Gunnar Axel Davíðsson staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en Rúv greindi fyrst frá.
Notast var við fíkniefnahunda en Gunnar Axel vill ekki greina frá því hvað lagt var hald á. Þrír voru handteknir í heimahúsi og færðir til yfirheyrslu. Þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum.
Gunnar Axel segir húsleit framkvæmda í þeim tilgangi að „fylgja eftir upplýsingum sem lögregla aflaði.“ Sumsé til að elta sönnunargögn. Spurður hvort margt sé enn á huldu í málinu segir Gunnar Axel:
„Við erum að fara yfir gögin og það tekur tíma vegna túkavandamála og slíks. Hvort það sé margt á huldu, við eigum bara eftir að fara yfir öll gögn og svo framvegis.“
„En það má ekki leggja of mikla þýðingu í það. Bara verklag sem ég hef tileinkað mér,“ segir hann um ástæður þess að hann vilji ekki greina nánar frá tilgangi og haldlögðum munum húsleitarinnar.
Davíð situr enn í gæsluvarðhaldi, auk kærustu hans og bróður. Gæsluvarðhald var framlengt 20. maí og rennur úrskurður héraðsdóms út 17. júní.
„Pass,“ eru svör Gunnars Axels við spurningu um hvort ekki megi búast við ákæru á næstunni.