Forsendur ríkisstjórnarinnar hafi verið slegnar af borðinu Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júní 2024 09:08 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir áherslumál ríkisstjórnarinnar vera þau sem Miðflokkurinn hafi áður lagt áherslu á. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir endurnýjaða ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa lagt áherslu á mál sem Miðflokkurinn hafi verið búinn að hamast á þar á undan. Ríkistjórnin sé síðan ekki búin að gera neitt í þessum málum. „Þegar þessi nýja ríkisstjórn, ef nýja skyldi kalla, þá lagði forsætisráðherra áherslu á þrjú megin mál: Útlendingamálin, orkumálin og staða ríkissjóðs. Það tel ég að hafi verið gert einfaldlega vegna þess að menn hafi verið farnir að átta sig á því að við vorum að hamast í þessum málum alllengi, og benda á að það sé verið að klúðra þeim meira og minna,“ sagði Sigmundur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að næsti dagur eftir stjórnarmyndunina hafi ekki verið liðinn þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra hafi verið búinn að slá þessi mál út af borðinu. „Nýr formaður Vinstri grænna sagði að hann væri alls ekki sammála Sjálfstæðisflokknum, ekki í útlendingamálunum, ekki í orkumálunum og lagði sig eftir því að koma því á framfæri hversu ósammála hann væri um grundvöll nýju ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigmundur og minnist sérstaklega á grein sem Guðmundur skrifaði á Vísi um orkumál. Klippa: Bítið - Vill færa stjórn landsins inn á rétta braut Sigmundur segir að Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra hafi virst lítið spenntur fyrir þessum áherslumálum. „Hann sagði að hann hefði engan áhuga á að spara í ríkisfjármálunum eða breyta um stefnu þar. Þar með var það farið.“ „Það var búið að kynna þrjár ástæður fyrir tilvist þessarar ríkisstjórnar. Þær voru slegnar af borðinu á tveimur dögum.“ Sigmundur bendir á að útlendingafrumvarpið hafi verið tekið af dagskrá þingsins í gær og í fyrradag. Nú séu tveir dagar eftir af þinginu samkvæmt áætlun. Þá segir hann ekkert að af orkumálunum og að ríkisstjórnin „stefni á að halda áfram að slá fyrri met í útgjöldum“ í ríkisfjármálum. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
„Þegar þessi nýja ríkisstjórn, ef nýja skyldi kalla, þá lagði forsætisráðherra áherslu á þrjú megin mál: Útlendingamálin, orkumálin og staða ríkissjóðs. Það tel ég að hafi verið gert einfaldlega vegna þess að menn hafi verið farnir að átta sig á því að við vorum að hamast í þessum málum alllengi, og benda á að það sé verið að klúðra þeim meira og minna,“ sagði Sigmundur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að næsti dagur eftir stjórnarmyndunina hafi ekki verið liðinn þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra hafi verið búinn að slá þessi mál út af borðinu. „Nýr formaður Vinstri grænna sagði að hann væri alls ekki sammála Sjálfstæðisflokknum, ekki í útlendingamálunum, ekki í orkumálunum og lagði sig eftir því að koma því á framfæri hversu ósammála hann væri um grundvöll nýju ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigmundur og minnist sérstaklega á grein sem Guðmundur skrifaði á Vísi um orkumál. Klippa: Bítið - Vill færa stjórn landsins inn á rétta braut Sigmundur segir að Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra hafi virst lítið spenntur fyrir þessum áherslumálum. „Hann sagði að hann hefði engan áhuga á að spara í ríkisfjármálunum eða breyta um stefnu þar. Þar með var það farið.“ „Það var búið að kynna þrjár ástæður fyrir tilvist þessarar ríkisstjórnar. Þær voru slegnar af borðinu á tveimur dögum.“ Sigmundur bendir á að útlendingafrumvarpið hafi verið tekið af dagskrá þingsins í gær og í fyrradag. Nú séu tveir dagar eftir af þinginu samkvæmt áætlun. Þá segir hann ekkert að af orkumálunum og að ríkisstjórnin „stefni á að halda áfram að slá fyrri met í útgjöldum“ í ríkisfjármálum.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira