Piparúði á mótmælendur barst að þingmönnum Pírata Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 12. júní 2024 22:22 Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata segir viðbrögð lögreglu hafa komið sér á óvart. Aðsend Lögregla beitti piparúða á mótmælendur fyrir utan Alþingishúsið í kvöld. Nokkrir þingmenn Pírata voru á svæðinu þegar piparúðanum var hleypt af og barst hluti piparúðans að þeim svo þá sveið í augun. Indriði Ingi Stefánsson varaþingmaður Pírata var á svæðinu, ásamt Andrési Inga Jónssyni, Gísla Rafni Ólafssyni og Lenyu Rún Taha Karim þingmönnum Pírata, þegar piparúðanum var beint á mótmælendur. „Við vorum þarna að taka þátt og styðja þessi eðlilegu og lýðræðislegu mótmæli,“ segir Indriði í samtali við fréttastofu. Hann segir lögreglu hafa beitt úðanum án viðvörunar og beint honum að mótmælendum. Hann segir úðanum ekki hafa verið beint að þingmönnum Pírata en hluti af piparúðaskýinu hafi borist til þeirra áður en þau áttu möguleika á að víkja. Mótmælendur á vegum Palestínuhreyfingarinnar létu í sér heyra meðan eldhúsdagsumræður fóru fram í Alþingishúsinu.Aðsend En meidduð þið ykkur? „Þetta sveið smá í augun en vorum annars bara góð,“ segir Indriði. Úðinn rifinn fljótt upp Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, var einnig á mótmælunum. Hann segir viðbragð lögreglu hafa komið sér á óvart. „Það kom mér á óvart að lögreglan virtist ekki vera að reyna að róa aðstæður. Að ýta við fólki til að opna fyrir bílastæðin, heldur var piparúðinn rifinn fljótt upp,“ segir Andrés Ingi. Hann segir að sér hafi ekki staðið nein ógn af hópnum sem mótmælti. Hann hafi verið hávær, en lítill. „Og það telst varla brýnast í heimi að losa bílakjallarann meðan megnið af þingheimi er ennþá inni í þinghúsi í eftirpartýi eftir eldhúsdag.“ Piparúðabrúsi í hönd lögreglumanns.Aðsend „Þau eru ekki búin að vera friðsamleg,“ segir Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn um mótmælin við Alþingishúsið í kvöld. Hann segir mótmælendur hafa kveikt á blysum og hent þeim og reyk að Alþingishúsinu. Auk þess hafi þau sett matarlit á hurð Alþingis. Hann segir einn lögreglumann hafa beitt piparúða og að hann hafi líklega farið yfir nokkra aðila. „Við vorum með aukamenn til staðar út af mótmælunum og svo kölluðum við til bíla sem eru í umferð eins og við þurftum til að leysa verkefnið.“ Lögregla segir mótmælin ekki hafa verið friðsæl.Aðsend Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglumál Alþingi Píratar Reykjavík Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Indriði Ingi Stefánsson varaþingmaður Pírata var á svæðinu, ásamt Andrési Inga Jónssyni, Gísla Rafni Ólafssyni og Lenyu Rún Taha Karim þingmönnum Pírata, þegar piparúðanum var beint á mótmælendur. „Við vorum þarna að taka þátt og styðja þessi eðlilegu og lýðræðislegu mótmæli,“ segir Indriði í samtali við fréttastofu. Hann segir lögreglu hafa beitt úðanum án viðvörunar og beint honum að mótmælendum. Hann segir úðanum ekki hafa verið beint að þingmönnum Pírata en hluti af piparúðaskýinu hafi borist til þeirra áður en þau áttu möguleika á að víkja. Mótmælendur á vegum Palestínuhreyfingarinnar létu í sér heyra meðan eldhúsdagsumræður fóru fram í Alþingishúsinu.Aðsend En meidduð þið ykkur? „Þetta sveið smá í augun en vorum annars bara góð,“ segir Indriði. Úðinn rifinn fljótt upp Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, var einnig á mótmælunum. Hann segir viðbragð lögreglu hafa komið sér á óvart. „Það kom mér á óvart að lögreglan virtist ekki vera að reyna að róa aðstæður. Að ýta við fólki til að opna fyrir bílastæðin, heldur var piparúðinn rifinn fljótt upp,“ segir Andrés Ingi. Hann segir að sér hafi ekki staðið nein ógn af hópnum sem mótmælti. Hann hafi verið hávær, en lítill. „Og það telst varla brýnast í heimi að losa bílakjallarann meðan megnið af þingheimi er ennþá inni í þinghúsi í eftirpartýi eftir eldhúsdag.“ Piparúðabrúsi í hönd lögreglumanns.Aðsend „Þau eru ekki búin að vera friðsamleg,“ segir Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn um mótmælin við Alþingishúsið í kvöld. Hann segir mótmælendur hafa kveikt á blysum og hent þeim og reyk að Alþingishúsinu. Auk þess hafi þau sett matarlit á hurð Alþingis. Hann segir einn lögreglumann hafa beitt piparúða og að hann hafi líklega farið yfir nokkra aðila. „Við vorum með aukamenn til staðar út af mótmælunum og svo kölluðum við til bíla sem eru í umferð eins og við þurftum til að leysa verkefnið.“ Lögregla segir mótmælin ekki hafa verið friðsæl.Aðsend
Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglumál Alþingi Píratar Reykjavík Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira