Róbertsdóttir] var sammála. Mér fannst vera pressa frá stuðningsmönnum og þegar maður mætir stóru liðunum falla allir vafadómar með þeim. Okkur tókst að minnka muninn í 3-1 og það var alltof aumt að flauta víti á þessu augnabliki,“ sagði Jonathan Glenn að lokum.
Keflavík ÍF Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjá meira