Segir reyksprengjum verið kastað og piparúði nauðsynlegur Bjarki Sigurðsson skrifar 13. júní 2024 12:11 Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögregluna hafa neyðst til að beita piparúða gegn mótmælendum við Alþingishúsið í gær. Reyksprengju og blysum hafi verið kastað í átt að Alþingishúsinu. Þingmaður Pírata telur atburðarásina hafa mátt vera á annan veg. Verið var að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í málum Palestínumanna en í Alþingishúsinu var eldhúsdagsumræðum nýlokið. Lögreglan hafði sett upp lokunarlínu með lögreglumönnum við þinghúsið og hindruðu þannig fólk frá því að það gæti farið inn á ákveðið svæði. Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir mótmælin ekki hafa verið friðsamleg. Mótmælendur hafi meðal annars kastað blysum og reyksprengjum í átt að þinghúsinu. „Fólk var í rauninni þarna að veitast að okkur, reyna að komast í gegnum þessa lokunarlínu hjá okkur þannig við höfðum enga aðra möguleika en að beita piparúða til að fá þau til að láta af þessari hegðun,“ segir Kristján Helgi. Einungis einn lögreglumaður beitti piparúða en Kristján segir hann hafa neyðst til þess. „Við erum búnir að gefa fólki fyrirmæli um að láta af þessari hegðun. Við erum búnir að ýta fólki til en það heldur áfram að ýta á móti okkur og er jafnvel að reyna að komast í gegnum lokunarlínu. Þá er staðan þannig að við höfum ekki aðra möguleika en að beita piparúðanum,“ segir Kristján Helgi. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, var staddur við mótmælin þegar piparúðanum var beitt. Hann telur lögregluna ekki hafa þurft að beita piparúða. „Ég sá ekki að það hafi staðið nein ógn af þessum mótmælendum eins og þeir voru þarna að mótmæla friðsamlega heldur voru þeir að hreyfa sig hægt í burtu. Það gekk greinilega ekki nógu hratt fyrir viðkomandi lögreglumann,“ segir Gísli Rafn. „Ég hefði haldið að það hefði verið hægt að taka eina eða tvær mínútur í viðbót til að fá fólk til þess að færa sig frekar en að nota strax piparúða án þess einu sinni að vara fólk við því að hann væri að fara í notkun.“ Gísli Rafn Ólafsson er þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Reykjavík Píratar Lögreglan Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Verið var að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í málum Palestínumanna en í Alþingishúsinu var eldhúsdagsumræðum nýlokið. Lögreglan hafði sett upp lokunarlínu með lögreglumönnum við þinghúsið og hindruðu þannig fólk frá því að það gæti farið inn á ákveðið svæði. Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir mótmælin ekki hafa verið friðsamleg. Mótmælendur hafi meðal annars kastað blysum og reyksprengjum í átt að þinghúsinu. „Fólk var í rauninni þarna að veitast að okkur, reyna að komast í gegnum þessa lokunarlínu hjá okkur þannig við höfðum enga aðra möguleika en að beita piparúða til að fá þau til að láta af þessari hegðun,“ segir Kristján Helgi. Einungis einn lögreglumaður beitti piparúða en Kristján segir hann hafa neyðst til þess. „Við erum búnir að gefa fólki fyrirmæli um að láta af þessari hegðun. Við erum búnir að ýta fólki til en það heldur áfram að ýta á móti okkur og er jafnvel að reyna að komast í gegnum lokunarlínu. Þá er staðan þannig að við höfum ekki aðra möguleika en að beita piparúðanum,“ segir Kristján Helgi. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, var staddur við mótmælin þegar piparúðanum var beitt. Hann telur lögregluna ekki hafa þurft að beita piparúða. „Ég sá ekki að það hafi staðið nein ógn af þessum mótmælendum eins og þeir voru þarna að mótmæla friðsamlega heldur voru þeir að hreyfa sig hægt í burtu. Það gekk greinilega ekki nógu hratt fyrir viðkomandi lögreglumann,“ segir Gísli Rafn. „Ég hefði haldið að það hefði verið hægt að taka eina eða tvær mínútur í viðbót til að fá fólk til þess að færa sig frekar en að nota strax piparúða án þess einu sinni að vara fólk við því að hann væri að fara í notkun.“ Gísli Rafn Ólafsson er þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm
Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Reykjavík Píratar Lögreglan Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira