Dreymir um að dæma Evrópu- eða landsleiki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2024 13:45 Twana Khalid Ahmed dæmdi toppslag Breiðabliks og Vals í Bestu deild kvenna. Vísir/HAG Draumur Twana Khalid Ahmed, kúrdísks flóttamanns frá Írak, rættist á síðasta ári þegar hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild í fótbolta hér á landi. Hann vildi óska að hann hefði byrjað að dæma fyrr hér á landi til að geta dæmt á erlendri grundu sem og íslenskri. Twana þurfti að bíða lengi eftir tækifæri til þess að fá dæma hér á landi en hefur unnið sig hratt upp metorðastigann. Slíkur er uppgangurinn að UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, tók Twana fyrir í herferð þar sem sambandið vekur athygli á dómurum með að leiðarljósi að fleiri taki upp flautuna. „Ísland er mjög gott land. Hér er vinalegt og vingjarnlegt fólk. Mér og fjölskyldu minni líður mjög vel hér. Við eignuðumst fljótt vini sem kenndu okkur á íslenskan kúltúr og hvernig allt virkar,“ segir Twana meðal annars í viðtalinu á vef UEFA áður en umræðan snýst að dómgæslu. Hann var hjá lækni þar sem það kom til tals að hann væri mikill áhugamaður um fótbolta og hefði verið dómari í heimalandi sínu. Kom það á daginn að eiginmaður læknisins var einnig fótboltadómari. Þannig komst Twana í samband við dómarastéttina hér á landi. Hann þurfti þó að bíða þar sem hann var enn skráður sem hælisleitandi. „Ég var tilbúinn að dæma frítt en KSÍ sagði mér að það væri ólöglegt. Þeir sögðu mér að koma til baka um leið og ég væri búinn að fá kennitölu.“ Við tók tveggja ára bið en um leið og Twana fékk kennitölu var hann kominn á fullt í dómgæslu. Hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild á síðustu leiktíð og hefur haldið því áfram á þessari leiktíð. „Ég vildi að ég hefði komið til Íslands og byrjað að dæma fimm árum fyrr. Ef til vill hefði ég þá átt möguleika á að dæma á alþjóðavettvangi. Ég held þá áfram að reyna: Alltaf að eiga sér draum og gera hvað maður getur til að upplifa hann.“ ✍️ Frábær grein á vef UEFA um leið Twana Khalid Ahmed frá Írak til Íslands, en hann er í dag landsdómari hjá KSÍ.👇 Twana Khalid Ahmed's road from asylum seeker to top-flight referee in Iceland.https://t.co/yBNblsUTai— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 12, 2024 Í lok viðtalsins þakkar Twana öllum þeim sem hafa aðstoðað hann og fjölskyldu hans hér á landi sem og KSÍ fyrir alla aðstoðina. Viðtalið í heild sinni má lesa á vef UEFA. Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Twana þurfti að bíða lengi eftir tækifæri til þess að fá dæma hér á landi en hefur unnið sig hratt upp metorðastigann. Slíkur er uppgangurinn að UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, tók Twana fyrir í herferð þar sem sambandið vekur athygli á dómurum með að leiðarljósi að fleiri taki upp flautuna. „Ísland er mjög gott land. Hér er vinalegt og vingjarnlegt fólk. Mér og fjölskyldu minni líður mjög vel hér. Við eignuðumst fljótt vini sem kenndu okkur á íslenskan kúltúr og hvernig allt virkar,“ segir Twana meðal annars í viðtalinu á vef UEFA áður en umræðan snýst að dómgæslu. Hann var hjá lækni þar sem það kom til tals að hann væri mikill áhugamaður um fótbolta og hefði verið dómari í heimalandi sínu. Kom það á daginn að eiginmaður læknisins var einnig fótboltadómari. Þannig komst Twana í samband við dómarastéttina hér á landi. Hann þurfti þó að bíða þar sem hann var enn skráður sem hælisleitandi. „Ég var tilbúinn að dæma frítt en KSÍ sagði mér að það væri ólöglegt. Þeir sögðu mér að koma til baka um leið og ég væri búinn að fá kennitölu.“ Við tók tveggja ára bið en um leið og Twana fékk kennitölu var hann kominn á fullt í dómgæslu. Hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild á síðustu leiktíð og hefur haldið því áfram á þessari leiktíð. „Ég vildi að ég hefði komið til Íslands og byrjað að dæma fimm árum fyrr. Ef til vill hefði ég þá átt möguleika á að dæma á alþjóðavettvangi. Ég held þá áfram að reyna: Alltaf að eiga sér draum og gera hvað maður getur til að upplifa hann.“ ✍️ Frábær grein á vef UEFA um leið Twana Khalid Ahmed frá Írak til Íslands, en hann er í dag landsdómari hjá KSÍ.👇 Twana Khalid Ahmed's road from asylum seeker to top-flight referee in Iceland.https://t.co/yBNblsUTai— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 12, 2024 Í lok viðtalsins þakkar Twana öllum þeim sem hafa aðstoðað hann og fjölskyldu hans hér á landi sem og KSÍ fyrir alla aðstoðina. Viðtalið í heild sinni má lesa á vef UEFA.
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira