Innlent

Lögregluaðgerð og á­hyggju­fullir for­eldrar í Garða­bæ

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les fréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les fréttir í kvöld. vísir

Það er algjörlega fráleitt að ráðherrar reyni að beita sér gegn lögreglu og ráðherra sem það gerir þarf að sæta ábyrgð. Þetta segir þingmaður Viðreisnar. Ríkisstjórnin þurfi að sameinast um stefnu um verslun með áfengi, svo íslensk fyrirtæki sitji við sama borð og erlend.

Þrír voru handteknir í aðgerðum lögreglu við veitingastaðinn Gríska húsið á Laugavegi í miðbæ Reykjavíkur í dag, grunaðir um vinnumansal á staðnum.

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja upp Grindavík aftur með haustinu.

Við ræðum við áhyggjufullt foreldri í Urriðaholti sem segir öryggi barna ógnað við svokallaða Flóttamannaleið þar sem bílar aki allt of hratt, verðum í beinni útsendingu frá stórtónleikum Baggalúts og Sinfó í Hörpunni og sjáum ferðamenn sem borða lambakjöt með puttunum að hætti Víkinga.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Klippa: Kvöldfréttir 13. júní 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×