Leifur Grímsson tók saman og birti á X-síðu sinni, áður Twitter. Þar kemur fram að meðalaldur Valsliðsins er 30,4 ár en flestir af bestu mönnum liðsins eru komnir vel inn á fertugsaldurinn.
Hinn síungi Birkir Már Sævarsson fagnar til að mynda fertugsafmæli sínu síðar á þessu ári. Valur er eina liðið þar sem meðalaldurinn er yfir 30 ár en Blikar eru þó ekki langt á eftir með meðalaldur upp á 29,5 ár.
Hér að neðan má sjá meðalaldur liða Bestu deildar karla.
- Fylkir, 24,4 (ár)
- HK, 25,4 (ár)
- KR 25,5 (ár)
- ÍA 25,6 (ár)
- Stjarnan, 25,7 (ár)
- FH 25,9 (ár)
- Fram 26,7 (ár)
- Vestri 27,5 (ár)
- Víkingur 28,0 (ár)
- KA 28,3 (ár)
- Breiðablik 29,5 (ár)
- Valur 30,4 (ár)
Þá bar Leifur saman efstu þrjár deildir karla varðandi meðalaldur, hversu margir eru uppaldir hjá félaginu og hversu mörg prósent af leikmannahópnum eru af erlendu bergi brotin.
Samanburðar tölfræði úr þremur efstu deildum í fótbolta karla pic.twitter.com/AqLLgSiHus
— Leifur Grímsson (@lgrims) June 11, 2024