Á þriðja tug mála bíða afgreiðslu og óvissa um frestun þingfunda Heimir Már Pétursson skrifar 12. júní 2024 11:52 Birgit Ármannsson forseti Alþingis segir um það bil 25 mál það langt komin í vinnu og umræðum á Alþingi að það ætti að vera hægt að afgreiða þau. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis er vongóður um að samkomulag takist á næstu sólarhringum um afgreiðslu mála fyrir þingfrestun. Rúmlega tuttugu mál væru það langt komin að þau ættu að ná afgreiðslu. Hins vegar væri ekkert því til fyrirstöðu að funda lengra inn í júnímánuð ef á þyrfti að halda. Í kvöld klukkan 19:40 fara fram svo kallaðar eldhúsdagsumræður á Alþingi, eða almennar stjórnmálaumræður sem hefð er fyrir undir lok vorþings. Samkvæmt upprunalegri starfsáætlun Alþingis fyrir yfirstandandi vorþing átti að fresta fundum Alþingis hinn 7. júní, eða á föstudag í síðustu viku en ekki sér fyrir lok þingstarfa og mörg stór mál bíða afgreiðslu. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir að í aðdraganda forsetakosninga hafi verið ákveðið að breyta starfsáætluninni þannig að lokadagurinn yrði 14. júní. Hann teldi öllum ljóst að einhverjir dagar muni bætast við þá áætlun. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir hægt að bæta við fundardögum ef á þurfi að halda til að afgreiða mikilvæg mál.Vísir/Vilhelm „Það hafa auðvitað verið viðræður í gangi á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um mál sem eru í forgangi. En staðan er auðvitað sú að það er mjög mikið af málum sem eru langt komin. Bíða umræðu, búin í nefndum og búin að fá mikla umfjöllun,“ segir Birgir. Honum teldist að þetta væru um tuttugu og fimm mál og vonandi verði hægt að ljúka megninu af þeim málum, þótt einhver mál lendi alltaf á milli skips og bryggju. Eitt af umdeildustu málunum sem bíða afgreiðslu er lagareldisfrumvarp matvælaráðherra. Heldur þú að það nái fram að ganga núna á vorþingi? „Ég veit bara að það er verið að vinna í því á fullu. En ég þori ekki að segja til um það hvernig nákvæmlega sú vinna stendur nákvæmlega núna,“ segir Birgir. Þingflokksformenn væru betur inni í stöðunni í viðræðum þeirra á milli um einstök mál. Mikill dráttur verið á framlagninu samgönguáætlunar sem margir hafa gagnrýnt en liggur nú fyrir þinginu og bíður afgreiðslu. Birgir segir mikla vinnu hafa verið lagða í hana en vildi ekki segja til um hvort hún nái fram að ganga. Reynslan sýni að deilur geti risið um einstök mál sem lengi þá umræðurnar en þá verði bætt við þingfundardögum eftir þörfum. Er vilji til að vera lengur en bara dagana eftir 17. júní í næstu viku og vera jafnvel eitthvað inn í þarnæstu viku? Það er bara allt of snemmt að segja. Ég held að við getum alveg klárað þetta í næstu viku. Ef hins vegar verða mjög miklar umræður í einstökum málum þá þarf ekki mikið til að brenni einn eða tveir dagar upp í þinginu um stór mál. Það auðvitað tefur þá það sem eftir er á dagskránni," segir Birgir Ármannsson. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Í kvöld klukkan 19:40 fara fram svo kallaðar eldhúsdagsumræður á Alþingi, eða almennar stjórnmálaumræður sem hefð er fyrir undir lok vorþings. Samkvæmt upprunalegri starfsáætlun Alþingis fyrir yfirstandandi vorþing átti að fresta fundum Alþingis hinn 7. júní, eða á föstudag í síðustu viku en ekki sér fyrir lok þingstarfa og mörg stór mál bíða afgreiðslu. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir að í aðdraganda forsetakosninga hafi verið ákveðið að breyta starfsáætluninni þannig að lokadagurinn yrði 14. júní. Hann teldi öllum ljóst að einhverjir dagar muni bætast við þá áætlun. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir hægt að bæta við fundardögum ef á þurfi að halda til að afgreiða mikilvæg mál.Vísir/Vilhelm „Það hafa auðvitað verið viðræður í gangi á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um mál sem eru í forgangi. En staðan er auðvitað sú að það er mjög mikið af málum sem eru langt komin. Bíða umræðu, búin í nefndum og búin að fá mikla umfjöllun,“ segir Birgir. Honum teldist að þetta væru um tuttugu og fimm mál og vonandi verði hægt að ljúka megninu af þeim málum, þótt einhver mál lendi alltaf á milli skips og bryggju. Eitt af umdeildustu málunum sem bíða afgreiðslu er lagareldisfrumvarp matvælaráðherra. Heldur þú að það nái fram að ganga núna á vorþingi? „Ég veit bara að það er verið að vinna í því á fullu. En ég þori ekki að segja til um það hvernig nákvæmlega sú vinna stendur nákvæmlega núna,“ segir Birgir. Þingflokksformenn væru betur inni í stöðunni í viðræðum þeirra á milli um einstök mál. Mikill dráttur verið á framlagninu samgönguáætlunar sem margir hafa gagnrýnt en liggur nú fyrir þinginu og bíður afgreiðslu. Birgir segir mikla vinnu hafa verið lagða í hana en vildi ekki segja til um hvort hún nái fram að ganga. Reynslan sýni að deilur geti risið um einstök mál sem lengi þá umræðurnar en þá verði bætt við þingfundardögum eftir þörfum. Er vilji til að vera lengur en bara dagana eftir 17. júní í næstu viku og vera jafnvel eitthvað inn í þarnæstu viku? Það er bara allt of snemmt að segja. Ég held að við getum alveg klárað þetta í næstu viku. Ef hins vegar verða mjög miklar umræður í einstökum málum þá þarf ekki mikið til að brenni einn eða tveir dagar upp í þinginu um stór mál. Það auðvitað tefur þá það sem eftir er á dagskránni," segir Birgir Ármannsson.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira