„Þetta er óboðlegt og það á að hafa afleiðingar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. júní 2024 19:01 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Sigurjón Það er algjörlega fráleitt að ráðherrar reyni að beita sér gegn lögreglu og ráðherra sem það gerir þarf að sæta ábyrgð. Þetta segir þingmaður Viðreisnar. Ríkisstjórnin þurfi að sameinast um stefnu um verslun með áfengi, svo íslensk fyrirtæki sitji við sama borð og erlend. Heilbrigðisráðherra telur fjármálaráðherra ekki hafa gert mistök með því að senda erindi um málið til lögreglu. Nokkrar kærur liggja fyrir og eru til rannsóknar hjá lögreglu sem varða meint ólögmæti netsölu með áfengi hér á landi. Líkt og kunnugt er hafa ráðherrar staðið í bréfaskriftum vegna málsins í vikunni. Á þriðjudaginn sendi fjármálaráðherra erindi til lögreglu, þar sem vakin er athygli á því að netsala áfengis kunni að fela í sér lögbrot. Þessu brást dómsmálaráðherra við með yfirlýsingu þar sem segir að „pólitísk afskipti af rannsóknum sakamála séu til þess fallin að grafa undan réttarríkinu.“ „Bréf til lögreglu með einhverjum óskum um lögreglurannsókn er auðvitað bara algjörlega fráleitt. Fráleit staða sem er komin upp og það er óþolandi að við búum í landi þar sem ráðherrar eru ýmist að senda lögreglunni bréf eða hringja með einhverjar óskir um það hvernig lögreglan á að vinna. Hluti af því að vera í réttarríki er að svona vinnubrögð eru ekki í lagi, þetta er óboðlegt og það á að hafa afleiðingar þegar ráðherrar haga sér svona,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. „Í mörgum ríkjum hefði þetta afleiðingar. Ég er ekkert viss um að þetta hafi afleiðingar hér en mér finnst mjög umhugsunarvert að hlusta á fjármálaráðherra, sem fer með fjárveitingavaldið gangvart lögreglu, haldi því fram að það hafi verið afskiptaleysi að hans hálfu að senda lögreglu ekki þetta bréf. Lögregla og ákæruvald eru sjálfstæð, þetta eru bara grunnþættir í ríkinu okkar og mjög alvarlegt mál ef að ráðherrar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar skilja það ekki,“ bætir hún við. Hún sé sammála því að skýra þurfi lagaramma um verslun með áfengi. „Þetta er spurning um hvar lagerinn er staðsettur og hvort við flokkum þetta sem milliríkjaviðskipti eða ekki. Þetta er svona lagatæknilegt. Við vitum að þessi þjónusta er fyrir hendi á Íslandi, við vitum að íslensk fyrirtæki sitja ekki við sama borð og útlensk, við vitum að þessi þjónusta sé veitt og mér finnst bara fullkomlega eðlilegt að löggjafinn hafi bara dug í sér til að festa þær reglur í sessi að íslensk fyrirtæki fái að starfa hérna og selja þessa vöru,“ segir Þorbjörg. Heilbrigðisráðherra kveðst standa með lýðheilsunni Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra skrifaði bréf til fjármálaráðherra í síðustu viku sem birt var í dag, en í bréfi Willums til fjármálaráherra lýsir hann áhyggjum af stöðunni. „Ég held hins vegar að allir standi með lýðheilsunni og ég horfi bara út frá sjónarhóli lýðheilsunnar og kjarnann í stefnu lýðheilsustefnunnar og markmiðsákvæði laganna og það er augljóst að við erum ekki að fylgja þeim eftir,“ segir Willum í samtali við fréttastofu og vísar þar til þess að það hafi fengið að viðgangast að einkaaðilar geti selt áfengi um netverslun á Íslandi. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.Vísir/Sigurjón En er ekki alvarlegt að fjármálráðherra sé að beita sér gagnvart lögreglu með þessum hætti? „Ef að um slíkt er að ræða, þá er það alvarlegt jú. Og það er bara mjög mikilvægt í aðgreiningu valds að lögreglan og dómstólar séu sjálfstæð í sínum störfum og við erum öll mjög meðvituð um það. En það hvílir ákveðin skylda á ráðherra að afla upplýsinga um stöðu mála og ég fæ ekki séð annað en að það sé það sem ráðherrann sé að gera,“ segir Willum. Þannig að þú heldur ekki að það hafi verið mistök hjá honum að fara fram með þessum hætti? „Nei ég fæ ekki séð það en það kunna einhverjir að hafa einhverjar skoðanir á því. En það hvílir á honum jafnframt skylda að afla gagna og ég get ekki séð að það trufli neitt ákvarðanir lögreglu þó að þeir upplýsi ráðherrann um stöðu mála sem að þessi lög fjalla um,“ svarar Willum. Fréttin hefur verið uppfærð. Viðreisn Framsóknarflokkurinn Áfengi og tóbak Alþingi Netsala á áfengi Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Nokkrar kærur liggja fyrir og eru til rannsóknar hjá lögreglu sem varða meint ólögmæti netsölu með áfengi hér á landi. Líkt og kunnugt er hafa ráðherrar staðið í bréfaskriftum vegna málsins í vikunni. Á þriðjudaginn sendi fjármálaráðherra erindi til lögreglu, þar sem vakin er athygli á því að netsala áfengis kunni að fela í sér lögbrot. Þessu brást dómsmálaráðherra við með yfirlýsingu þar sem segir að „pólitísk afskipti af rannsóknum sakamála séu til þess fallin að grafa undan réttarríkinu.“ „Bréf til lögreglu með einhverjum óskum um lögreglurannsókn er auðvitað bara algjörlega fráleitt. Fráleit staða sem er komin upp og það er óþolandi að við búum í landi þar sem ráðherrar eru ýmist að senda lögreglunni bréf eða hringja með einhverjar óskir um það hvernig lögreglan á að vinna. Hluti af því að vera í réttarríki er að svona vinnubrögð eru ekki í lagi, þetta er óboðlegt og það á að hafa afleiðingar þegar ráðherrar haga sér svona,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. „Í mörgum ríkjum hefði þetta afleiðingar. Ég er ekkert viss um að þetta hafi afleiðingar hér en mér finnst mjög umhugsunarvert að hlusta á fjármálaráðherra, sem fer með fjárveitingavaldið gangvart lögreglu, haldi því fram að það hafi verið afskiptaleysi að hans hálfu að senda lögreglu ekki þetta bréf. Lögregla og ákæruvald eru sjálfstæð, þetta eru bara grunnþættir í ríkinu okkar og mjög alvarlegt mál ef að ráðherrar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar skilja það ekki,“ bætir hún við. Hún sé sammála því að skýra þurfi lagaramma um verslun með áfengi. „Þetta er spurning um hvar lagerinn er staðsettur og hvort við flokkum þetta sem milliríkjaviðskipti eða ekki. Þetta er svona lagatæknilegt. Við vitum að þessi þjónusta er fyrir hendi á Íslandi, við vitum að íslensk fyrirtæki sitja ekki við sama borð og útlensk, við vitum að þessi þjónusta sé veitt og mér finnst bara fullkomlega eðlilegt að löggjafinn hafi bara dug í sér til að festa þær reglur í sessi að íslensk fyrirtæki fái að starfa hérna og selja þessa vöru,“ segir Þorbjörg. Heilbrigðisráðherra kveðst standa með lýðheilsunni Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra skrifaði bréf til fjármálaráðherra í síðustu viku sem birt var í dag, en í bréfi Willums til fjármálaráherra lýsir hann áhyggjum af stöðunni. „Ég held hins vegar að allir standi með lýðheilsunni og ég horfi bara út frá sjónarhóli lýðheilsunnar og kjarnann í stefnu lýðheilsustefnunnar og markmiðsákvæði laganna og það er augljóst að við erum ekki að fylgja þeim eftir,“ segir Willum í samtali við fréttastofu og vísar þar til þess að það hafi fengið að viðgangast að einkaaðilar geti selt áfengi um netverslun á Íslandi. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.Vísir/Sigurjón En er ekki alvarlegt að fjármálráðherra sé að beita sér gagnvart lögreglu með þessum hætti? „Ef að um slíkt er að ræða, þá er það alvarlegt jú. Og það er bara mjög mikilvægt í aðgreiningu valds að lögreglan og dómstólar séu sjálfstæð í sínum störfum og við erum öll mjög meðvituð um það. En það hvílir ákveðin skylda á ráðherra að afla upplýsinga um stöðu mála og ég fæ ekki séð annað en að það sé það sem ráðherrann sé að gera,“ segir Willum. Þannig að þú heldur ekki að það hafi verið mistök hjá honum að fara fram með þessum hætti? „Nei ég fæ ekki séð það en það kunna einhverjir að hafa einhverjar skoðanir á því. En það hvílir á honum jafnframt skylda að afla gagna og ég get ekki séð að það trufli neitt ákvarðanir lögreglu þó að þeir upplýsi ráðherrann um stöðu mála sem að þessi lög fjalla um,“ svarar Willum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Viðreisn Framsóknarflokkurinn Áfengi og tóbak Alþingi Netsala á áfengi Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira