Erindi ráðherra hafi engin áhrif á rannsókn sem lýkur fljótlega Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. júní 2024 10:46 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir erindi fjármála- og efnahagsráðherra hafa lítil sem engin áhrif á rannsókn lögreglu. Arnar/Vilhelm Áfengissala í netverslun hefur verið til rannsóknar og á borði lögreglu í þrjú ár og 360 daga en fimm netverslanir eru nú undir eftirliti lögreglu. Erindi sem Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sendi lögreglunni varðandi málið hefur lítil sem engin áhrif á rannsókn lögreglunnar. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hann ítrekar að lögreglan sé sjálfstæð eining. Hann tekur jafnframt fram að rannsókninni muni ljúka fljótlega. „Við erum með til rannsóknar nokkur mál og þessi rannsókn er í eðlilegum farvegi. Það má segja það að þessi mál hafa ekki verið í forgangi,“ segir Grímur. Hann tekur fram að rannsóknin sé búin að standa yfir síðan ÁTVR kærði sölu þriggja fyrirtækja fyrir þremur árum og 361 degi síðan. Erindið hafi engin áhrif á framgang málsins Eins og greint hefur verið frá kemur fram í erindi Sigurðar að smásala áfengis sé bönnuð öðrum en ÁTVR samkvæmt lögum. Spurður hvort að erindið hafi einhver áhrif á rannsókn lögreglu svarar Grímur því neitandi. „Við hófum rannsóknina strax þegar við fengum kæruna. Það er oft verið að benda okkur á einhver lögfræðiálit eða þess háttar og við getum bara vísað í yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins um sjálfstæði lögreglu. Þetta hefur engin áhrif á okkur eða framgang rannsóknar þó að fólk sé að benda okkur á einhver atriði sem gætu tengst rannsókninni.“ Felst í rannsókninni hvort málið falli undir lagaramman Hann ítrekar þá að það felst í rannsókn lögreglu hvort að áfengissala í netverslun falli undir lagaramma áfengislaga og sé þá ólögleg samkvæmt lögum. „Greining sakarefnis er alltaf hluti af rannsókninni. Við erum að reyna greina hvort að um sé að ræða brot á tilteknum lögum. Við erum með okkar sérfræðinga á því sviði.“ Ekki margar kærur sem hafa borist Spurður hve margar kærur hafi borist til lögreglunnar síðustu þrjú ár segist Grímur ekki hafa tölu yfir það en að kærurnar séu ekki ýkja margar. „Sum þessara mála eru frumkvæðismál af okkar hálfu sem er í samhengi við eftirlit sem okkur er ætlað samkvæmt áfengislögum,“ segir hann og bætir við að af frumkvæði lögreglu hafi tvö mál bæst við á síðustu þremur árum og eru því í heildina fimm netverslanir sem eru undir rannsókn og eftirliti lögreglu. Lögreglumál Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra skammar fjármálaráðherra fyrir afskipti Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem kemur fram að ráðuneyti stjórnarráðsins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eigi ekki að hafa afskipti af því hvort eða hvernig mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. 12. júní 2024 15:08 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hann ítrekar að lögreglan sé sjálfstæð eining. Hann tekur jafnframt fram að rannsókninni muni ljúka fljótlega. „Við erum með til rannsóknar nokkur mál og þessi rannsókn er í eðlilegum farvegi. Það má segja það að þessi mál hafa ekki verið í forgangi,“ segir Grímur. Hann tekur fram að rannsóknin sé búin að standa yfir síðan ÁTVR kærði sölu þriggja fyrirtækja fyrir þremur árum og 361 degi síðan. Erindið hafi engin áhrif á framgang málsins Eins og greint hefur verið frá kemur fram í erindi Sigurðar að smásala áfengis sé bönnuð öðrum en ÁTVR samkvæmt lögum. Spurður hvort að erindið hafi einhver áhrif á rannsókn lögreglu svarar Grímur því neitandi. „Við hófum rannsóknina strax þegar við fengum kæruna. Það er oft verið að benda okkur á einhver lögfræðiálit eða þess háttar og við getum bara vísað í yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins um sjálfstæði lögreglu. Þetta hefur engin áhrif á okkur eða framgang rannsóknar þó að fólk sé að benda okkur á einhver atriði sem gætu tengst rannsókninni.“ Felst í rannsókninni hvort málið falli undir lagaramman Hann ítrekar þá að það felst í rannsókn lögreglu hvort að áfengissala í netverslun falli undir lagaramma áfengislaga og sé þá ólögleg samkvæmt lögum. „Greining sakarefnis er alltaf hluti af rannsókninni. Við erum að reyna greina hvort að um sé að ræða brot á tilteknum lögum. Við erum með okkar sérfræðinga á því sviði.“ Ekki margar kærur sem hafa borist Spurður hve margar kærur hafi borist til lögreglunnar síðustu þrjú ár segist Grímur ekki hafa tölu yfir það en að kærurnar séu ekki ýkja margar. „Sum þessara mála eru frumkvæðismál af okkar hálfu sem er í samhengi við eftirlit sem okkur er ætlað samkvæmt áfengislögum,“ segir hann og bætir við að af frumkvæði lögreglu hafi tvö mál bæst við á síðustu þremur árum og eru því í heildina fimm netverslanir sem eru undir rannsókn og eftirliti lögreglu.
Lögreglumál Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra skammar fjármálaráðherra fyrir afskipti Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem kemur fram að ráðuneyti stjórnarráðsins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eigi ekki að hafa afskipti af því hvort eða hvernig mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. 12. júní 2024 15:08 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Dómsmálaráðherra skammar fjármálaráðherra fyrir afskipti Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem kemur fram að ráðuneyti stjórnarráðsins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eigi ekki að hafa afskipti af því hvort eða hvernig mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. 12. júní 2024 15:08